Helgafell - 01.07.1943, Side 12

Helgafell - 01.07.1943, Side 12
GUSTAF FRÖDlNGi Morgundraumur i. Mig dreymdi, að ég eygði inn í Árdegislönd, þar sem Sólguðinn teygði fram sóandi hönd, þar sem glitruðu um suðrænan sælureit, er síðari tíð í örtröð leit, hans frjómögn og fyrirheit. Mig dreymdi um apaldra í djúpri glóð á dreif um myrkviðar gljúfraslóð, um bládrúfnaklasa og kirsirein í kleif, þar sem bergáin niðar ein, um villihveiti með öx á iði í öræfadalsins þagnarfriði, um humla, sem vefjast tré frá tré um tröllaskóganna rökkurvé. Og laufhlíðar anga við lækja hreim, og hjarðirnar ganga af grasi heim, og konur og meyjar á kvíaból með kirnur og skjólur fara á ról í döggfalli um dal og hól.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.