Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Page 33

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Page 33
ALMENNINGSBOKASOFN Bókasafn Héraðsbúa Kristrún Jónsdóttir bókavörður Á fundi sem haldinn var á Egils- stöðum þann 16. nóv. 1956 var rædd stofnun héraðsbókasafns. Fundarboðandi var Sveinn Jóns- son, þáverandi oddviti Egilsstaða- hrepps, ásamt Guðmundi G. Haga- lín, þáverandi bókafulltrúa ríkisins. Til umræðu voru m.a. lög nr. 42 frá 18. maí 1955 um bókasöfn og í fundargerð segir m.a.: „Kvaðst bókafulltrúi hafa ráðið því að stað- sett yrði bókasafn í Egilsstaðakaup- túni og fœrði fyrir því gild rök, svo sem góðar og greiðar samgöngur innan héraðs og utan, góðir vegir og flugvöllur, og vœri varla nokkurs staðar hérlendis eins vel sett, sem á Egilsstöðum. “ Á fundinum voru fulltrúar fimm hreppa á Héraði og verður ekki séð að þessum ummælum bókafulltrúa hafi verið andmælt en ákveðið að safnið skyldi stofnað og nokkru síð- ar er ákveðið að það héti Bókasafn Héraðsbúa. I þrjátíu og átta ára sögu safnsins hefur á ýmsu gengið um rekstur þess og fyrstu árin einkennast skv. gerðabók af eilífum hrakningum. Þetta árið er safnið geymt í kössum í þessu húsi, á því næsta fæst her- bergi í hinu húsinu en þá em ekki til hillur og þar fram eftir götunum. Með tilkomu Héraðsheimilisins Valaskjálfar 1966 rofar til í rekstrin- um en þá fær safnið til afnota her- bergi í kjallara undir leiksviði og er þar næsta áratuginn en flyst þá í annan kjallara undir Búnaðarbank- anum. En árið 1980 býður Mennta- skólinn á Egilsstöðum safninu hús- næði endurgjaldslaust. I áratug er safnið starfrækt þar í góðu sambýli en við mikil þrengsli. Á vordögum 1991 er safnið enn flutt. Og í að mörgu leyti þægilegu og aðgengi- legu húsnæði að Tjarnarbraut 19 lifnar mjög yfir starfsemi safnsins. Útlán stóraukast og lánþegum fjölg- ar. Og enn er flutt, „Bókasafn Hér- aðsbúa er komið heim.“ Þann 3. febrúar sl. opnaði safnið í framtíðarhúsnæði sínu í Safnahús- inu við Laufskóga. Hér uppi á ris- hæð hússins er hátt til lofts og vítt til veggja, bjart og fallegt og ég vænti þess að hér eigi safnið eftir að vaxa og dafna. Auk húsnæðishrakninga hefur safnið átt við margs konar annan vanda að etja. Er mér þar efst í huga sú staðreynd að lengst af hefur það kostað japl og jaml og fuður að fá sveitarstjórnarmenn til að viður- kenna tilvist safnsins og nauðsyn þess að standa myndarlega að rekstri bókasafns. Tilvitnanir í lög Sýningin Drekinn '95 á Austurlandi Dagana 23. júní til 2. júlí verður sýningin Drekinn '95 haldin á Egils- stöðum. Um er að ræða samsýningu fyrirtækja og handverksfólks á Austurlandi. Er búist við að fjöldi fyrirtækja verði á bilinu 80-100. Þetta er fjórða sýningin af þessum toga en hún var síðast haldin árið 1989 og þótti einstaklega vel heppn- uð og komu um það bil 7000 manns á þá sýningu. Meðal þeirra fyrir- tækja sem verða á sýningunni eru matvælaframleiðendur, tréiðnaður, einingahúsaframleiðendur, heilsu- og reglugerðir hafa fallið í grýttan jarðveg og safnið því lengst af verið hálfgerður ómagi í þeirra augum. Nú standa mál þannig að sveitar- félögin 11, er að Bókasafni Héraðs- búa eiga að standa, viðurkenna skyldu sína og greiða lágmarks- framlög en ekkert þar fram yfir. I sumum hreppum er síðan rekinn einhver vísir að hreppsbókasafni en í öðrum ekkert. Og aðeins tvö sveit- arfélög fyrir utan Egilsstaðabæ viðurkenna Bókasafn Héraðsbúa sem sitt safn og greiða framlög sam- kvæmt því. Á þessum tímamótum í starfsemi Bókasafns Héraðsbúa á ég þá ósk helsta að þeir er þessum málum ráða öðlist skilning á nauðsyn þess að á svæðinu starfi öflugt útláns- bókasafn sem fært sé um að veita þegnunum þá þjónustu sem til er ætlast samkvæmt lögum og hið tæknivædda upplýsingaþjóðfélag gerir kröfur til. Kristrún Jónsdóttir hefur starfað við Bókasafn Héraðsbúa sem bókavörður frá því haustið 1974. Fyrst sem áhugamann- eskja, síðar í hlutastarfi er safnið var opið 2-3 daga í viku yftr vetrarmánuðina en nú síðustu árin í hálfu starfi enda safnið nú opið 20 tíma á viku allt árið. gæsla, ferðaþjónusta, handverksfólk og ýmiss konar þjónustuaðilar. Meðan á sýningunni stendur verður fjölbreytt skemmtidagskrá. Meðal annars verður tískusýning, hár- greiðslusýning, tónlistaratriði margs konar, t.a.m. djass í tengslum við Djasshátíð Egilsstaða. Myndarleg hestaleiga verður á staðnum og spá- kona mun rýna í framtíð gesta. Um sama leyti og Drekasýningin er heldur Seyðisfjarðarbær hátíðlegt 100 ára afmæli sitt. Ástæða þess að sýningin ber yfirskriftina Drekinn er sú að einmitt drekinn er vættur Austurlands og má lesa um hann í Heimskringlu. ATVINNUMÁL 9 5

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.