Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 11

Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 11
UPPHAFSORÐ Lengi hafa íslenzkir húsameistarar Laft hug á því, að stofna tímarit um áhugamál sín og allra þeirra, er láta sig varða byggingamál. Húsameistarafélag Islands vill nú freista þess, að koma slíku tímariti á fót og vildi mega búast við svo góðum undirtektum, að ekki yrði örvænt um framhald. Hér er ekki einungis um að ræða fræðigrein og áhugamál fámennrar stétt- ar, heldur einnig -—- ef að líkum lætur — áhugamál alls almennings. Þó að hér flæði úr pennum ágætra rithöfunda endalaust, er ótrúlega fátt skrifað við hæfi almennings um hagnýta hluti, eða notagildi og menningar- gildi þeirra hluta, er fólk á við að búa. Hér vantar einn meginþátt í uppistöðu íslenzkrar menningar. Byggingarlist flestra annarra menningarþjóða stendur á gömlum merg og á aldagömul ítök í hugum fólksins, er hefir daglega fyrir augum þróun þess- arar listar. íslendingar hafa flestir farið á mis við þetta uppeldi. Þeir hafa til skamms tíma búið við lítinn húsakost og of lítil kynni haft af góðri byggingarlist. Almenningi, er leita vill fróðleiks um þessi efni, verða oftast hendi næst óvalin tízkublöð, er stundum fjalla um hús og húsbúnað af lítilli þekkingu og lítilli smekkvísi og birta oft furðulegustu hluti sem fyrirmyndir, með við- eigandi skrumi. Dægurflugurnar eru stundum til gamans, en þær geta haft viðsjárverðan brodd — sjaldan það hunang, sem búist er við. Hér eru reist alls konar hús fyrir marga tugi milljóna á ári hverju. Hvern- ig er þessum milljónum varið? Eflaust er mörgum ljóst, að hér er nokkuð í húfi. Og mörgum er spurn: Hvað hefir nú á unnizt og hvert stefnir forganga þeirra, er framvegis eiga að hýsa landið? Hvað getum vér lært af öðrum og hvað leggjum vér sjálfir til þessara mála? Um þetta mun tímaritið flytja ýmsan fróðleik, í máli og myndum. Hús og húsbúnaður, skipan byggðar í bæjum og sveitum, ný og gömul tækni, listrænir hlutir — og jafnvel ljótir hlutir — munu koma hér á vett- vang og standa fyrir sínu máli eftir föngum, þó að af kunni að hljótast nokkur styr. íslenzkt tímarit um byggingarlist ætti að geta orðið almenningi, ekki síð- ur en sérfræðingunum, nokkur fengur, bæði til skemmtunar og betri skiln- ings á þeirri listgrein, er lengst hefir orðið út undan hér á landi. Og vel væri, ef það gæti stuðlað að nánara samstarfi allra þeirra, er hér stunda húsagerð og skyldar greinir og gengist fyrir að skapa hér þann húsakost, er sam- rýmst gæti hag og háttum lands og þjóðar. SIG. GUÐMUNDSSON, form. Húsameistarafélags íslands. BYGGINGARLISTIN 1951,1 9

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.