Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Side 64

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1995, Side 64
ERLEND SAMSKIPTI Heimsþing Alþjóða- sambands sveitarfélaga 3.-7. september í Haag 1 U I. A W O R 1. D CONGRI 1111 llAGUl 1 9 9 5 Heimsþing Alþjóðasambands sveitarfélaga (IULA) verður haldið í Haag í Hollandi dagana 3.-7. sept- ember nk. Þetta er hið 32. þing IULA en þing þess eru haldin annað hvert ár til skiptis í hinum ýmsu heimsálf- um. Yfirskrift þingsins í ár er „Leið sveitarfélaganna til nýsköpunar í al- þjóðlegu samstarfi". Fjallað verður í erindum og vinnuhópum um vaxandi þátttöku sveitarfélaga í samskiptum milli landa, í formi vinabæjatengsla, ým- iss konar ráðgjafarstarfs og tækniað- stoðar sveitarfélaga í löndum sem lengra eru komin í þágu þeirra sem skemmra eru á veg komin, bæði í þróunarlöndunum í suðri og í ný- frjálsu rikjunum í Austur-Evrópu. I umræðuhópum verður rætt um húsnæðismál, umhverfismál og orkuspamað, tekjustofna sveitarfé- laga og hag þeirra. Kynnt verða ýmis verkefni sem unnið er að og tengjast einstökum umræðuefnum. Á einum deginum gefst þátttakend- um kostur á ferðum til borga í Hollandi, þar sem heimamenn kynna athyglisverðar nýjungar. Kynntar verða nýjungar á sviði hús- næðismála, orkuspamaðar, fræðslu- og félagsmála, í almenningssam- göngum og sorpeyðingu. Á lokafundi þingsins verður lögð fram til samþykktar tillaga að álykt- un kennd við árið 2000 um alþjóð- legt samstarf sveitarfélaga. Þá mun Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, veita viðtöku ályktun þingsins og flytja ávarp. Sambandið á aðild að Alþjóða- sambandi sveitarfélaga en þátttaka á þinginu er heimil öllum sveitar- stjómarmönnum. Allt efni sem flutt verður á ráðstefnunni verður þýtt samtímis á ensku, frönsku, þýsku og spænsku. Þátttökugjald er 49 þús. ísl. krónur. Æskilegt væri að einhver þátttaka yrði af hálfu íslenskra sveitarstjóm- armanna í þinginu. Vörusýning og ráðstefna um tæknimál sveitar- félaga í Gautaborg 28,—31. ágúst 28 - 31 augusti ■i • w. KommunalTeknik 1995 <gb Ecology Samband sænskra sveitarfélaga og Samtök tæknimanna hjá sveitar- félögunum í Svíþjóð halda vömsýn- ingu og ráðstefnu um tæknimál sveitarfélaga í vörusýningarhöllinni í Gautaborg 28.-31. ágúst nk. I raun verða samtímis haldnar fjórar ráðstefnur undir einni yfir- skrift, Vistfræði. Ein þeirra ber sam- nefnda yfirskrift, önnur kallast Um- hverfisvemd og hinar tvær Tækni- mál sveitarfélaga. Af mörgum dagskrárefnum eru áberandi liðir eins og vistfræðileg sjónarmið við landnýtingu og val á byggingarlandi, öflun neysluvatns, umhverfisvænar samgöngur, sorp- hirða og sorpförgun, siðfræði og lífsstíll, fræðsla og upplýsingatækni varðandi umhverfismál, útflutningur á tækniþekkingu á sviði umhverfis- mála og samskipti við sveitarfélög í öðrum Evrópuríkjum, einkum í Mið- og Austur-Evrópu. Alþjóðleg ráðstefna um tæknimál sveitarféiaga 6.-9. september M U N I CIPA L TECHNICAL S E R V I C E S UNDERTHREAT IN E U R O P E Alþjóðleg ráðstefna um tæknimál sveitarfélaga verður haldin í Helsinki og St. Pétursborg daga 6. til 9. september í haust. Ráðstefnan er haldin á vegum Sambands finnskra sveitarfélaga og borgar- stjóma Helsinki og St. Pétursborgar og er ætluð stjómmálamönnum og tæknimönnum sveitarfélaga í Aust- ur- og Vestur-Evrópu. Titill hennar er Ognun við tæknilega þjónustu sveitarfélaga í Evrópu (Municipal Technical Services under Threat in Europe). Ráðstefnunni er ætlað að vera vettvangur fyrir kjöma fulltrúa í sveitarstjórnum, einstaklinga úr rA J * 1 26

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.