Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 25

Fjölnir - 30.10.1997, Blaðsíða 25
það síðar. í öðru formi. Og við veljum æ oftar þessa frestun. Þess vegna hverfa játningar brúð- hjóna og fermingarbarna í myndavélasmellum og fyrsti grátur barnsins í fæðingunni heyrist varla fyrir leikstjórnarskipunum föðurins með töku- vélina. Og þessi sami faðir myndar öll afmæli og jól barnsins ffam undir fermingu og krakkinn, sem kann þetta orðið utan að (það hefixr enginn annar tíma til að horfá á myndirnar), þykir hafá grunsamlega gott minni. Þannig er að verða til ný og spennandi kynslóð fólks, upptekna kyn- slóðin, sem man allan andskotann þó að hún muni ekki alveg hvernig. „Ég man mjög vel eftir því — eða hvort ég sá það á spólu — þegar mamma og pabbi gáfú mér þríhjólið í jólagjöf." Og svo eru menn að hafá áhyggjur af því hvort fólk rugli saman bíómyndum og raunveruleika meðan upptekna kynslóðin lærir að þetta sé eitt og hið sama. A. m. k. í minningunni. í dag sá ég hvernig japanskur heimilisfáðir lém konu og börn ganga „eins og óvænt“ niður götuna á Montmartre, horfa í þessa áttina eða hina og beygja síðan inn í ákveðna götu til að ljúka skot- inu. Allt til að myndirnar úr þessari ógleyman- legu Evrópuferð komi sem best út. Og smám saman hleðst upp ógleymanleg reynsla af öllu tagi sem ekki verður tími til að ganga í gegnum. 2. júlí Á tónleikum Leningrad Cowboys í kvöld söng kór Rauða hersins með hljómsveit- inni að venju, og naut þess sem aldrei fyrr. Það var svolítið fyndið að sjá þá þenja sig fyrstu 20 mínúturnar en svo fór maður að hugsa. Og það kann ekki góðri lukku að stýra á rokktónleikum. Hvað eru þeir að gera þarna? hugsaði ég og var örugglega ekki einn um það. Og svarið lá nokkuð ljóst fyrir: Þeir voru að mjólka stemmningu sem hafði einu sinni verið svoh'tið spennandi en var horfin. Það að sjá kór Rauða hersins belgja sig út á sviði hafði einhvern tímann ljúfsáran undinón en núna var sá tónn horfinn og ekkert eftir nema holur hljómur nostalgíunnar og hringlið í kassanum. Það voru allir að leika sjálfá sig. En hvað var ég þá að gera þama? 20. júlí nmsterdam Aton er frá Senegal og býr í Amsterdam þar sem hann verslar með afríska list. Hann heldur því fram að við fæðumst hreint ótrúlega gömul, hann treysti sér ekki einu sinni til að nefna töluna, hún var svo há. Hann segir að á þeim níu mánuðum sem við mótumst í móðurkviði séum við að innbyrða upplýsingar og náttúrulegar niður- stöður ffá sjálfú upphafi lífsins, aht það sem þarf til að framkalla þetta einstaka; þig. Hann segir að það taki okkur síðan allt lífið að vinda ofán af þessum ósköpum, létta af okkur óbærilegu oki sögunnar og verða raunverulega ung. Það er hið náttúrulega markmið lífsins. Við erum alltaf að yngjast. Alveg frá því augnabliki sem við rjúfúm sambandið við móðurina erum við að yngjast en það tekur bara svo langan tíma að skrokkurinn hefúr ekki úthald í alla þessa yngingu og þreytist þess vegna og þreytist þangað til hann getur ekki meir. Mér finnst þetta svolítið falleg tihaga. Reyndar held ég að tíminn líði ekkt. Hann safnast upp. 36 ára maður er ekki búinn að tapa 36 árum. Hann hefúr þau öll til ráðstöfúnar hér og nú og hefúr sérstaka ástæðu til að fagna hverj- um degi sem bætist í safnið. Sá sem hefúr lifáð lengur er ríkari. Hann hefúr úr meiru að moða og því meira svigrúm í núinu. Miklu stærra svæði í tíma og rúmi að ráðskast með. Og svo þarf ekk- ert fyrir þessu að hafá. Maður þarf ekkert annað að gera en vera til og tíminn kemur til manns. Alveg ókeypis. Einfáldara gemr það ekki orðið. 