Helgafell - 01.07.1943, Side 27

Helgafell - 01.07.1943, Side 27
JÓN HREGGVIÐSSON 293 ekki framvegis önnur eins illyrði hvor um annan, „men lader see at De ere fornuftige og fornemme Folk“, sem konungur hafi trúað fyrir virðulegu embætti. Sitji illa á þeim ,,paa saadan gemen Vis hin anden med saa grove Beskyldninger for Retten overfuse". Árni Magnússon hefur látið eftir sig minnisgreinar um málflutninginn lyrir yfirréttinum og fleira, sem þar fór fram. Gefa þær skýra en ljóta mynd af ástandinu í réttarfarsmálum þeirrar aldar. Fara hér á eftir nokkur atriði úr þessum minnisgreinum. Til skýringar skal þess getið, að í yfirrétti áttu 24 menn sæti: „Sigurður Sigurðsson talaði óvirðingarorð mörg fyrir réttinum til Páls lögmanns. Dómarar sjálfir höfðu mesta hávaða, deildu á lögmanr.inn in forma. Beyer brá honum um smíði Þorláks í Dal (tekið í mútu, sem hann vildi skiljast láta). Þvílíkur kliður var þar af öllum, að ekki heyrðist manns mál og varð ei neitt distincte talað. Heyrðist glöggt heim að Þingvöllum. Vigfús Pétursson sagði við Jón Arnórsson og Vigfús Árnason sýslumann, annan eða báða (þó heimuglega), að ef Sigurður Björnsson hefði tekinn verið fastur, skyldi hann með afli hafa ráðizt þar í, og að vísu brotið eitt- hvert bein í Páli lögmanni. Vigfús Pétursson stóð og upp úr sæti sínu, þá larmen varð eftir upplestur lögmanns Páls, búinn til aðgerða. Beyer var, svo að kalla, engan eftirmiðdag ódrukkinn. Einu sinni svo, að hann gat varla upp staðið." Yfirréttur dæmdi í málinu 21. júlí 1710. Niðurstaðan varð sú, að Sigurði Björnssyni var dæmdur eiður, og vann hann þann eið 18. september um haustið að Bessastöðum. En Jón Hreggviðsson var hins vegar dæmdur á Brimarhólm til þrælk- unar. Dómsniðurstaðan hljóðar svo: ,,Hvað viðvíkur Jóni Hreggviðssyni, sem sökin hefur í fyrstu af risið og alþekktur er að langsamlegri, illri og óráðvandlegri kynningu, þar hann, skuldaður fyrir morð, hefur ekki eftir lifað þeim tveimur kónglegrar majestatis verndarbréfum og passa hann frá militzíen hafði, svo og ekki auglýst hæstaréttarstefnuna, þar að auki lög- lega aðvaraður, burt héðan af þinginu vikið, og vildi ei eftir sinni forplikt- an hér bíða til síns máls að svara, þá sé nefndur Jón Hreggviðsson rétt tækur í fangelsi og vöktun sýslumannsins Sigurðar Jónssonar, og sendist á þessu sumri með héðan siglandi skipi, sem fyrst ske kann, til Brimarhólms, en hans búslóð dæmum vér hálfa undir kónglega majestet." Jón hafði komið á þingið, en horfið heim aftur. En 18. júlí um kvöldið sendu þeir Jón Eyjólfsson varalögmaður og Páll Beyer Sigurð Jónsson sýslu- mann eftir honum upp á Akranes. Komu þeir snemma morguns 21. júlí á Þingvöll, en síðla dags var Jón kvaddur fyrir yfirréttinn. Mætti hann þar og sagði dómurunum, ,,að hann væri fákunnandi að forsvara sig og beidd- ist því, að sér væri talsmaður settur". Þeirri bón hans var ekki sinnt, enda

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.