Helgafell - 01.07.1943, Síða 73

Helgafell - 01.07.1943, Síða 73
BÓKMENNTIR 329 bókinni. Það er líka efni til að fást við. Karl V. erfir meira riki en nokkur annar þjóðhöfðingi fyrir hans daga (og reyndar líka síðan). Hann hefur ógurlegt vald, vinnur mörg stríð, kúgar konunga og páfa, en hrökklast þó frá völdum á sextugsaldri, sigraður, þrátt fyrir alla sína sigra. Hann skildi ekki, að hann var að berjast gegn straumi tímans. Filippus II., sonur Karls V., heldur áfram bar- áttu föður síns gegn mótmælendatrúnni. En nú varð mikil breyting á bardagaaðferðum. Eftir að Spánn varð forvígisland kaþólskunnar, hófst hin mikla grimmd í trúarbaráttunni, sem oss nútíðar- mönnum er lítt skiljanleg. Þetta er skýrt á þenn- an hátt: Spánverjar höfðu í nærfellt sjö aldir háð harða baráttu við Mára á Spáni, og sú barátta snerist að miklu leyti um trúarbrögðin. Hún var stríð milli kristni og Múhameðstrúar. Spánverj- ar höfðu verið í margra alda krossferð, og trú- málin lágu þeim, öðrum þjóðum fremur, þungt á hjarta. Grimmdina höfðu þeir lært í stríðun- um við Mára. Þá lýsir höfundur baráttu Spánverja fyrir veldi sínu og trú, en henni lauk með fullkomnum ósigri, sem Spánn hefur aldrei náð sér eftir. Nýlendurnar færðu Spáni ekki eintóman gróða. Til dæmis fluttist mikill hluti hinna ungu og dugandi manna þangað, en eftir voru aðgerða- lausir höfðingjar og bláfátæk alþýða, sem held- ur ekki nennti að vinna. Höfundur skýrir vel hnignun Spánar, en mér finnst, að hann hefði gjarnan mátt rekja ýtar- legar sögu Englands. Á 16. öldinni er heimsveldi Englendinga grundvallað, þó það sé ekki fyrr en síðar, sem menn fóru fyrir alvöru að veita því eftirtekt. í bókinni hefði átt að vera einn kafli um Hinrik VIII. og Elísabetu drottningu, en auðvitað verður höfundur sjálfur að ráða, hvaða menn hann velur sér til að skrifa um. Um Cromwell er ýtarlegur og vel saminn kafli, en þó hefði hann ef til vill mátt missast, því þó Cromwell sé óvenjulega sérstæður og merki- Iegur maður, þá varð þó lítill árangur af starfi hans. Sú bylting, er hann hóf í enskum þjóð- málum, féll um sjálfa sig, er hans naut ekki lengur við. Síðan hefur þróunin á sviði stjórn- málanna verið mjög hægfara í Englandi og engar snöggar byltingar átt sér stað. Því bylt- ingin 1688 var aðeins fólgin í því, að skipt var um konung og vald kaþólskunnar brotið á bak aftur, án þess þó, að því væri útrýmt að fullu. Þjóðfélagsleg bylting var þetta ekki. Gústaf Adólf ber hátt yfir alla höfðingja mót- mælendatrúar um sfna daga. (Ég kann illa við yfirskriftina Gustavus Adolphus. Það er enskur ritháttur, sem aldrei hefur tíðkazt hér á landi.) Höf. dæmir rétt um gáfur hans og skaplyndi, en vel hefði mátt minnast á nýskipun hans á hermálum. Hann stofnar fyrstur manna reglu- legar vopnaverksmiðjur og forðabúr handa hern- um, og hinn góði útbúnaður, ekki sízt fatnað- urinn, gerði sænska hernum kleyft að fara hrað- ar yfir, en áður hafði þekkzt. Hann var ekki háður landinu, sem hann barðist í, eins og þá tíðkaðist annars. Gústaf Adólf hafði miklu strangari aga á mönnum sínum en nokkur ann- ar samtímaherforingi. Hann breytti líka fylk- ingaskipuninni. Gerði fyjkingarnar léttari og hreyfanlegri. Hinn mikli höfundur franska einveldisins, Richelieu kardínáli, fær mjög góðan dóm hjá höfundi, eins og réttmætt er. Kardínálinn mikli er ósvikið barn sinna tíma, en hann ber flest- um samtímamönnum hærra. Það eru ekki aðeins gáfur hans, sem hér koma til greina, heldur einnig hófsemi hans og gætni. Hann gætti þess vandlega, að kirkjan fengi ekki of mikil völd í Frakklandi, svo að segja má, að hann hafi unn- ið gegn þeirri stofnun, er fyrst hafði lyft honum til valda. Richelieu átti aðeins þá einu hugsjón, að gera Frakkland voldugt á öllum sviðum. Þess vegna er hann fús til þess að gera bandalag við mótmælendur gegn kaþólskum þjóðhöfðingjum. Þessi kafli er mjög vel skrifaður og af góðum skilningi á kardínálanum. Ritgerðaflokkur þessi er yfirleitt vel saminn, framsetningin ljós og málið fremur gott. Hann fyllir autt skarð í bókmenntum vorum, því að sama sem ekkert hefur verið skrifað á íslenzku um þetta merkilega tímabil, og þá helzt Iögð áherzla á trúarstríðin, en það skeði svo margt annað, eins og höf. dregur fram. En þetta eru þó aðeins dreifðar myndir. Væri ekki ástæða til þess að óska, að höfundur steypti þær saman og semdi ýtarlega sögu þessa tíma- bils? Hallgrímur HaUgrímsson. Iðnsaga Islands I—II IÐNSAGA ÍSLANDS. Ritstjóri Guðm. Finnbogason. Utgefandi Iðnaðarmanna- félagið f Reykjavík. 1943. Verð: kr. 100,00, kr. 140,00 ib. Tvö stór bindi. Rit þetta er samið og gefið út til minja um 75 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins í Reykja- vík, sem var hinn 3. febrúar 1942. Af óviðráð- anlegum orsökum (aðallega prentaraverkfalli)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.