12. júní-23. ágúst flmsterdam Reyqavilc_______________ í Galerie Akinci í Amsterdam var sýning á nýjum verkum eftir Thomas HOber. Þetta vom málverk og módel sem vöktu ekki sérstakan áhuga minn. Samt var Thomas „minn maður“ ámm saman, fyrir ekkert allt of mörgum árum. Og ég labbaði mér yfir tU Lizan vinkonu minnar og sagði henni að Thomas væri fárinn að þreytast. Þessi sömu verk komu í Listasafn íslands á vegum Hannesar LAr og Helga Þorgils og þá vom þau miklu skárri. Ekki vegna þess að þau væm orðin íslandsvinir heldur vegna þess að ÓLAFUR CIslason sagði mér á 3 mínútum agnarögn frá þeim hugmyndaheimi sem byggi að baki einu verkanna. Og það dugði tU að vekja áhugann og jafnffamt tiltrúna á afganginn. Það þarf oft ekki meúa til að veruleikinn breytist. Sé maður áhrifa- gjarn. 16. júlí Seté-Paris_________________________________ Tók eftir stelpu í lestinni á leiðinni til Parísar. Hún var að tala við vinkonur sínar, ffanskar, sagði þeim að berja sig. Fast. Miklu fástar. Þær þorðu ekki. Þá bauðst hún dl að berja þær, gegn því að í staðinn fengju þær að lemja hana fimm sinnum fástar og oftar. Þegar það gekk ekki, togaði hún hring af fingri annarrar vinkonunnar, setti hann á sig og sagði: Hvernig finnst mér nýi hringurinn minn? Verulega áhugaverð mann- eskja. Hún hélt áfram að reyna að vekja vinkon- urnar. Við tóku alls kyns litlir og sætir galdrar, dónalegir orðaleikir og móðgandi athugasemdir ásamt dásamlegum útúrsnúningum. Hún var frábær. Og þegar ég spurði hana hvað hún gerði, kom í ljós 16 ára skólastelpa ffá PensUvaníu. Hefði hún sagst vera 22 ára stand-up komíker á sýningaferðalagi eða gjörningalistamaður að leggja undir sig Evrópu, hefði ég trúað henni. En hún hafði ekki hugmynd um eigin útgeislun, eig- in augljósu hæfileika og komst ekki nær þeim veruleika en það að játa að smndum hefði hún valdið foreldrum sínum áhyggjum með talsmát- anum. Svona fer áhrifámesta listin ffam hjá besta fólki. Og kannski er það eins gott. Það er þá ekkert verið að ráðskast með hana. 17. júlí Hitti annan bullandi talent í dag, líka Amerík- ana. Þessi vissi af því. Hann vinnur sem kómíker og fer á milli stórborga samkvæmt tímaáætlun umboðsmannsins. Honum er fyrirmunað að koma út úr sér setningu án þess að vera fyndinn. Það er reyndar eins og hann þori ekki annað. Og eftir nokkrar mínútur erum við fárnir að kunna hvor á annan; ég skemmti mér við að leggja fyrir hann snömr, henda molum fyrir framan hann og hann nýtur þess að grípa agnið og snúa upp á það. Og ég skemmti mér vel. Alveg ókeypis. En þegar ég kveð hann hef ég á tilfinningunni að hann hafi verið að nota mig allan tímann til að prófá nýju brandarana sína. Og að hann muni ekki einu sinni hvernig ég lít út. Hvað þá að ég sé ffá íslandi. 