Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Qupperneq 62

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Qupperneq 62
BÆKUR OG RIT Vegprestur, handbók um skóla Fyrir skemmstu voru samþykkt á Alþingi ný grunnskólalög. Þar er m.a. kveðið á um að allur rekstur grunnskólanna færist yfir til sveitar- félaganna þann 1. ágúst 1996. Margir sveitarstjórnarmenn eru famir að velta þessum málum fyrir sér og huga að þeirri ábyrgð sem því fylgir að taka við grunnskólan- um. Yfirfærslunni fylgir faglegt eft- irlit og að sveitarstjómir á hverjum stað móti sér sína skólastefnu. Sveitarstjómarmenn og skólanefnd- armenn þurfa því að setja sig meira inn í skólamál en áður. A fjármála- ráðstefnu Sambands íslenskra sveit- arfélaga þann 23. nóvember sl. sagði Olafur G. Einarsson mennta- málaráðherra m.a.: „Eg vil livetja sveitarstjórnarmenn til að hafa frumkvœði í... undirbúningsvinnu á heimaslóð. Mikilvœgt er að sveitar- stjórnarmenn rœði á sínum vett- vangi hvernig taka skuli á hinu nýja viðfangsefni, sem er ábyrgð á fag- legu skólastaifi. Einnig er mikilvœgt að þeir leiti samvinnu frœðslustjóra og skólafólks við undirbúning verk- efnisins á hverjum stað. Farsœlt fyr- irkomulag grunnskólareksturs verð- ur fyrst og fremst undir því komið að sveitarstjórnarmenn takist á við viðfangsefni af þeirri ábyrgð sem það krefst og að góð samvinna tak- ist með sveitarstjórnarmönnum og skólafólki í viðkomandi sveitar- félagi. “ Samtök fámennra skóla hafa nú gefið út Vegprest, handbók fyrir skóla. Hann er að stofni til safn greina um skólamál. Hann skiptist í sex hluta. í fyrsta hluta eru ýmsar almennar upplýsingar um fámenna skóla, s.s. stærð þeirra, staðsetningu, samstarf og fleira. I öðmm hluta er fjallað um ýmislegt er lýtur að stjórnsýslu skólanna, s.s. fræðslu- ráð, skólanefndir, mannaráðningar, og sérstakur kafli er um skólaakstur, þar sem sýnd em dæmi um samn- inga um skólaakstur. Þriðji kaflinn er um rannsóknir sem gerðar hafa verið á fámennum skólum. Þar em færð ýmis rök fyrir ágæti þessarar skólagerðar. Fjórði kaflinn er kennslufræðilegs eðlis. Þar er bent á kennsluaðferðir sem gefist hafa vel í skólum og þá ekki síst í fámennum skólum. Fimmti hlutinn fjallar um framtíðina. Þar er m.a. rætt um möguleika á sameiningu grunn- skóla, leikskóla og tónlistarskóla til þess að styrkja skólahald í fámenn- ari sveitarfélögum. Sjötti og síðasti kaflinn er listi yfir lesefni þar sem fjallað er um skólahald í fámennum sveitarfélögum. Þó svo að Vegprest- ur leggi mikla áherslu á hina fá- mennari skóla koma leiðbeiningar hans stærri skólum einnig til góða enda margar hverjar almennar og eiga við skólahald bæði í fámennum og fjölmennum sveitarfélögum. Sveitarstjómarmenn sem séð hafa Vegprest hafa sýnt honum mikinn áhuga. Hann er ómissandi handbók fyrir sveitarstjórnarmenn, skóla- nefndarmenn og alla aðra sem þurfa og vilja fylgjast með skólamálum. Vegprestur er 140 blaðsíður að stærð. Hann kostar 2100 krónur og er hægt að panta hann símleiðis hjá Hafsteini Karlssyni í síma 486 3325 eða senda símbréf í 486 3460. FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri SASS aÞorvarður Hjaltason hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri SASS, Samtaka sunn- lenskra sveitarfé- laga, frá 1. janú- ar sl. Hjörtur Þórarinsson sem verið hefur framkvæmdastjóri samtak- anna frá árinu 1980 lætur nú af störfum sökum aldurs. Þorvarður er fæddur á Selfossi 21. ágúst 1951. Foreldrar hans em Sigurveig Sigurðardóttir og Hjalti Þorvarðarson, fyrrv. rafveitustjóri á Selfossi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1971, stundaði nám í almennum þjóðfélagsfræðum við Háskóla Is- lands 1972-1974, lauk prófi frá Kennaraháskóla íslands 1981 og BA-prófi í stjómmálafræði frá Há- skóla íslands 1991. Þorvarður kenndi við Gagnfræða- skólann á Selfossi og síðar við Fjöl- brautaskóla Suðurlands frá 1974 til 1994. Þorvarður sat í bæjarstjórn Sel- foss tvö kjörtímabil, 1986 til 1990 og 1990 til 1994. Hann sat um tíma í fulltrúaráði SASS og var þar for- maður orkunefndar. Hann er í orku- ráði og hefur verið formaður stjóm- ar Selfossveitna bs. frá 1990. Þorvarður er kvæntur Ólafíu Sig- urðardóttur meinatækni og eiga þau þrjá syni. 1 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.