Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 10

Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 10
GOSULL einangrar kulda hita hljóð eld Hitastreymistalan K — 0,0326 Laus GOSULL, 20 kg. pappirspokar, notað i tróð o. £1. Hnökruð GOSULL, 20 kg. pappírspokar, blásið loftrúm. Vírnetsmottur, 2"—4", lagðar á katla. Pappírsmottur, 4 cm„ vafðar um rör og vatnsgeyma. GOSULL hefur verið notuð mikið til alls konar einangrunar um allt land. Spyrjið þá sem reynt hafa. Eingöngu innlent hráefni. EINAKGRUSí H.F. Einholti 10 . Reykjavlk . Simi 2287 THERMOPANE er framleitt úr tveim eða fleiri glerskifum með loftþéttu rúmi milli skifanna. THERMOPANE er mjög heppilegt í hinni köldu og um- hleypingasömu veðráttu hér- lendis. Þrir aðalkostir THERMCPANE eru: 1. Útilokar móðu og frost af gluggum. 2. Einangrar gegn hita, kulda og hávaða. 3. Ávallt hreint og vel gegnsætt. Ekkert vatn safnast í glugga- kisturnar. Allar frekari upplýsingar d skrifstofu okliar: Eggert Kristjánsson & Co. h.f. íbúa), að safna gögnum vegna hagskýrslu- gerðar „bostadsstyrelsen“, að leiðbeina fyr- irtækjum í byggingariðnaðinum varðandi framkvæmdir þeirra. 2) Að taka við teikn- ingum og byggingarlýsingum og koma þeim áfram til réttra aðila. 3) Að taka við og koma áfram umsóknum um lán og húsa- leigustyrki, veita aðstoð við útborgun og umsjá lána og styrkja, hafa eftirlit með að byggingar séu framkvæmdar í samræmi við sett skilyrði. Til hægðarauka bæði fyrir umsækjendur lána og stofnanirnar sjálfar er áherzla lögð á að veita upplýsingar um þær tæknilegu kröfur, sem gerðar eru, og rannsaka skissur og lýsingar þegar á frumstigi undirbúnings. Framkvæmdir má ekki hefja fyrr en um- sókn hefur verið afgreidd. Lánaveiting fer hinsvegar ekki endanlega fram fyrr en bygg- ingu er lokið. Gert er ráð fyrir, að yfirleitt séu bankalán, „byggnadskreditiv", veitt á meðan á byggingu stendur, en bráðabirgða- lán er þó liægt að veita í vissum tilfellum. Þetta skipulag ber sterkan keim „central- iseringar". Það liefur þó verið talið æski- legt, að starfsemin verði, þegar fram líða stundir, færð meira yfir á lénsnefndir og sveitarstjórnir. Enn sem komið er, er þó tal- ið, að þessa aðila skorti reynslu og hæfa kunnáttumenn til að taka ábyrgðarmeiri verkefni að sér. 4. Lánveitingar ríkisins Lánveitingarnar eru mismunandi eftir því, hvort lánin eru veitt til einbýlishúsa, sem lántakinn sjálfur býr í, og tvíbýlishúsa, þar sem lántakinn býr í annarri íbúðinni, eða fjölbýlishúsa. Lán til hinnar fyrrnefndu tegundar húsa eru nefnd „egnahemslán" til hinnar síðari „tertiárlan" og „tillaggslán". a. „Egnahemslan“. Skilyrðin fyrir veitingu „egnahemslán“ eru í aðalatriðum þau, sem nú skal greina. 1) Að íbúðin sé a. m. k. tvö herbergi og eld- hús, og sé hún ekki stærri, sé jafnframt hægt að innrétta herbergi í rishæð. Þessi regla var sett á þessu ári. Áður var sú regla í gildi, að íbúðin varð að vera a. m. k. þrjú herbergi og eldhús, að flatarmáli 70 ferm. eða þar yfir, ef húsið var í bæ eða kaup- túni, en tvö herbergi og eldhús, a. m. k. 60 ferm., ef húsið var í sveit. Fyrir tveggja her- bergja íbúðirnar gilti þá sama regla og nú, að hægt varð að vera að innrétta rishæðina. Sé um tvíbýlishús að ræða eru þessar kröf- ur aðeins gerðar til annarar íbúðarinnar. 2) Að í húsinu sé miðstöð og bað, og það sé tengt almennu vatnsleiðslu- og frárennsl- iskerfi, eða séð sé fyrir slíkum leiðslum, standi húsið ekki í þéttbýli, að nægar geymslur séu í húsinu og viðunandi eldhús- innrétting. 3) Að húsið sé byggt á þeim Framli. á 30. bls. J 8 1951,1 BYGGINGARLISTIN

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.