Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 91

Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 91
Matthías Viðar Sæmundsson Til varnar hjátrú stað þess að litið sé á skynsemina sem hugtak og aðferð verður hún að algildum mælikvarða þekk- ingar og sanninda. Slík tálsýn styðst oft við stíl- legar og efnislegar brellur, hlutdrægni í notkun heimilda og óleyfilegar samlíkingar, auk þess sem stundum er eitrað við upptökin, þ. e. farið er lítilsvirðingarorðum um tiltekið viðfangsefni áð- ur en reynt er að rökræða það. Þetta má einnig kalla fordómavillu. Síðasta dæmi þessa er ritgerð Árna Björnssonar, þar sem gengið er talsvert lengra í útilokun hjátrúar en sést hefúr um langt skeið. Verður því staldrað við hana um stund. Því hefúr verið haldið ffam að trúarhugsun alþýðu hafi einkennst af „umtalsverðri fjöl- breytni" fyrr á tímum; hún var „samsett kerfi ólíkra og jafnvel andstæðra trúarviðhorfa", ritar Hjalti Hugason, „þar sem hugmyndir ffá for- krismum tíma, kaþólsk miðaldaviðhorf og lútersk trúartúlkun hafa ofist saman í fjölþætt munstur".16* Þessi fjölþætta tniarhugsun hefúr myndað skipulega heild á ákveðnu skeiði, en þegar tímar liðu hafá einstakir þættir hennar rofnað úr sínu uppmnalega samhengi, tekið á sig nýja mynd og verið túlkaðir með öðrum hætti en verið hafði, auk þess sem þeir hafa blandast breytilegum aðstæðum, daglegri skynsemi, hag- nýtum og vísindalegum viðhorfúm með margvís- legum hætti. Hér er því erfitt að koma við ein- földum orsakarskýringum, tengsl trúar, reynslu og skynsemi, sálarlífs og sögu, em flóknari en stjörnueðlisffæði eins og draumur Needhams vitnaði um. Margir munu þó geta failist á orð Sigurðar Nordals um huldufólkssögur: „Eigi að síður verður ekki efázt um, að þessar sögur eigi ffá upphafi rætur sínar að rekja til þeirrar trúar, að einhverjar ósýnilegar verur séu í nábýli við mennska menn og ýmisleg skipti við þær geti átt sér stað“;17* ekki þó Árni Björnsson sem í ritgerð sinni heggur á tengsl trúar, venju og sagnar með einu hnífsbragði. Sögurnar vitna ekki um al- menna lifandi þjóðtrú, að mati hans, heldur em þær „í eðli sínu öðm fremur afþreying, munnlegt skemmtiefhi, barnagaman, uppeldisffæði, viðvar- anir, kímni, dæmisögur, lífsspeki, skáldskapur og fagurfræði" (85). Hann hefúr með öðmm orðum komist að „öðm fremur-eðli“ þjóðsagna, og væri fróðlegt að fá vitneskju um það sem þær em „einnig“ og „aukreitis“, en af því fer ekki sögum. Hér er ekki verið að snúa út úr orðum Árna, því röksemdaaðferð hans er fólgin í linnulausum úr- drætti í stíl; „nokkuð mun til í því“ ... „því má vera“ ... „að hafi nokkuð til síns máls“, er sagt með semingi þegar allt um þrýmr sem er „nokk- uð“ oft. Þá er mikið um lítilsvirðandi orðanotk- un þegar kemur að skoðunum sem skynsömum nútímamanni þykja ekki við hæfi; dultrúin á að hafa verið undantekning en ekki regla fýrr á öld- um, einkadund sérviturra einfara og einfálds al- þýðufólks sem náttúrað var fýrir hugarflug. Heimildir Árna styðja tæplega kenningu hans. Oddur biskup Einarsson hélt því til dæmis ffam að huldufólkstrú væri „hald almúgans“ í íslandslýsingu sinni um 1600, en það er leyst með því biskupi hafi vaxið svo í augum hjátrú landsmanna að