Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 29

Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 29
húsa Verði a'ö háttum svipuÖ annarri vel skipulagffri framleiffslu. Húsiff sé samsett af vel hugsuðum og f jöldaframleiddum „stand- ardelementum" en affalformi hússins ein- ungis sett þau mörk, er felast í modul-stærð- inni, því þaff er álit vort aff byggingarmálin séu ekki á því þroskastigi að verjandi sé aff fara að nokkru ráffi út í byggingu standard- íbúða og standardhúsa. Steypumót Gerff steypumóta við húsbyggingar í landinu hafa ekki tekið teljandi breytingum síðan í byrjun aldarinnar, að fyrst var fariff að nota steinsteypu viff húsagerff hér. Þetta er þeim mun torskildara, sem vér Is- lendingar byggjum allra þjóffa mest að til- tölu úr steinsteypu, og ættum því öffrum fremur aff hafa unnið að fullkomnun tækni hennar. Hin úrelta mótasmíði er seinvirk, vinnufrek og þurftarfrek á hið innflutta timbur. Efnið bútast niður, rýrnar, verður óþjálft til notkunar í annað sinn, ódrýgist um ca. 20% hverju sinni sem þaff er notaff (á hverri hæff). Um vinnu á venjulegum steypu- mótum má benda á, að hún er öllu meiri en meginvinna við timburhús af sömu stærð, svo aff ef ekki verður skjót breyting á, er ástæffa til aff undirstrika þetta til málsbóta t i mburhúsagerff. Standardmót Flestar þjóðir eru nú aff hverfa frá hinni úreltu mótasmíði og taka upp notkun stand- ardmóta. Nefndin hefur kynnt sér mótagerff- ir af þessu tagi frá ýmsum löndum, svo sem Bandaríkjunum, Englandi og Danmörku, eru þær mjög misjafnar og af ýmsurn gerð- um og þarf vel að vanda til vals þeirra. Þá þykir nefndinni rétt aff beina athygli Fjár- hagsráffs að því, aff hér á landi hefur ungur húsameistari, A. Richter, unnið mikið aff lausn þessa máls og virðast mót hans hand- hæg og í ýmsu standast þær kröfur, er gera verður til slíkra móta, en þau eru enn á til- raunastigi. Þá hefur nefndin leitazt við aff gera samanburð á notkun standardmóta og venjulegra móta og aff nokkru stuffzt viff á- ætlaffan kostnað á mótum Richters. Til grundvallar var notuð hæð í venjulegu húsi 94 m2 meff steyptum innveggjum og venju- legri lofthæff. Venjuleg mót: Mótatimbur................ Kr. 12.000.00 Mótavinna etc.............— 5.140.00 Kr. 17.140.00 Afgangstimbur (20% rýrnun) — 9.600.00 Kr. 7.540.00 Standardmót: Reiknaff með aff nota megi þessi mót 10 sinnum á ári og að stofnkostn- aður sé 50.000. 7% rentur af 50.000.00. 3.500.00 pr. hæff............ Kr. 350.00 10% fyming 5000. Pr. hæff .... — 500.00 Leiga á mótum pr. hæff....... — 1.000.00 Uppsetning mótanna 27 dagsv. — 2.700.00 Kr. 4.550.00 Þessum tölum ber aff vísu að taka með nokkurri varúff þó vér þykjumst hafa áætlaff hina óvissu liffi, vinnuna við standardmótin, ríflega. Ollum má þó vera ljóst aff hverju ber að stefna, að minnsta kosti hvað snertir allar venjulegar byggingarfamkvæmdir, sér í lagi þegar gætt er annarra kosta standard- mótanna, sem um getur hér á eftir. Múrhúðun Steypan úr venjulegum mótum er óslétt og óásjáleg og verður því trauðla hjá því kom- ist að múrhúffa hana. Standardmótin, sem eru úr sléttum flek- um, eru oft lakkborin, svo flekarnir eru laus- ir viff steypuflötinn, þegar spennur eru los- aðar, en steypan er slétt og áferðarfalleg og þarf engrar múrhúðunar við, aðeins smá- vegis hreinsunar um samskeyti flekanna. Sé einangrun hagaff eins og hingaff til hefur tíðkazt verffur ekki komist hjá því aff múrhúffa útveggi að innan, en affrar ein- angrunarleiðir eru hugsanlegar og sumar reyndar í öðrum löndum. Þá kæmi til greina að gera einangrunarflögur sléttar annars- vegar svo þær mynduðu sléttan veggjarflöt að innan, eða vatnsþéttar flögur t. d. glacer- aðar, til einangrunar utan á útveggi. Þá skal þess getiff að víða er nú farið að slétta steinsteypu í gólfum jafnóðum og hún er lögð í mótin. Þegar þess er gætt aff múrhúffun á hæð í húsi