Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 13

Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 13
I j BÚNAÐARBANICAHÚSIÐ Arkitekt: GUNNLAUGUR HALLDÓRSSON Húsgögn: SKARPHÉÐINN JÓHANNSSON, BÖRGE MOGENSEN arkitektar Hilmar Stefánsson bankastjóri fól mér 1943 að gera teikningar að byggingunni og ganga frá öðrum undirbúningi. I byggingaráætlun sinni ætlaði hann mér IV2 ár til þeirra starfa, en því er þess get- ið hér að slíkur skilningur á störfum arki- tekta er því miður sjaldgæfur og venjan sú að veita þeim allt of skamman tíma í upphafi til hins þýðingarmesta hluta starfsins. Lóð bankans milli Hafnarstrætis og Austurstrætis er aðeins 427 m2 — 15,5 m með götu og 28 m á dýpt, milli gatna, og mætti því segja að ekki veitti af hagsýni á hinni þröngu lóð, en þegar hér var kom- ið, hafði hinn tvítugi banki þrítugfaldað umsetningu sína og tvívegis sprengt af sér fjötra húsnæðisins. Af þessum sökum er skiljanlegt, að gert var, af forráða- mönnum bankans, ráð fyrir verulegri aukningu viðskiptamanna. Um gerð hússins réð annars mestu bankasalurinn. Byggingin hlaut að verða súlnabygging, svo hægt væri að opna framhliðina alveg, og þannig vega að Gunnlaugur Halldórsson: Búnaðarbankinn Til vinstri: FramhliS að Austurstrœti. Efst: vatnsþétt öryggishurð í kjallara. _

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.