Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Qupperneq 5

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Qupperneq 5
3. HEFTI I. ÁRG. OKTÓBER, 1956 Eínisyíirlit Bls. 101 Jóhann S. Hannesson: Bölverkur 103 Tómas Guðmundsson: A sjötugs- afmæli Sigurðar Nordals 105 Hesketh Pearson: Beraard Shaw 111 Bernard Shaw: Tveir pistlar 114 Gunnlaugur Scheving: Myndir 118 Þorvaldur Skúlason: Myndir 121 Hermann Pálsson: Um móðurmáls- kennslu 127 Helgi Hálfdanarsson: Þrjú ljóð 130 Thor Vilhjálmsson: Að rása 131 Kristján Albertsson: Akademía 133 Undir skilningstrénu 134 Bókmenntir. Kristján Karlsson 137 Tónlist. Árni Kristjánsson, Ragnar Jónsson 139 Leiklist. Þorsteinn Hannesson 141 Ragnar Jónsson, hrlm.: Listgagn- rýni eða meiðyrði 142 Kristján Ólason: Stökur RITSTJÓRN: Tómas Guðmundsson Ragnar Jónsson ábm. Kristján Karlsson Jóhannes Nordal VÍKINCSPRENT FÁ ÖFL eru sterkari í heimi stjórnmál- anna en orð og hugtök, sem öðlazt hafa töfravald yfir hugum manna vegna sífelldra endurtekninga. Oftast eru þau óskýr og loð- in, og allflestir stjórnmálamenn forðast að skilgreina þau nákvæmlega, af því að þeir vita, að það ' er auðveldara að æsa mannlegar ástríður með óljósum og leynd- ardómsfullum hugtökum en að hafa áhrif á gerðir þeirra með skynsamlegum rökum. Enginn stjórnmálamaður þorir annað en að lofa og vegsama lýðræði, frelsi og sjálf- stæði, og þessi orð eru letruð á skildi allra flokka nútímans. Af því hefur leitt, að þessi hugtök eru að missa gildi sitt: þau eru notuð sem upphrópanir og æsiorð, en minna hugs- að um þau verðmæti, sem í þeim felast, og það má helzt aldrei minnast á takmark- anir þeirra og skilyrði fyrir því, að þau geti orðið að raunveruleika. En ef menn gleyma forsendunum, — gleyma því til dæmis, að lýðræði byggist á virðingu fyrir skoðunum og réttindum minnihlutans, að frelsi verður ekki tryggt nema með ströngu aðhaldi laga og réttar og að sjálfstæði þjóðar verð- ur aldrei óskorað, heldur krefst samvinnu og tillitssemi við aðrar þjóðir —, þá er hætt við að kjarnanum verði ekki lengur forðað frá spillingu.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.