Helgafell - 01.07.1943, Síða 74

Helgafell - 01.07.1943, Síða 74
330 HELGAFELL komst ritið ekki út fyrir þann tíma, eins og upphaflega var til ætjazt. Það hefði að vísu verið skemmtilegra fyrir félagið, ef svo hefði orðið, úr því að það réðist í þetta stórvirki, en sjálft ritið beið engan hnekki við það, nema síður sé. Þó að það vœri meira af tilviljun en að stillt hafi verið inn á það, stóð svo á, að ritið, bæði bindin fullgerð, komu út á sjötugasta afmælis- degi ritstjórans, dr. Guðmundar Finnbogason- ar, hinn 4. júlí 1943. í því sambandi verð ég að geta þess hér, að með útgáfu þessa rits hefur dr. Guðm. Finnboga- son leyst þrekvirki af hendi, með nokkuð öðr- um hætti en önnur þau þrekvirki, er hann hefur unnið, en sízt veigaminni þó. Hann hefur borið hita og þunga starfsins, kjörið menn til þess að skrifa um einstakar greinar, lagt fyrir þá lífsreglur og auðvitað aðstoð, ef með hefur þurft, skrifað sjálfur um margar greinar — fleiri en hann hafði ætlað sér, þar sem aðrir brugðust. Og dr. Guðmundur Finnbogason kastar ekki höndunum að því, sem hann fæst við. Þess ber Iðnsagan Ijóslega vitni. Það má að vísu kalla aukaatriði, en er þó ljóst dæmi um starfshæfni Guðmundar eða ár- vekni hans í starfi sínu, að upphafleg áætlun um ritið var, að það yrði alls 50 arkir í sömu stærð og bók hans, íslendingar. Nú eru þarna eigi færri en 16 höfundar, auk sjálfs hans, en þó skeikar ekki meira en svo um stærðina, að það munar aðeins örfáum blaðsíðum. Það er aðeins efnis- og nafnaskrá, sem gerir ritið ofurlítið lengra. Ritið heitir „Iðnsaga íslands" og er auðvitað réttnefni, enda var svo til þess stofnað. En við lestur þess virðist manni það miklu frekar vera Menningarsaga íslands, jafnvel í mínum augum sem iðnaðarmanns. Fyrra bindið ber uppi rit- gerð Guðmundar prófessors Hannessonar, „Húsa- gerð á íslandi", enda tekur hún upp nærri % hluta þess bindis. Það er um hana að segja, frá mínu sjónarmiði séð — með stuðningi þess, að hafa með eigin augum séð rústirnar á Stöng f Þjórsárdal, sem við verðum að vernda betur, fara með sem óskurnað egg — að eftir lestur henn- ar þykist ég fyrst hafa skilið fornöldina og þá að sama skapi aldirnar þar á eftir, fram til vorra tíma, þegar mestar byltingar verða í húsagerð hér á landi. Frá því er Guðmundur Hannesson komst til „vits og ára“, ef svo má segja, hefur hann látið sér annt um híbýli fólks. Hann hefur skrifað ýmislegt um þau, gert sínar athuganir og komið með sínar tillögur. En þetta mun vera rækilegasta ritgerð hans um þetta efni. Guð- mundur er nú kominn fast að áttræðu, en ekki er að sjá nein ellimörk á þessari ritsmíð hans, eins og t. d. á bls. 231, þar sem hann ræðir um timburhúsin. „Þau skoppuðu, eins og léttur bát- ur á öllum tímans öldum, og brugðust í allra húsa líki. Fyrst voru þau slétt og rétt timbur- hús, síðan grá fyrir járnum og að lokum eins og ljósgrá nýmóðins steinhús". Bregða yngri höf- undar betur á leik, er þeir skrifa um svo „þurrt" efni? Aðrir kaflar Iðnsögunnar, en „Húsagerð" Guð- mundar Hannessonar, eru þessir: Sk'pasmíSar, Guðmundur Finnbogason. Hús- gagnasmí&ar, Guðmundur Finnbogason. íláta- smíSar, Guðm. Finnbogason. SkurSlist, Guðm. Finnbogason og Ríkarður Jónsson. SöSlasmiSi, Guðm. Finnbogason. Klyfjarei&skaptir, Þor- steinn Konráðsson. SaltgerS, Guðm. Finnboga- son. JárngerS, Þorkell Jóhannesson. Brennisteins- nám, Jón E. Vestdal. Silfurberg, Helgi Her- mann Eiríksson. Kalk'SnaSur í Mógilsá, Björn Kristjánsson. BrauSgerS, Guðm. Finnbogas. Oí- gerS, Guðbrandur Jónsson. Litun, Guðm. Finn- bogason. Skinnaverkun, Gísli Þorkelsson. Ullar- iSnaSur, Þorkell Jóhannesson. VefnaSur, prjón og saumur, Inga Lárusdóttir. Dráttlist og hand- ritaskraut, Guðm. Finnbogason. PrentUst, Hajl- björn Halldórsson. Bókband, Guðm. Finnboga- son. MálmsmiSi fyrr á timum, Matthías Þórðar- son. Islenzkur iSjurekstur, Klemens Tryggvason og Torfi Ásgeirsson. Auk þess er til viðbótar: Skrá um iSju og handiSnaS á íslandi í árslok 1942, Sveinbjörn Jónsson. Efnisskrá, Finnur Sigmundsson. Nafna- skrá, Lárus H. Blöndal. Af upptalningu þessari sjá menn, hvað feng- izt er við. f formálanum getur ritstjórinn þessa í sambandi við það, sem hann varð að sleppa: „Af því, sem til matar og drykkjar heyrir, hefur þó aðeins brauð og öl verið tekið með, en ekki ritað t. d. um slátrun, söltun og reyking kjöts, ostagerð, skyrgerð, smjörgerð, fiskverkun o. s. frv. Þá hefur he.ldur ekki verið unnt að fá ritað um nokkrar iðnir, sem að vísu hafa tíðk- azt hér alllengi, en eru með alþjóðlegu sniði, svo sem skraddaraiðn, hattagerð, skósmíði, renni- smíði, úrsmíði, ljósmyndagerð o. fl.“. Það yrði of langt mál að fara að gera nánari grein fyrir hverri einni af ofangreindum ritgerð- um. Þær halda yfirleitt þeim menningarsögublæ, sem er svo einkennandi fyrir ritið. Helzt finnst mér tvær þeirra stinga ofurlítið í stúf, og eru þó
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.