Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Page 40

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Page 40
BÓKMENNTIR FÁEIN ORÐ UM VANDKVÆÐI ÍSLENZKRA GAGNRÝNENDA Islenzkir gagnrýnendur liggja hver öðrum mjög á hálsi fyrir léleg vinnubrögð, og ber ósjaldan við, að þeir glati umræðuefninu í ærumeiðingum sín á milli. Ættu þeir þó manna bezt að vita, hve skilyrði þeirra eru erfið: hér þekkjast allir, hér eru dagblöð og jafnvel tímarit flokkseign, hér þarf að hugsa um þjóðemi og tungu, — og hvernig býr tungan að íslenzkum gagnrýnendum? Hún er sagnamál og ljóða, en snauð af fagur- fræðilegum og heimspekilegum orðum. Ymsir helztu gagnrýnendur á íslenzku hætta sér varla út fyrir ævisögur og mál- sögu, enda er bezta gagnrýni okkar fólgin í þeim greinum. Bókadómarar verða hins vegar einatt að tefla í tvísýnu, en komast oft af með að endursegja verk í nokkmm orðum og bæta við athugasemdum „almenns eðlis", sem egna skiljanlega til andsvara, af því að þær koma ekki málinu við, en hvað átti gagnrýnandinn að segja? Ég geri mér í hugarlund, að fagurfræðilegur orða- fjöldi íslenzkra bókadómara fom og nýr, kæmist hæglega í pésa eins og landbúnaðar- nýyrðasafn Halldórs Halldórssonar. All- margir gagnrýnendur leggja stund á líkinga- mál, en bæði vandasamt og tafsamt fyrir önnum kafna blaðamenn að elta ólar við slíkt og veldur oft slysum. Ekki leyfist heldur íslenzkum gagnrýnend- um að skrifa fyrir fáa útvalda, „útvaldir" eru hér vafalaust jafnfáir og í öðrum löndum miðað við fólksfjölda, þ. e. a. s. hérumbil engir. Sums staðar í menningarlöndum er til nokkurs konar gagnrýnenda-aðall, sem skrifar helzt fyrir sína stétt. En íslenzkar bókmenntir eru lýðræðislega auðskildar og alþýðlegar eins og kunnugt er: það er aðal þeirra og takmörkun í senn. Nú orðið skrifar hér enginn myrkt að ósekju, eins og atóm- skáldin þekkja af reynslu. Gagnrýnendur lúta þessum lögum eins og aðrir. Samt verður fslenzk gagnrýni alla tíð eins og tötrabarn, ýmist bljúgt eða hortugt, þangað til íslenzkir gagnrýnendur hafa komið sér upp drögum að máli eins og aðrir. Slík málsköpun verður að fara hægt sam- kvæmt venjum íslenzkrar tungu og bók- mennta. Líklega væri heillaráð að við gerð- um okkur fyrst grein fyrir, um hvað á að tala. Síðar geta mönnum dottið í hug „snilldar- athugasemdir" á stundinni, ekki síður en áður. En heimurinn er krökkur af spaklegum kenningum og handhægum reglum um bók- menntamat. Ef þær bregðast, er ráð að minn- ast sér til hugarhægðar orða T. S. Eliots, þegar einhver spurði hann, hvað þyrfti til að skrifa gagnrýni: „To be very intelligent", sagði hann, „vera mjög skynsamur". Og það ætti að vera minnstur vandinn, eða

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.