Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 27

Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 27
ið og sezt á steiln. „Sá verður tvisvar feginn, sem á stein- inn sezt.“ Svona er útilegumannalíf í Reykjavík. Þar eru það fjöllin, sem bjarga tilverunni. Stundum larigar mann þó til að komast á gras og finna mjúka jörð undir fótum og ilm úr grasi. Hvar er sumarland bæjarbúans? Heiðmörk er líklega fyrirheitna landið. Stjórn bæjarins hefur haft þá forsjá, að tryggja bæn- um allmikið land utangarðs. Þar á meðal er hin svo- nefnda Heiðmörk. Land þetta liggur sunnanvert við Elliðavatn og Vífils- staði. Nú er í ráði að taka fyrst um sinn til ræktunar Elliðavatnsheiði og Hólmshraun, þar sem enn eru nokkrar skógarleifar og hefur þegar verið úthlutað þar nokkru landi handa félögum. Skógræktarfélagið hefur tekið að sér forgöngu um þessa ræktun og er það vel farið. I reglum um landnám og skógrækt á Heiðmörk, fyrstu grein, segir svo: „Heiðmörk skal vera dvalar- og hvíldarstaður Reykvíkinga og skal þeim öllum heimilt að dveljast þar, enda hlíti þeir reglum, sem settar eru um umgengni og umferð. Þetta er góður boðskapur. Til Heiðmerkur mun vera um 10 kílómetra leið frá Reykjavík, en frá Hafnarfirði miklu skemmra — til næstu marka. Nú hefur Hafnarfjörður sitt Kaldársel — að ógleymdu Hellisgerði, sem helzt ætti að stækka enn til muna. En þetta kemur nú ekki höfuðstaðnum við — fyrr en Hafnarfjörður er orðinn hluti af honum. — Og ef til vill kemur að því einhverntíma. Trjágróður í bæjarlandinu er ennþá mjög skammt á veg kominn, að því undanskildu, sem einstaklingar hafa komið í rækt í húsagörðum, enda hefur sú starf- semi verið til skamms tíma á tilraunastigi. Ef trjágróðurs á að gæta verulega á hinum stóru óbyggðu svæðum, sem eiga að verða lungu bæjarins, gagnar lítið að setja niður nokkur þúsund plöntur. Til þess þarf milljónir. Og það verður ekki framkvæmt á svipstundu. Til þess þarf langan tíma. Við skulum vona að yngsta kynslóðin fái að sjá góðan árangur af skóg- rækt í landi bæjarins. Það sýnir sig, að einstaklingar, sumir kunnáttulitlir, hafa komið upp hjá sér efnilegum trjágróðri. Það má segja, að þeir hafi getað gróðursett í skjóli húsa og girðinga. Þessu sé ekki til að dreifa í stórum og skj óllausum görðum bæj arins. Er ekki hægt að fá þar skjól, án mjög mikils tilkostnaðar, t. d. með þjéttum trjérimlagirðingum, sem brjóta vindinn, eða með belti af hinum harðgerða víði, sem alls staðar virð- ist þrífast? í skjóli trjágróðursins ætti svo að mega rækta fjöl- ærar blómjurtir í stórum beðum, í stað þess að hafa eina eða tvær raðir af einærum blómum í óralangri runu meðfram öllum stígum. Sú tilhögun hlýtur að vera nokkuð fyrirhafnarsöm og dýr. Sums staðar eru blómabeð, þar sem blandað er sam- an fjöldamörgum litum, í stað þess að láta hvert beð eða hvern part af beði hafa sinn lit hreinan, eða ef til vill tvo liti, sem vel fara saman. Mér finnst t. d. garður- inn við dómkirkjuna mjög viðfeldinn. Sama er að segja um blómin í kringum stöpulinn hans Jóns Sigurðssonar — hinn alltof háa stöpul — ég horfði oft á þau í fyrra sumar mér til ánægju. Annars þyrfti eitthvað meira en blómskrúð til að bjarga Austurvelli, sem er fremur ósmekklegur sjálfur og allur húsagrauturinn í kring ennþá leiðinlegri, þó að sumir myndasmiðir séu að setja þetta í túristabækur, í stað þess að velja einhverja manneskjulega staði í út- hverfum bæjarins, sem eru mildu betri. Þessar leikmannshugleiðingar um ræktunina leyfi ég mér að bera undir þá, sem vit hafa á, til vinsamlegrar athugunar. * Fegrun bæjarins hefur verið mjög á dagskrá að und- anförnu. Það er metnaðarmál bæjarbúa og reyndar allra landsmanna, að vanda útlit höfuðstaðarins eftir föngum. Þetta verður ekki gert eingöngu með því, að prýða einstök svæði með blómum, gosbrunnum eða myndum, sem stundum er erfitt að finna stað. Grundvöllur fegrunarinnar er bœjarskipulagið sjálft: Götur, torg og gróðurlönd, notkun landslags og útsýnar, staðsetning húsa, gerð þeirra, flokkun og samstilling eftir staðháttum. Allt þetta gefur staðnum sinn svip og sitt fegurðargildi, fyrst og fremst. Á eftir þessu öllu kemur skreytingin. Það er vanþakklátt verk og unnið fyrir gíg, að setja myndaskraut og rósaflúr á ólögulegan og illa gerðan hlut. Eins er um fegrun bæjar. Rétt nótkun landslagsins er höfuðatriði, sem oft vill sjást yfir. Reykjavík er byggð á sjö hæðum eins og Rómaborg. Líklega hefur þó Reykjavík að þessu leyti betur, þegar fram í sækir. Sumar þessara hæða eru ennþá lítt byggðar og óvíst, að hve miklu leyti þær eiga að byggjast og hvernig. Þarna er merkilegt verkefni til úrlausnar, sem ekki þolir langa bið. — Mótaðar myndir eða líkön hafa að undanförnu verið talsvert notuð hér til glöggvunar á ýmsum atriðum skipulagningar bæjarins. Væntanlega fá hæðirnar sín líkön, áður en langt líður. Aldrei verð- ur um of til þeirra vandað. Það skiptir svo miklu um alla ásýnd bæjarins, hvernig hæðirnar njóta sín. Enn vantar okkur fjölmargar opinberar byggingar, sem enginn veit, hvar eiga að vera í bænum. Fyrir fáum árum var nefnd kosin til þess að velja ráðhúsinu stað. Nefndarmenn voru kosnir eftir stjórn- málaskoðunum, sinn af hverjum flokki, enda mun árangurinn af starfi þeirra hafa þótt eftir vonum. Síðar var tekið það skynsamlega ráð, að bjóða húsa- meisturum til samkeppni um staðsetningu hússins og BYGGINGARLISTIN 1951,1 25

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.