Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 5

Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 5
huganir varðandi skipulagsmál í Svíþjóð af íbúðarhúsabyggingum ættu ekki aff eiga sér staff, umfram þau afskipti, sem koma fram í mynd byggingarsamþykkta, heil- brigðissamþykkta og skipulagssamþykkta. Byggingarstarfsemin í bæjunum fór fyrst og fremst fram á vegum einkaaffila, sem byggðu hús í gróffaskyni. Tiltölulega lítið kvaff að byggingum íbúffarhúsa til eigin nota (svo- kölluff ,,egnahem“), enn minna aff bygging- um samvinnubústaða, íbúffarhúsabyggingar liæjarfélaga voru svo til óþekktar. Ríkisvald- ið áleit það ekki vera í sínum verkahring að hafa áhrif á, hve mikið væri byggt, hverjir byggðu effa hvemig væri byggt. Undantekn- ingar frá þessari stefnu voru þó aff nokkru gerffar á styrjaldarárunum 1914—18 og á ár- unum þar á eftir, en þá voru nokkrar ráff- stafanir gerðar til að hvetja byggingarstarf- semina, en þær ráðstafanir voru fljótlega af- numdar aftur. Breytinga á þessari afstöðu fer fyrst veru- lega að gæta eftir 1932, og nú er svo komið, aff segja má, að ríkisvaldiff hafi að fullu tekið á sig ábyrgð á þessari framleiðslu- grein, ábyrgð á því, hversu mikiff sé byggt, hvernig sé byggt og á hvaða verði sú þjón- usta, er þessi framleiðsla lætur í té, er seld. Enda þótt hér sé ekki um þjóffnýtingu að ræða, eru opinber afskipti á þessu sviði margfalt róttækari en á nokkru öðru sviði. Um verulegan ágreining á milli stjórnmála- flokka um þá stefnu, sem nú hefur veriff upp tekin í byggingarmálum, er þó varla lengur að ræða, enda þótt sá ágreiningur hafi verið mikill áffur, og hin nýja stefna hafi verið upp tekin og framkvæmd af sósíaldemókröt- um. Hverjar eru þá aðalástæður þessarar stefnubreytingar og og skýringar þess, að svo miklu róttækari afskipti ríkisvaldsins eru hér talin réttlætanlegri en á öðrum sviff- um? I stuttu máli má segja, aff þessar ástæffur stafi af því, aff bygging íbúffarhúsa hefur sérstaklega mikla þýðingu fyrir hagþróun- ina í heild og meiri félagslega þýðingu en flest önnur framleiðslustarfsemi. Byggingarstarfsemin hefur verið háð geysilegum sveiflum, sveiflum, sem bæffi hafa átt rætur sínar aff rekja til bre’ytinga á peningamarkaðinum og hugmynda hinna einstöku byggjenda um gróðavænleik bygg- ingarstarfseminnar. Þessar sveiflur hafa leitt til þess, aff vinnuafl hefur sogazt til byggingariffnaðarins á góffu árunum, og síð- Arkltektar Vér getum útvegað frá fyrsta flokks verksmiöjum alla lampa og annan Ijósabúnað, sem licefir nýtizku bygg- ingum. Leitið upplýsinga hjá oss áður en pér takið endanlega ákvörðun um Ijósabúnaðinn. Marine $11111 riiingsolíiir ftá hinu heimsþekkta ESSO firma, eru beztu báta- og skipaolíurnar, sem völ er á. Ef þér eruð ekki nú þegar farnir að nota þær, þá byrjið á þvf næst, þegar þér skiptið um olíu á vélinni. Þessar smurningsolíur henta hinum ýmsu vélum hér á landi: Lágþrýstivélar: Miðþrýstivélar: Háþrýstivélar: A. hraðgengar: B. hæggengar: Esso Extra Motor Oil eða Essolube Motor Oil Diol V-65 eða Diol V-78 Esstic HD eða Essolube HD Esstic HD eða Terola 65 og Diol 65 Hið íslenzka steinolíuhluÉafélag Reykjavik BYGGINGARLISTIN 1951,1 3

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.