Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Side 37

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Side 37
KRISTJAN ALBERTSSON: AKADEMÍA Um nýmæli eins og akademíu er eðlilegt, að sitt sýnist hverjum, og sjálfsagt að virða hugmyndina fyrir sér frá öllum hliðum, áður en til framkvæmda kemur. Jafnsjálfsagt er að láta ekki strax hugfallast, þó að ann- markar virðist líklegir, því að það mun mála sannast, að fátt er með öllu gallalaust í vorum heimi. Lítt skiljanleg þögn hefur ríkt um aka- demíu-hugmyndina, meðal þeirra manna, sem eðlilegt var að tækju öðrum fremur af- stöðu. Það gerist þó ekki á hverjum degi, að íslenzkur menntamálaráðherra vilji, að ráðizt sé í stórræði vegna tungu vorrar og menningarheiðurs. Jóhannes Nordal á þakkir skildar fyrir að hafa rofið þessa þögn, með grein sinni í síðasta hefti Helgafells. Ég vil líka mega þakka honum fyrir það, sem hann segir af mikilli vinsemd um bók mína Tun gan í tímans straumi. J. N. harmar að hugmyndin um akademíu skuli ekki vera rædd, því að „ekki eru enn leyst, svo að vel sé, þau vandamál sem þarna (þ. e. í bók minni) er á drepið". Honum þykir þó ekki augljóst, að stofnun akademíu sé „heppilegasta lausn þessa máls" — hvernig tryggja skuli að þróun ís- lenzkrar tungu njóti árvekni, forsjár og hug- kvæmni fremstu ritsnillinga og málvísinda- manna hvers tíma, að til þeirra verði leitað hvenær sem þörf er á nýjum orðum, að hver nybreytni í máli skuli lögð undir álit þeirra dóm, að þeir séu til þess kvaddir að hafa stöðug bein afskipti af högum og þróun tungunnar, um allan aldur. Því að þetta er su hugmynd, sem um er að ræða. Ég sé ekki, að slík forsjá tungunnar verði með öðru móti tryggð en stofnun eins og aka- L demíu — þó að hins vegar megi deila um, hvort það heiti sé heppilegt. Vilja menn stinga upp á öðru? J. N. finnst „útlenzkur keimur" af aka- demíunni, enda muni eg hafa haft í huga hina frægu frönsku stofnun með því nafni (eins og auðvitað er rétt). Eg tali um að bera „vegsemd og vanda af tungunni einna líkast því sem við værum stórþjóð" — en slíkur hugsunarháttur muni stafa af langdvölum mínum erlendis. Hér hefði eg kunnað betur við að ívitnunin í orð mín hefði verið dálítið lengri: „Við erum nefnilega einskonar stór- þjóð, vegna máls okkar, og vegna þess að íslenzkir menn hafa skrifað nokkrar af þeim merkilegustu bókum, sem mannleg hönd hefur skráð. Við vitum að við eigum eitt ágætasta mál jarðarinnar ... Við erum ekki einir um þá skoðun. Vitrustu og lærðustu málvísindamenn hafa dáðzt að íslenzkri iungu, Rask tók hana fram yfir flest eða öll önnur mál að fegurð og reisn í hugsun og í hljómi." Þegar eg geng um Champs Elýsées í París og hugsa heim til Austurstrætis í Reykjavík, þá finnst mér við vera smáþjóð. En þegar ég les Eddu, Njálu eða Eglu, þá finnst mér við vera stórþjóð — og kannski engin þjóð meiri en við. Við höfum, að minnsta kosti á síðustu mannsöldrum, yfirleitt fundið til eins og miklu stærri þjóð en við erum að höfðatölu. Þetta er stundum broslegt, eða skaðlegt, en oft hvorugt — og virðist algerlega óhjá- kvæmilegt vegna tungu og bókmennta, og hins yfirbragðsmikla lands, sem við byggj- um. Að við gerumst of stórþjóðalegir með því

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.