af sömu gerff og áður getur, 94 m2, kostar 7200 kr. auk efnis er kostar 4300 kr. og að þennan kostnað er að verulegu leyti liægt aff losna við meff bættum steypumót- um, sem þó verffa mun ódýrari í notkun (sér í lagi hvaff erlendan gjaldeyrir snertir), verður því ekki í móti mælt að oss beri nú þegar aff hagnýta okkur reynslu annarra í þessum efnum. Steinsteypa Vitaff er að hlaffin hús eru ódýrari en steypt hús, affallega vegna mótasparnaffar en notkun hleffslusteina takmarkast af skorti á upplýsingum um þrýstiþol, einangr- unarhæfni o. fl. A þessu þarf aff ráffa bót, rannsóknir verða aff fara fram á „standard" hleffslusteinum frá hinum ýmsu framleið- endum og verffur þá hægt að sjá hve stór mannvirki er hægt aff byggja úr þessum hleðslusteinum, hinir mismunandi eiginleik- ar þeirra koma í ljós og hægt er að gera samanburð á þeim og ýmsum steyputegund- um. Á íslandi hefur notkun steinsteypu farið mjög í vöxt á síðari árum og er nú svo komið aff til húsagerðar er þetta byggingar- efni lang mest notaff, enda hvergi í heimin- um notaff eins mikið til húsagerðar ef mið- aff er viff byggffan húsafjölda. Þaff virffist því einkennilegt aff það fyrirfinnast engar reglur effa ákvæði (normur) sem mæla fyrir um útreikninga og meffferff steypu, nema þaff litla, sem stendur í byggingasamþykkt- um. En þaff eru mörg atriffi, sem koma til greina þegar á aff ákveffa gæffi steinsteyp- unnar, eins og til dæmis magn steinlímsins, magn sandsins, kornastærð sandsins, steina- magn, vatnsmagn o. fl. o. fl., en um gæffi steypunnar verffur aff vera næg vitneskja ef um nákvæma útreikninga er að ræffa. Hér virðist vera mikiff verk fyrir Atvinnudeild Háskólans aff vinna sem getur orffið afar þýffingarmikið fyrir þjóðarheildina, því víð- tækar rannsóknir á steinsteypu í ýmsum blöndunarhlutföllum meff mismunandi sand- tegundum, vatnsmagni o. s. frv. myndu vafa- laust leiða í Ijós að hægt er aff spara mikið af steinlími, og þó fá nægilega góða stein- steypu. Nú er þaff venja, í flestum tilfellum, aff þeir, sem reikna út byggingar úr stein- steypu, styffjast viff erlendar „normur“ og balda sér þá innan öryggistakmarka, sem venjulegast eru sett of hátt, vegna óvissunn- ar um raunverulegan styrkleika steypu þeirrar, sem reiknað er með, og verður þá steypan dýrari, en hún hefffi þurft aff vera. Til þess aff skýra þýffingu þessa máls með nokkrum tölum viljum við tilfæra eftirfar- andi: Fyrir nokkrum árum var þaff almennt að nota steypublöndu 1:2:3 í næstum alla járnbenta byggingahluta og er þetta mikiff notaff ennþá. Reykjavíkurhær hefur á und- anförnum árum reist margar stórbyggingar, hefur verið vandaff til þeirra og meffal ann- ars haft gott eftirlit og steinsteypan rann- sökuð. I þessar byggingar var notuff steypa með blöndunarhlutf. 1:3:3, þ. e. sandurinn var aukinn, en viff þaff spöruffust 50 kg. af steinlími pr. m3 af járnbentri steypu. Styrk- leiki steypunnar reyndist alltaf nægilegur. Fyrir byggingu eins og viðbótarbyggingu Laugarnesskólans, þar sem járnbent steypa er 675 m3, sparast 33.75 tonn af steinlími. Vitað er, aff hægt er að fara lengra niður meff steinlímsnotkunina, en þá útheimtist ennþá nákvæmari vitneskja og þekking á tilbúningi steinsteypu. Það skortir þó mikiff á aff þeir iffnaðarmenn, sem eiga aff sjá um tilbúning steinsteypunnar hafi almennt þá þekkingu til aff bera, sem nauffsynlegt er, til þess aff hægt sé aff vera öruggur um aff þeir búi til góða steinsteypu. Því þaff er vitanlega gagnslaust aff vís- indalegar rannsóknir leiði í Ijós hvaffa blöndur af steinlími, sandi, möl og vatni gefa bezta raun, við tilbúning steinsteypu, ef sá, sem sér um steypuna, veit til dæmis ekki um mikilvægi þess aff nota sem minnst vatn í steypuna, heldur eykur vatnsmagniff, til þess aff léttar sé aff „leggja niður“, en BYGGINGARLISTIN 1951,1 27

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.