13.júní-4. júlí Amsterdam — Hannouer var ögn hærra en tíðkast í myndasafni kjarnafjölskyld- unnar. Það er mikið af fallegu fólki í kringum Nan og það sem ekki er þegar dáið bíður dauðans í einni eða annarri mynd og þess vegna fyllist maður sérstök- um lífskraffi við að skoða myndirnar hennar. Og yfirlýsingar um nauðsyn þess að vinna „beint“ með raunveruleikann ganga út af manni í boða- föllum. Þegar ég sá verk Felix Conzalez Torres með Hlyni Hallssyni í dag varð ég að viðurkenna að það er líka hægt að vinna „óbeint“ og ná ekki síðri virkni. Hann er að fjalla um sama eyðnidauðann og Nan Goldin, sama söknuðinn, sama tóma- rúmið sem skapast þegar náinn vinur fellur í valinn, sama forgengileikann. Hann ber ekki síð- ur djúpa virðingu fyrir fólki og hún. Það endur- speglast í silffuðu sælgætisbréfinu utan um brjóst- sykurinn sem þekur gólfið. Þyngd molanna sam- svarar líkamsþunga látins eyðnisjúklings sem verkið heitir eftir, og þú beygir þig niður til að fa þér einn mola, tekur bréfið utan af og stingur honum upp í þig. Þú stingur honum upp í þig og finnur sætt bragðið uppi í þér, bragð sem end- ist nokkurn veginn jafn lengi og molinn og er svo horfið — og líkaminn hefúr eyðst sem mol- anum nemur. Það var eitt ekki ósvipað verk á Do-ft sýningunni á Kjarvalsstöðum í fyrra. Þá át ég brjóstsykurinn án þess að vita hvað hann stóð fyrir og bragðið var ekki nærri því eins sætt. 26. júní Kiel í Staadelijk Museum í Amsterdam var stóra Nan Coldin sýningin frá Whitney Museum. Þetta var eins og að ganga inn í fjölskyldualbúm í yfir- stærð, nema hvað hlut- fall ofbeldis, ástar, dauða og annarrar bannvöru í Hamborg var sýning sem hét Home sweet Home og skartaði nokkrum „listspírum núlista" eins og það heitir í gallspýjunum hans Braga á síðum Morgunblaðsins. Þar var skemmtilegast að fá að sjá loksins ljósmyndir Billinchams í réttum stærð- um, eftir að hafa séð þær flestar í tímarita- og bókaformati. Billingham er ungur Breti sem tek- ur myndir af fjölskyldunni sinni í öllu sínu mínus þriðja veldi; pabbinn bullandi virkur alki af skuggalegri sortinni, mamman akfeit og upp- stökk bredda sem gengur í skrokk á pabbanum þegar nauðsyn krefúr og svo er þarna einhver yngri bróðir og ólánsamur köttur á þvælingi í skítugri íbúðarholu. Þetta eru m. ö. o. myndir sem gætu sómt sér vel í fjórða hverju íslensku fjölskyldualbúmi. Fæstar þeirra geta talist „vel“ teknar, jafnvel ekki í flokknum „fjölskyldumynd- ir“ og fengjust tæplega afhentar í Hans Petersen án sérstakra leiðbeininga til ljósmyndarans um að hann þyrfti að athuga sinn gang eða láta líta á vélina sína. En það er auðvitað hluti af plottinu, eða, svo maður sé jákvæðari, galdrinum að baki áhrifamætti myndanna. Ég las það einhvers stað- ar að Billingham væri skilgetið afkvæmi nýjusm útgáfúnnar af goðsögninni um listamanninn. Að nú þegar allir em hættir að trúa því að menn þurfi að alast upp í veraldlegri fátækt til að verða andans menn sé orðið alveg bráðnauðsynlegt að koma frá alkóhólísku heimili til að vera tekinn alvarlega sem listamaður. Og mér brá óneitan- lega, því sjálfúr notaði ég þetta í viðtali úti f . u Hollandi fyrir þremur árum og þóttist vera að afhjúpa einhvern dulinn , '; ; ,7 ’ > prívathvata að mínum verkum. Svona getur maður verið dæmigerður, jafnvc I i iýi'C; i ~ ' sínum persónulegustu l; Æfflmhm m\ mm játningum. En Billing- 'OSTSTADT ham er flottur. Og öll hans fjölskylda. t/eusr. „Það er mikíð af fallegufólki í kringum Nan og það sem ekki er þegar dáið bíður dauðans í einni eða annarri mynd og þess vegna fyllist maður sérstökum lífikrafti við að skoða myndimar hennar. Ogyfir- lýsingar um nauð- syn þess að vinna „beint“ með raun- veruleikann ganga ut afmanni 'atoLlum. Fjölnir haust '97 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.