Helgafell - 01.07.1943, Side 17

Helgafell - 01.07.1943, Side 17
Og sem skógarins rós, er við skini hlær, er hún skjólblöðum frævunnar opnum slær fyrir blómsæði, er blævindar strá, svo í björtustu allsnekt hún lá, og með tillátum hnjánum og titrandi skauti hún tók sínum hamingjunauti. * * * Og sem hjartablöð af blómsturfræi brostin loða í fyrstu um sauminn enn. hvort við annars síðu, en þó í senn sveipt í arma, á mosans höfðalagi eins og systkin lágu hún og hann, heit og móð og rjóð í framan bæði, kyrrlát, meðan frumástanna flæði fjaraði út í þögn um konu og mann. En með ljósi af geimsins guðaloga, geisla úr eilífheiðu morgunríki, boðun náðar barst til þeirra lands: brúðkaupsvígsla af hálfu Ljósgjafans, — sólarbros, er sveif um laufsins boga yfir guðsins mögn í moldarlíki, mannsins son og brúði hans.

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.