Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 33

Byggingarlistin - 01.01.1951, Blaðsíða 33
sem uppfyllir hin áðurnefndu skilyrði, enda þótt efnahagur hans sé mjög góður. A hinn bóginn er lánið ekki veitt, ef efnahagur um- sækjanda er svo bágborinn, og tekjur hans svo litlar, að ekki eru líkur til, að hann geti staðið í skilum með vexti og afborganir. Ætlast er til, að slíkar fjölskyldur leiti til hinna ódýrari íbúða fjölbýlishúsanna. Séu sérstakar ástæður fyrir hendi, er gerir það æskilegt, að fjölskyldur í svo slæmum fjár- hagsástæðum fái kost á að búa í einbýlis- liúsum, t. d. mikill bamafjöldi, getur sveit- arfélagið tekið að sér byggingu hússins. Sveitarfélaginu er þá veitt lánið, en það getur síðar meir flutt það yfir á íbúa húss- ins, ef þeir reynast færir um að standa undir láninu. „Egnahemslán" eru fyrst og fremst veitt einstaklingum, en heimilt er einnig að veita það sveitarfélögum, ekki sízt með tilliti til þeirra aðstæðna, sem hér að framan eru nefndar. Samfara „egnahemsláninu“ er veitt vaxta- trygging á þeim lánum, sem liggja undir þessu láni. Verði lántaki einhverntíma á tíu fyrstu árunum eftir að lánið er tekið að greiða hærri vexti en 3% á neðri lánunum er heimilt að gefa honum eftir af greiðslum vaxta og afborgana sem vaxtahækkuninni nemur. Þetta ákvæði er sett til þess að skapa tryggingu, þar sem lánin eru með hreyfan- legum vöxtum. Sem stendur koma engar slíkar greiðslur svo neinu nemi til greina. Lán eru einnig veitt til meiriháttar endur- bóta á íbúðarhúsum í sveitum, og sérstök ákvæði eru um lán til byggingar íbúðarliúsa fyrir landbúnaðarverkamenn og fiskimenn. Ennfremur eru lán veitt til byggingar sam- eiginlegra upphitunarmiðstöðva og þvotta- húsa í einbýlishúsahverfum. b. „Tertiar"- og „tillaggslin Þessi lán eru veitt til byggingar f jölbýlis- húsa, þ. e. húsa með a. m. k. þremur íbúð- um. Þeir aðilar, sem geta fengið þessi lán, eru einstaklingar og einkafyrirtæki, sam- vinnubyggingarfélög, sveitarfélög og svo- kölluð „allmannnyttiga företag“, en það eru félög, sem starfa án gróðasjónarmiðs í sam- ráði við og undir eftirliti hlutaðeigandi sveitarfélags. Sérstök skilyrði um stærð íbúða eða teg- und í sambandi við veitingu þessara lána eru ekki ákveðin í lögum. Onnur skilyrði, um leigu og sölu, byggingartíma og skyldu að fylgja fyrirmælum lánveitanda eru hlið- stæð skilyrðunum fyrir veitingu „egnahems- lána“. Einkum eru skilyrðin um, að leigan megi ekki vera hærri en lánveitandinn sam- þykkir, þýðingarmikil. Nákvæmar reglur hafa verið settar um það, hvernig leigan skuli ákveðin. í stuttu máli má segja, að þessar reglur feli það í sér, að leigan megi pkki vera hærri en árlegar vaxtagreiðslur og afborganir eiga að vera á þeim höfuðstól, sem lagður hefur verið í bygginguna, að við- • • Oruggar raf laguir tryggja öryggi frystihúsanna V Rafvélar og raflagnir í frystiliús höfum vér útvegað og annazt um tuttugu ára skeið. V Útvegum hina alkunnu raflireyfla, spenna, spennustilla og rofa frá Elektromekano A/B. Ennfremur raforkumæla frá L. M. Ericsson, jarðstrengi frá Aberdare Cables Ltd. og stimpilklukkur. V JÓHAM RÖNNING H.F. Scensk-isl. frystihúsinu við Ingólfsstrceti Pósthólf 883 . Simi 4320 DRÖFN H.F. Simar 9393, 9483 . Pósthólf 8 . Hafnarfirði Trésmiðja, húsbyggingar, skipasmíðastöð, dráttarbraut. Byggingar- og skipasmíðaverzlun. Smíðum alls konar innréttingar i verzlanir, skrifstofur, íbúðar- hús, hurðir, glugga og alls kon- ar lista, húsgögn, módel. Smiðum tréskip af öllum stærð- um. Höfum dráttarbraut fyrir allt að 200 rúmlesta skip. Skipa- hreinsun og málun. Höfum ávallt fyrirliggjandi efni til húsa- og skipabygginga, verkfæri og alls konar járnvörur, málningu til húsa og skipa, ryðvarnarefnið FERRO-BET o. fl. Fljót og góð afgreiðsla. Vélar af nýjustu gerð. 1. flokks fagmenn við öll störf. Leitið tilboða hjá oss áður en þér festið kaup annars staðar. B Y G G I N G A R L I S T I N 1951,1 31

x

Byggingarlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.