Helgafell - 01.07.1943, Síða 71

Helgafell - 01.07.1943, Síða 71
BÓKMENNTIR 327 Upphaf merkrar mann- kynssögu Asgeir Hjartarson: MANNKYNSSAGA. Fyrsta bindi. Mál og menning, Reykja- vík 1943. 296 bls. Verð í lausasölu kr. 36,00 og 50,00. Þetta er stór bók, tæpar 300 blaðsíður, og nær þó aðeins til loka Pelopsskagaófriðarins. Verði ritinu haldið áfram með sama sniði, verður það langstærsta rit um mannkynssögu, sem nokkru sinni hefur verið gefið út hér á landi. Það er líka að ýmsu leyti frábrugðið því, sem hér hef- ur áður verið ritað á þessu sviði. Bókin hefst með alljöngum kafla um steinöld hina fornu og hina fyrstu vitneskju um Iíf mann- kynsins á jörðinni. Er sýnt greinilega, hvernig fornfræðin hefur gerbreytt skoðunum manna um sögu mannkynsins á æskuskeiði þess. Nokkrar góðar myndir fylgja til skýringar. Yfirleitt er myndafjöldinn mikill kostur við bókina, og flest- ar virðast myndirnar vel valdar. Þá kemur nokkru styttri kafli um steinöld hina nýju, og er hann engu síður fróðlegur, því um þetta efni hefur fátt verið skrifað áður á ís- lenzku, enda hafa orðið miklar breytingar upp á síðkastið á skoðunum sagnaritara um forsögu mannkynsins. Þegar þessum inngangi er lokið hefst hin vanalega fornaldarsaga, og er þar farið eftir nýjustu fræðslubókum á því sviði. En auðvitað er margt, sem sagnfræðinga greinir á um. Til dæmis áhrif Indverja á menningu Persa og Mesópótamíumanna, en þau telur höfundur að hafi engin verið. Það er venja, að láta söguna hefjast annað- hvort með Egyptum eða þjóðunum í Mesópóta- míu; hefur höfundurinn valið fyrri kostinn, og má kaflinn um Egyptaland teljast einn bezti hluti bókarinnar. Það er eðlilegt, að í svona bók sé skrifað ýtarlega um Egyptaland, því um það vita menn langmest, vegna fornminjanna þar, og auk þess hefur það haft einna mest áhrif á menningu Norðurálfunnar. Undarlegur misskilningur er það hjá höfundi að telja Níl stórfljót. í samanburði við stórár hitabeltislandanna er Níl ekki nema smáspræna, og land það, sem flóðin ganga yfir, ekki víð- attumikið. En lega þess, loftslagið, nægilega heitt fyrir flestan gróður, en þó þolanlegt hvít- om mönnum, svo og frjóefnin frá Bláu Níl hafa gert Egyptajand að því undralandi, sem það er. Þá er kafli, sem gott var að fá, um Súmera, því þeirra hefur varla verið getið fyrr í sögu- bókum vorum. Næst kemur saga hinna semítisku þjóða aust- an við Miðjarðarhaf. Höf. kallar þær „semisk- ar" og Fönikíumenn ,,Feníka“. Ég kann ekki vel við þessar breytingar, en það verður auð- vitað hver að hafa sinn smekk, því ekki er þar neinni reglu að fylgja. Þessi kafli er ef til vill veikasti hluti bókarinnar. Hefði verið á- stæða til þess að skrifa miklu ýtarlegar um ísra- elsmenn, því að svo stórkostjeg hafa áhrif þeirra verið á menningu heimsins. En þeir virðast vera olnbogabörn hjá flestum höfundum skóla- bóka og alþýðulesbóka f mannkynssögu. Þá kemur kafli um Persaveldi. Er hann eink- ar skemmtilegur aflestrar. Hefði hann þó mátt vera fyllri, því að þótt Kýros legði ekki undir sig heiminn á tíu árum, eins og höf. kemst að orði (bls. 150), þá hefur starf hans og eftirkom- enda hans haft hin víðtækustu áhrif, svo sem höf. réttilega bendir á. En það er eins og Persar séu jafnan látnir vera í skugga í sögubókum. Grikkir fá meira af sólskininu. Loks er langstærsti kafjinn: Saga Grikkja til loka Pelopsskagastríðsins. Hún hefst með góðu yfirliti yfir forsöguna, einkum menningu Krít- ar og hinar miklu fornleifar, er þar hafa fundizt. Ber hér að sama brunni og áður er sagt, að rannsóknir fornfræðinganna hafa mjög breytt skoðunum manna á Iífi og menningu fornþjóð- anna. Næst eru þættir um kvæði Hómers og trúar- brögð Grikkja, og er auðvitað fátt um þá að segja. Það efni er svo margplægt. Þá hefst hin eiginlega saga Grikkja, landnám þeirra og þjóð- félagsskipun. Er þetta Ijóst og skipulegt yfirlit, en ekki er hægt að vænta þess, að það mikla efni verði rakið ýtarjega f svo litlu rúmi, er höf- undur hefur til umráða. Höfundur Jeggur hér, eins og annars staðar, megináherzluna á menningarsöguna. Má deila um sumar niðurstöður hans. Til dæmis er því haldið fram, af mörgum sagnariturum, að verzl- unin hafi ekki síður verið grundvöllur að auð- æfum Aþenu en þrælahaldið. Menning allra fomþjóða hvíldi að meira eða minna leyti á vinnu ánauðugra manna, og kjör þrælanna á Grikklandi hafa varla verið verri en þrælanna í nálægum Jöndum á þeim tímum. En vinna þeirra bar meiri árangur vegna hugvits hús- bænda þeirra. Höfundi fer eins og svo mörgum sagnaritur- um, að hann beinir huganum einkum til Aþenu. Þetta er að vísu að mörgu leyti réttmætt, en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.