Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Page 49

Nýtt Helgafell - 01.10.1956, Page 49
HÆSTARÉTTARRÆÐA 143 Og Krabbe á ákvæðum hegningarlaganna fyr og nú um þessi efni. En þótt listmat og listagagnrýni falli almennt utan meiðyrðasviðs hegningarlaganna, þá vil ég ekki halda því fram, að gagnrýni kunni ekki að mega setja fram í því formi og á þann hátt, cr að meiðyrðum verði. En ég neita, að svo sé farið um ummæli þau, cr ég áðan las úr hinni umræddu grein. I ummælunum er borið á stefnanda þekkingarleysi a list og vissum greinum listtækni, er hann starfar að. Þetta er gert umbúðalaust og hispurslaust, en án nokkurra meinyrða. Ummælin eru rétt á borð við þau, sem títt sjást í ritdómum, að skáld, er yrkir í bundnu máli, skorti þekkingu á stuðlasetningu. Hvort tveggja er gagnrýni, en ekki ærumeiðing. Grein þessi er skrifuð í lok mikillar deilu, er á þeim tíma stóð um tónlistamál Þjóðleikhússins. Hún er ádeilugrein og ber þess merki. Og við því er út af fyrir sig ekkert að segja að lögum. Ég vil ekki telja, að hin tilgreindu ummæli séu dæmi um æskilega listgagnrýni, enda þótt ég ekki fái séð, að þau varði við lög. En þegar á þau er litið frá því sjónarmiði og form þeirra og framsetning metin, þá virðist mér ekki verða kornizt hjá því að litast um á sviði íslenzkrar listgagnrýni og líta þar á form og framsetningu. Það þarf ekki annað en líta í landsins frægasta ritdóm ti! þess, að finna nákvæm- lega hliðstæða framsetningu og er á Göngu-Hrólfs- greininni. I þeirn ritdómi er rætt um vissan kveðskap og „hversu það sé fjarstætt, að hann geti heitið skáld- skapur', — að ekki sé hægt að kalla ákveðnar rímur „skáldskap, eða þá menn skáld, sem hnoða þeim sam- an“, — að höfundur „sé ekki gæddur neinum veru- legum skáldskaparanda“. Allt eru þetta nákvæmar hliðstæður Göngu-Hrólfs-ummælanna.. Höfundur rit- dómsins hefir títt verið ncfndur listaskáldið góða, en mun aldrei hafa verið við meiðyrði kenndur. f -------------------------------------------------------------------------------------------------v Alltaf er hann samt beztur BLÁI BORÐINN

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.