Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Side 7

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Side 7
RÍKISSTJÓRN Ráöherraskipti. Páll Pétursson tekur viö lyklinum aö félagsmálaráöuneytinu úr hendi Rannveigar Guömundsdóttur, frá- farandi félagsmálaráöherra. Ljósm. Mbl. Kristinn Ingvarsson. Hann var fulltrúi í Norðurlandaráði 1980 til 1991, for- maður íslandsdeildar þess 1983-1985 og forseti Norður- landaráðs 1985 og 1990. Hann átti sæti í samstarfsnefnd með Færeyingum og Grænlendingum 1981 um sameig- inleg hagsmunamál, hefur verið í Evrópustefnunefnd frá 1988 og í þingmannanefnd EFTA frá 1991. Páll átti sæti í rannsóknaráði ríkisins 1978-1980, í flugráði 1983-1992 og hefur verið í stjóm Landsvirkj- unar frá 1987. Fyrri kona Páls var Helga Ólafsdóttir sem lést árið 1988. Þau eignuðust þrjú böm. Síðari kona hans er Sig- rún Magnúsdóttir borgarfulltrúi. / Arni Gunnarsson aðstoðarmaður félagsmálaráðherra Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefur ráðið Ama Gunnarsson blaðamann aðstoðarmann sinn. Ámi er fæddur á Akureyri 15. apríl 1967 og em for- eldrar hans Helga Hugrún Árnadóttir húsfreyja og Gunnar Oddsson, bóndi í Flatatungu í Akrahreppi í Skagafirði. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Varmahlíðarskóla og síðan stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1987. Stundaði nám í sagnfræði við Háskóla íslands 1989-1992 og í sagnfræði og þýsku í Bielefeld í Þýska- landi 1992-1993. " Árni starfaði til sveita og stundaði almenn verka- manna- og afgreiðslustörf með námi. Hann var ritstjóri héraðsblaðsins Einherja á Norðurlandi vestra og starfs- maður Kjördæmissambands framsóknarmanna á Norð- urlandi vestra árin 1987-1988, blaðamaður á Tímanum 1988-1990, frétta- maður á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðv- ar 2 1991, blaðamað- ur á Tímanum 1991-1992, afleys- ingafréttamaður á Ríkisútvarpinu á Ak- ureyri 1992 og hefur verið blaðamaður á Tímanum frá árinu 1993. Hann hefur einnig stundað leið- sögustörf, auglýsinga- gerð, greinaskrif og önnur ritstörf. Kona hans er Þor- björg Elenora Jónsdóttir, fædd 1970, nemandi í Kennara- háskóla Islands. Þau er bamlaus.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.