Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 17

Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 17
fyrir rafknúnu flutningsbandi, sem flytur skjöl milli deilda, til vélfærslustaðar og þaÖan í gjaldkerastúku, og er því af þessu allmikill vinnusparnaður. Ofangreint fyr- irkomulag og flest það, er máli skipti, var gert í samráði við Hauk Þorleifsson, að- albókara bankans. Innanstokksmuni þessarar hæðar teikn aði, eins og áður segir, Skarphéðinn Jó- hannsson arkitekt. Mun slíkt vera fátítt þegar þess er gætt, að samtímis lauk hann prófi í arkitektur. Afgreiðsluborð, þilj- ur og húsgögn eru úr „mahogny“, rið úr ;,oregonphine“, en handföng og þesshátt- ar úr messing. Utanborðs eru gólf lögð ljósgulum marmara, en innanborðs ljósgulum gúnnnídúk. Veggir og loft eru í þrem lit- um: mjög Ijósgrátt, citrongult og cobolt- blátt. Langveggur er klæddur pappaplöt- um, perforeruðum, en að baki þeirra er klætt með glerull til þess að draga úr hljóði. Veggskreyting er úr rafmagnsvír, ýr- græn á gulum grunni, upphleypt, en hana gerði Sigurjón Ólafsson, myndhöggvari. A annari hæð er bankaráð, skrifstofur bankastjóra og lögfræðings bankans, bið- stofur og endurskoðun, en innanstokks- muni teiknaði Börge Mogensen arkitekt. Þá eru einnig á þessari hæð teiknistofur landbúnaðarins. Byggingin var gerð samkvæmt reikn- mgi svo og innanstokksmunir, en mest af því, sem gert var erlendis, var boðið út í Gunnlaugur Halldórsson: BúnaSarbankinn Efri myr.d: Horn skrifstofustjórans. Neðri mynd: Veggskreyting á langvegg. Englandi, Svíþjóð og Danmörku. Bezt kjör fengust á flestum hlutum í Dan- mörku og þar var því mest af því smíðað, sem til þurfti erlendis frá, svo sem box- útbúnaður, öryggishurðir, spjaldskrár- skápar, lyftur og fleira. IÐNAÐARMENN: Aðalverktaki: Jón Bergsteinsson, múrarameistari. Trésmíði: Magnús Bergsteinsson, húsasmíðameistari. Raflagnir: Eiríkur Hjartarson & Co. Hitun og hreinlætistæki: Grímur Bjarnason, pípulagningameistari. Málning: Jóhann Sigurðsson og Kjartan Karlsson, málarameistarar.

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.