hann taldi vidaust; einn varð að mörgum og fair að öllum. Biskup var auk þess sjálfúm sér ósamkvæmur, að mati Árna, því ekki er fýrr minnst á „almúga“ en sagt er að allir sæmilega viti bornir menn hafi álitið dularverur „hrekkjabrögð, tál og sjónhverfingar Satans“. Hér er horff ffam hjá túlkunarátökum sautjándu ald- ar, þar sem andaverur og dularvættir voru ýmist taldar til heims eða heljar; gengið var út ffá til- veru þessara fýrirbæra en þau túlkuð á mismun- andi hátt. Þá er horff ffam hjá því að í riti Odds má finna margar dulhyggjuhugmyndir þrátt fýrir vísindalegt viðhorf í mörgum greinum, en ritið á það sammerkt með fjölda heimilda ffá sautjándu og átjándu öld; munnmæli, galdra-og lækninga- kver, annálar, ævisögur og kvæði sýna oft og tíð- um flækiu hagnýtrar skynsemi, guðstrúar og for- neskjulegrar töfrahyggju, bæði hjá „einfaldri alþýðu“, menntuðum klerkalýð og veraldlegum embættismönnum. Árni bendir réttilega á að „svo langt sem rakið verður virðast menn á hverjum tíma hafa trúað á hjátrú fýrri manna en álíta hana sem næst útdauða á sínum eigin samtíma" (89). Bendir það ekki til þess að barátta kirkju og upplýsingar gegn dultrú almennings og veraldlegum skáld- skap um þriggja alda skeið, frá Cuðbrandi biskupi til Macnúsar Stephensens og upplýsingarmanna nítjándu aldar, hafi lítinn árangur borið; eða lugu þeir eins og séra Jónas ftá Hrafnagili sem að sögn Árna „lét“ svo sem hjátrú væri að deyja út um hans daga snemma á tuttugustu öld. Talað er um „ómeðvitaðar ýkjur eða óskhyggju nýrómantískra fræðimanna“ sem um og eftir seinusm aldamót „heimfærðu skáldlegt hugarflug upp á þjóðina alla“, sér til skemmtunar og af því dultrúað fólk þótti „svo náttúrulegt og óspillt og um fram allt skemmtilegt“. Hér er væntanlega átt við fræði- menn eins og Ólaf DavIðsson auk séra Jónasar sem ekki hefúr verið talinn til nýrómantískra skýjaglópa hingað til, enda sagði hann eitt sinn um þjóðtrú: „...það bindur eitt annað í þessum undarlegu og barnalegu kreddum og sögnum, og þó að oss finnist margt í því vera undarlegt og hjákátlegt, þá liggur einatt svo mikil alvara á bak við, jafnvel svo mikill sannleikur, að það sem oss virðist hlægilegt, verður alvarlegt og þess fýllilega vert, að því sé gaumur gefinn.“18) Sé þetta ný- rómantík er ég draugur í Dritvík. Séra Jónas á ailt um það að hafa hrundið á flot villuhugmynd sem hefúr verið innrætt (fólki um hundrað ára skeið, en samkvæmt heríni átti þorri almennings „að hafa trúað og tryði jafnvel enn upp til hópa á tilvist drauga og huldufólks“. Þessir fræðimenn „vildu blátt áfram að fólk væri eða hefði að minnsta kosti verið hjátrúarfúllt“ (skálmíri), að sögn Árna. Ástæður þessa „samsæris“ eru óljósar, eins og hér mátti sjá, því ýmist er talað um ómeðvitaðar ýkjur, óskhyggju, vísvitaðar lygar og afþreyingarþörf viðkomandi ffæðimanna; körlun- um leiddist ogþeir lugu. Slíkur áburður er auð- vitað með eindæmum og ekki er eftirfarandi sögukenning síðri: „Sakir þessarar innrætingar meðal síðusm kynslóða hafa sennilega aldrei fleiri íslendingar verið veikir fýrir dulhyggju en einmitt nú um stundir, nema ef vera skyldi á sautjándu öld“. Um þetta verður varla nema eitt sagt: höf- undur kann ekki hóf sitt