Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 19

Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 19
KLUKKUTURN VIÐ HÓLADÓMKIRKJU A rkitekt: SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Klukkuturn á Hólum var reistur til minningar um Jón Arason biskup og vígður á síðastliðnu sumri. Turninn stendur um 10 m frá langhlið kirkjunnar, brekkumegin og nokkru aftar en gafl forkirkjunnar. Flatarmál turnsins er í gólfhæð 3,70X4,00 m, áuk útskots fyrir legstað og minningartöflur. Við þakbrún eru hliðar turnsins ca. 25 sm minni á hvern veg, svo að turninn gengur lítið eitt að sér. Hæð frá jörð upp að þakbrún er 18 m, en öll hæðin 25 m, eða nál. þreföld hæð kirkjunnar. Hið mikla skólahús, er stendur á allhárri brekku- brún ofan við kirkjuna, hefur löngum þótt spilla mjög afstöðu kirkjunnar og bera hana ofurliði á staðnum. Til þess að hefja kirkjuna upp úr þessari niðurlæg- ingu og koma jafnvægi á heildarmynd staðarins, varð að gera turninn allstóran í samanburði við kirkjuna og stærri en svo, að hann gæti staðið fast við kirkjuna sða mjög nálægt henni. Turnveggir og stigi eru af járnbentri steypu. Steypt var í hefluð mót og var tekin upp sú nýbreytni, að ytra borð var skarað um 4 sm og brúnirnar sniðskornar („fas- aðar“). Þessi lárétta lagskipting er ekki mjög áberandi, en sýnist gefa viðfeldinn veggflöt. Engin húðun er á veggjunum, en þeir eru málaðir með Ijósri steinmálningu. Milli turns og kirkju er lágur steingarður, sem ekki nær þó alveg að kirkjuveggnum. Spíran er af tré —innviðir „Oregon pine“ — eirþakin. Yfir dyrum að utanverðu er marmaratafla með áletr- un: „Jón Arason 1550—1950.“ BYGGINGARLISTIN 1951,1 17

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.