Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 9

Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 9
félögunum hefur verið falin viss ábyrgð og skyldur varðandi byggingar íbúðarhúsa, að ríkið veitir bentug lán til byggingar og end- urbóta íbúðarhúsa, að ríkið veitir ákveðn- um tegundum fjölskyldna húsaleigustyrki. Sérstök ríkisstofnun, bostadsstyrelsen, hef- ur verið sett á fót til að hafa á hendi fram- kvæmdir og sjá um rannsóknir í byggingar- málum. Fyrir einstökum greinum þessarar starf- semi mun nánari grein gerð hér á eftir. 3. Skipulag starfseminnar Þrír aðilar hafa með höndum framkvæmd þessara mála: „bostadsstyrelsen", „lansbo- stadsnámnder" og „kommunala förmedlings- organ“. „Bostadsstyrelsen“ er ríkisstofnun, undir sérstakri stjórn. Hlutverk hennar er: 1) Að fylgjast með þróuninni á byggingarmarkað- inum, framkvæma rannsóknir varðandi byggingarþörfina og skilyrði byggingarstarf- seminnar og hafa með höndum hagskýrslu- gerð um byggingarstarfsemi, byggingar- kostnað o. s. frv. 2) Að rannsaka teikningar og lýsingar á byggingum, sem sótt er um lán fyrir, veita fyrirtækjum í byggingariðnaðin- um ráð og leiðbeiningar varðandi fyrir- komulag bygginga, leiðbeina undirstofnun- um í lénum og sveitarfélögum, láta í té teikningar af einbýlishúsum. 3) Að ákveða veitingu lána og húsaleigustyrkja til allra fjölbýlishúsa og til einbýlishúsa í bæjum með yfir 10.000 íbúum, hafa umsjá með þessum lánum, hafa eftirlit með starfsemi léns- og sveitarfélagsnefndanna. Stofnuninni er skipt niður í almenna deild, áætlunardeild, tæknideild, lánadeild og félagsmáladeild. „Lansbostadsnamnd“ er í hverju léni skip- uð 5 mönnum, fjórir eru tilnefndir af ríkis- stjórninni, þann fimmta, sem jafnframt er framkvæmdastjóri nefndarinnar, velja hinir fjórir. Verkefni nefndanna eru: 1) Að rann- saka í samráði við „hostadstyrelsen" ástand í byggingarmálum og byggingarþörf í lén- inu. 2) Að rannsaka teikningar og lýsingar þeirra bygginga, sem r.efndin veitir lán til. 3) Að ákveða veitingu lána og húsaleigu- styrkja til einbýlishúsa í öðrum sveitarfé- lögum en bæjum með yfir 10.000 íbúa, og hafa umsjá með þessurn lánum. Auk framkvæmdastjórans er gert ráð fyr- ir, að hjá nefndunum starfi byggingarverk- fræðingar og arkitektar. „Kommunala jörmedlingsoTgan“ eru valin af sveitarstjómunum sjálfum, og engin al- menn fyrirmæli eru gefin um það, hvernig þessari starfsemi skuli fyrirkomið, en það er að sjálfsögðu mjög breytilegt eftir stærð sveitarfélaganna. Verkefni þessara stofnana eru: 1) Að gera áætlun í samráði við „bo- stadsstyrelsen“ um byggingarstarfsemina í sveitarfélaginu (þessi skylda hvílir þó að- e*ns á sveitarfélögum með meira en 10.000 bYGGINGARLISTIN 1951,1 Vér framleiðiuii: Hurðir, þiljur, glugga, eldhúsinnréttingar. Látið fagmenn teikna. Vér gerum tilboð og smiðum samstundis. Góðir fagmenn . Rétt verð . Vönduð vinna BYGGIR H.F. SAMBAND ÍSL. BYGGINGARFÉLAGA Reykjavík . Sími 6069 Helgi Guðmundsson piþulagningameistari Snorrabraut 81 . Sími 5149 Hitalagnir Vatnslagnir Hreinlietistæki FRAUÐSTEYPA ( Cellebeton ) er ólífrænt einangrunarefni. Einangrunarhæfileikinn byggist á ótal loftbólum, sem eru inni- lokaðar í steypunni (3000—8000 pr. cm3). Varmaleiðslu tala kcal Eðlisþyngd: 0,3 t/m3. FrauBsteypa er seld i plötum, blokkum og i lausu mdli. 7

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.