fremur en Klaufi fiændi forðum, auk þess sem fúllyrðingar hans um af- stöðu fýrri fræðimanna eru beinlínis rangar, svo sem sjá má af eftirfarandi orðum séra Jónasar frá Hrafnagili: „Þjóðtrúin og þjóðsagnirnar hafá legið í blóðinu, og hugsanir og skoðanir, sem orðnar eru ættgengar mann fram af manni, upprætast ekki á faeinum áratugum; en þær breyta að nokkuru blæ sínum; en innra með mönnum lifir enn hin forna þjóðtrú og þjóðsagnir, og endurtekst og endur- vaknar enn í dag með degi hverjum“.19) Árni skýrir uppruna einstakra greina út frá hagnýtri skynsemi, skáldfiflahneigð og skemmt- unarþörf; þjóðsögur gegna svo dæmi sé tekið „sambærilegu afþreyingarhlutverki og spennu- bækur eða hryllings- og ævintýrakvikmyndir nú- tímans", að sögn Árna, þær lýsa „fýrst og síðast“ löngun fólks í spennandi skemmtun, þótt smnd- um eigi þær að skýra torskilin en náttúruleg fýrir- bæri; íslenskt landslag kallar oft á sögur þar sem ekki verða skil skáldskapar og vísinda, ritar Árni, auk þess sem rekja má kveikjur einstakra sagna og venja til „spurulla barna“ og „hugmyndaríkra viðmælenda"; varúðir, forboð, sögur um álaga- bletti, kletta og nykurtjarnir vom áhrifamikil uppeldistæki og stuðluðu að eðlilegri náttúm- vernd.20) Hér er tilgáta um ástæðu sett ffarn í 16) Hjalti Hugason: „Kristnir trúarhættir", 1988, 324 17) Sigurður Nordal: „Forspjall“, 1972, xvii 18) Sök séra Jónasar liggur kannski í lýsingu hans á trúaruppsprettum þjóðsagna og þjóðtrúar. „Það varð þannig í þeirra augum annar heimur á bak við þennan, sem þeir lifðu í, sem þeir sáu ekki né fúndu nema endrum og sinnum, þegar hann verkaði eða starfaði samhliða eða í og með hinum daglegu atburðum, eða vann og starfaði á bak við þetta daglega, stjórnaði því og leiddi það á ýmsa vegu ýmist til ills eða góðs. Með þessu móti fúndu menn margvfslegar skýringar á fýrirbrigðum tilverunnar..." („Formáli". ÞjóStrú og þjiðsarnir. Safnað hefir Oddur Björnsson. Akureyri, 1908, 2, 6-7) 19) Jónas Jónasson: „Formáli", 1908, 5 20) Svipuð raunhyggja kemur fram hjá Símoni Jóni Jóhannssyni sem taldi að sum hjátrú væri til orðin „út ffá verndarsjónarmiðum, til þess að vernda börn, bamshafándi konur o. fl. gegn hættum í umhverfinú', auk þess sem í henni felist „virðing fyrir umhverfinu og þeim lífheimi sem maðurinn er hluti af‘ {Sjö, níu, þrettán. Hjátrú íslendinga i daglega lifinu. Reykjavík, 1993, 7) IMYNDUI) KRAMTÍD ímynduð framtíð er hugsuð eins og stökk fram í tímann. Síðan er farið til baka og búin til leið að framtíðar- sýninni. ÆFING: Búðu til lýsingu á hvernig fyrirtækið, skólinn eða stofnunin ætti að verða í framtíð- inni. Ef um samkeppnis- aðila er að ræða, búðu þá til lýsingu á þeim. fmynd- aðu þér vöru eða þjón- ustu í framtíðinni, en láttu liggja milli hluta tækni- lega og fjárhagslega þætti. Búðu til leiðir að þeirri ímynduðu framtíð sem þú hefur skapað. HVAD EF...? Spurðu sjálfan þig: „Hverjar yrðu afleiðingarnar ef eitt- hvað ákveðið gerðist?" ÆFING: fmyndaðu þér eitthvað sem mögulega gæti gerst varðandi það verkefni/vandamál sem þú ert að fást við. Skoðaðu vel orsök og afleiðingu. Hvaða aðgerð- ir henta? Hvað ber að gera? Fjölnir haust '97 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.