Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 34

Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 34
Perspektiva glnggdr í Búnaðarbankabygging- unni eru eingöngu Perspektiva gluggar Einkaumboðsmenti fyrir PERSPEKTIVA a/s: DAXÍEL ÓLAFSSON & Co h.f. Útvegum, smíðum og setjum upp kælivélar fyrir matvælageymslur í íbúðar- húsum, sjúkrahúsum, skólum og veitingahúsum. Margra ára reynsla vor tryggir öruggan rekstur. EinkaumboO fyrir A/S Atlas i Kaupmannahöfn. Hlutafélagið DAMAR bættu lóðargjaldi og áætluðum rekstrar- kostnaði, jöfnuðum yfir allan þann tíma, sem lánið hvílir á húsinu. Aætlaðar vaxta- og afborganagreiðslur af eigin framlagi mega þá ekki vera hærri en sanngjarnt getur talizt, eins og nánari grein mun verða gerð fyrir síðar. Upphæð lánsins er mismunandi eftir því, um hverskonar fyrirtæki er að ræða. Þessi upphæð er miðuð við ákveðinn hundraðs- hluta af hinu svokallaða „avkasntingsvarde" en með því er átt við viðurkenndan hygg- ingarkostnað að frádregnum þeim yfirkostn- aði, sem afskrifast þegar í stað í sambandi við veitingu „tillaggslán", eins og vikið verð- ur að síðar. Þessi ákveðni hundraðshluti er 15% fyrir einkafyrirtæki, 25% fyrir sam- vinnuhyggingarfélög og 30% fyrir sveitarfé- lög og „allmánnyttiga företag". Ibúðarhús, sem atvinnurekendur byggja fyrir verkafólk sitt, geta fengið lán með sömu kjörum og byggingarsamvinnufélög. Er þá gert ráð fyr- ir, að hægt sé að fá í þeim stofnunum, sem slík lán veita, fyrsta veðréttarlán, er næmi 60% af verðmæti hússins og annarsveðréttar- lán, er nemi 10%. Ef ekki er hægt að fá slík lán að þessari upphæð á viðunandi kjörum, er heimilt að hækka fyrrgreinda hundraðs- hluta í 30%, 35% og 40%. Slík hækkun, eða réttara sagt dýpkun, lánsins, hvort sem um er að ræða „tertiárlán" eða „egnahems- lán“, er þó tiltölulega sjaldgæf eins og er. Hún hefur fyrst og fremst komið til greina við lánveitingar til íbúðarhúsa sums staðar í Norður-Svíþjóð, og í þeim tilfellum, þegar bankar eða sparisjóðir hafa ekki fengizt til að leggja sama matsverð til grundvallar og „Bostadsstyrelsen". Ef um almennan fjár- skort, likviditetserfiðleika, peningastofnana yrði að ræða, gætu þessi ákvæði einnig feng- ið þýðingu, en til þess hefur ekki komið, svo alvarlegt geti talizt, síðan hin nýja löggjöf gekk í gildi. Eigið framlag lántakenda verð- ur 15%, ef um einkafyrirtæki er að ræða, 5% hjá byggingarsamvinnufélögum og ekk- ert hjá sveitarfélögum og „allmánnyttiga företag". Vextir þessara lána eru 3%, og þau greið- ast með jöfnum árlegum afborgunum á 40 árum, ef um steinhús er að ræða, en annars á 30 árm. Einkafyrirtæki verða þar að auki að greiða aukalegar afborganir fyrstu sex árin, er nema 1% af lánsupphæðinni. Sú breyting á „finansieringu" íbúðarhúsa- hygginga, sem þessi þriðja veðréttarlán fela í sér, miðað vjð það, sem áður var, er í stuttu máli, að ríkislán koma hér í stað framlags frá eiganda fasteignarinnar eða lánum frá einkaaðilum. Svo mikil áhætta hefur verið talin fólgin í því að leggja fé í fasteignir með tryggingu á bilinu 70—100% af byggingarkostnaðinum, að engar láns- stofnanir hafa veitt lán í því skyni. Þetta fé hefur því komið frá eigendum fasteignanna, sem þá hafa ekki viljað leggja það fram, þ. e. a. s. byggja, nema miklar gróðavonir 32 1951,1 BYGGINGARLISTIN

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.