Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Qupperneq 6

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Qupperneq 6
RÍKISSTJÓRN fyrir bættri afkomu heimilanna í landinu. Áhersla verður lögð á samheldni þjóðarinnar, samvinnu vinnuveitenda og launþega, dreifbýlis og þéttbýlis. Efnahagslegur stöð- ugleiki og jafnvægi í ríkisfjármálum eru forsenda fram- fara, lágra vaxta, öflugs atvinnulífs og atvinnuöryggis.“ Viöræöur viö sveitarfélög um alvarlegan hallarekstur þeirra Meginmarkmið stjórnarinnar er að viðhalda stöðug- leika í efnahagsmálum og skapa skilyrði fyrir hagvöxt, að ná jafnvægi í rrkisfjármálum og stefnt verður að meiri hagkvæmni við opinberar framkvæmdir. Kannað verður hvort lífeyrissjóðir geti leyst af hólmi einstaka þætti al- mannatryggingakerfisins. „Teknar verða upp viðræður við sveitarfélög um alvarlegan hallarekstur þeirra og leiðir til að bregðast við þeim vanda,“ stendur þar. Auöíindir sjávar sameign Stefnt verður að því að festa í stjómarskrá ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar og að stjóm fískveiða og rétti til að veiða skuli skipað með lögum. Stutt verður átak í útflutningi landbúnaðarafurða, sérstaklega á grundvelli nýrra laga um vöruþróun og markaðssókn sem byggist á hreinleika og hollustu afurð- anna. Stuðlað verður að bættri ferðaþjónustu er falli vel að umhverfissjónarmiðum. Áhersla verður lögð á að Is- land hafi ímynd hreinleika og umhverfisvemdar. Unnið verður að gróðurvernd og landgræðslu með það að markmiði að stöðva landeyðingu. Unniö aö erlendri fjárfestingu Pá er það meðal markmiða hinnar nýju stjómar að vinna að erlendri fjárfestingu í atvinnulífinu og að utan- ríkisþjónustan leggi meiri áherslu á að kynna möguleika erlendra fjárfesta hérlendis. Unnið verður áfram að und- irbúningi orkufreks iðnaðar. Forvarnastarf í heilbrigöismálum Sérstök áhersla verður lögð á þátt forvarna- og fræðslustarfs í heilbrigðismálum og stuðlað að vexti íþrótta- og æskulýðsstarfs með hag fjölskyldunnar að leiðarljósi. Efling þjónustukjarna Efla á byggð í landinu með traustum og góðum sam- göngum þannig að gæði landsins og aðrar auðlindir til lands og sjávar nýtist með hagkvæmum hætti. Með verkefnaflutningi frá ríki til sveitarfélaga og ákvörðun um staðarval opinberra stofnana verður stuðlað að efl- ingu þjónustukjama. Unnið verður að lækkun húshitun- arkostnaðar. Starfsemi og skipulag Byggðastofnunar, Atvinnuleysistryggingasjóðs og atvinnuráðgjafa verður tekið til endurskoðunar í því skyni að þessir aðilar geti í sameiningu stuðlað að sókn og uppbyggingu atvinnulífs um land allt. Á haustþingi verður lögð fram verkefnaskrá fyrir ein- stök ráðuneyti þar sem nánari grein verður gerð fyrir þeim verkefnum sem ríkisstjómin hyggst ljúka á kjör- tímabilinu. Páll Pétursson félagsmálaráðherra Hinn nýi félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, er fædd- ur á Höllustöðum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu 17. mars 1937. Foreldrar hans voru Hulda Pálsdóttir húsfreyja og Pétur Pétursson, bóndi og hreppstjóri á Höllustöðum. Páll lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1957 en hefur verið bóndi á Höllustöðum frá 1957. Páll átti sæti í hreppsnefnd Svínavatnshrepps 1970-1974, var varaformaður Búnaðarsambands A- Húnvetninga 1973 til 1977, fulltrúi A-Húnvetninga á fundum Stéttarsambands bænda 1973 til 1977, formaður Veiðifélags Auðkúluheiðar 1972 til 1977, átti sæti í stjórn veiðifélagsins Blöndu 1977 til 1988 og hesta- mannafélagsins Óðins 1957 til 1980. Formaður Hrossa- ræktarsambands A-Húnvetninga var hann 1960 til 1980 og Hrossaræktarsambands íslands 1974 og 1980. For- maður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps var hann um árabil. Páll átti sæti í stjóm Félags ungra framsóknarmanna í Austur-Húnavatnssýslu 1958-1969, þar af sem formað- ur frá 1963, og í stjóm Kjördæmissambands framsókn- armanna í Norðurlandskjördæmi vestra 1962-1972. Hann hefur verið alþingismaður fyrir Framsóknarflokk- inn í því kjördæmi frá 1974. Hann var formaður þing- flokks framsóknarmanna 1980-1994 og hefur setið í framkvæmdastjóm Framsóknarflokksins frá 1989. 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.