Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 75

Helgafell - 01.07.1943, Qupperneq 75
BÓKMENNTIR 331 báðar ágætar. Önnur er ritgerÖ Ingu Lárusdóttur um vefnað, prjón og saum. Hún er skrifuð fullmikið í skálarræðustíl fyrir íslenzka kven- fólkið. Er það nokkuð sérstakt, þó að íslenzkar konur hafi ofið, prjónað og saumað? Ætli kyn- systur þeirra í öðrum löndum hafi ekki gert hið sama? Annars er grein þessi stórfróðleg og færir mér, sem er ekki nema sonur íslenzkrar konu, m. a. þann merkilega fróðleik, að prjón muni ekki hafa þekkzt hér fyrr en á 16. öld. Hin greinin er ein af þeim fáu, sem fæst við list, og á ég þar við „Prentlist" eftir Hallbjörn Haljdórsson. Eftir öllum „listarinnar" reglum er þar fyrst efnisyfirlit í IX (9, níu, ólistrænt innskot frá mér) þáttum. Það þykir mér kostu- legt, að sú handiðnin, sem í rauninni er vél- rænust, sem átti erfiðast uppdráttar vegna þess, að hún gat ekki keppt við list þeirra, er skrifuðu bækur áður, skuli vera sú eina raunverulega iðn, sem verður að heita ,,list“. í upptalningunni hér að framan er að vísu talað um „Skurðlist" og „DráttlÍ8t“. Höf. velur úr þrem samsettum nafn- orðum, „prentverk", „prentiðn", „prentlist", og verður hið síðasta fyrir kjörinu. En væri ekki fjandans nóg, Hallbjörn minn, að halda aðeins stofnnafnorðinu, tala um „prent" og sleppa bæði ,,verk“ og ,,iðn“ og þó öllu framar „list"? í grein þessari kemur fram, hvílíkur óskaplegur vandi það er að setja staf, ég tala nú ekki um að fá hæfilega svertu á hann — aðrar iðngrein- ar hverfa alveg, enda er þetta eina iðnin, þar sem um „list" er að ræða. Þessi orð vona ég, að prentararnir setji og prenti af ,,list“! Ég hef getið þess, að ég tel ritstjórn dr. Guð- mundar Finnbogasonar að riti þessu vera með ágætum. En sem „ritdómari" verð ég auðvitað að vera með ofurlítinn derring. Á hvaða máli eru bækurnar ritaðar? Á ís- lenzku, góðri íslenzku, eins og Guðm. Finn- bogasyni er Jagið og yfirleitt öðrum þeim, sem þarna rita. Hvers vegna er þá verið að taka þarna upp annað mál en íslenzku? Guðm. Hann- esson tekur upp á norsku: „Sagen er först me- get langt ned i den historiske tid blevet alminde- lig brugt redskab" (I, bls. 8). Það er algengt í útlendum ritum að taka upp setningar úr öðrum málum, vegna þess að þar er venjulega ekki skrifað fyrir almenning. Bækur eru þar yfirleitt ætlaðar lærðum mönnum einum. Öðru máli er að gegna hér hjá okkur. Hér verða yfirleitt ekki gefnar út bækur nema handa „fólkinu", og þær verða að vera á íslenzku, hvert einasta orð. Til er mál, sem heitir „fornnorræna" eða „dönsk tunga", og sé vitnað í hana, má þar ekki skeika einum staf, þ. e. frá „samræmdri stafsetningu". í ritgerð Guðmundar Hannessonar (I, bls. 3) segir svo um Þórodd Gamlason, að hann „gjörð- ist einn mesti iðróttarmaðr í þesskonar námi". Ur hvaða máli er þetta tekið? Ég hélt það væri íslenzka. Er það til skilningsauka fyrir okkur iðnaðarmenn, eða lesendur ritsins yfirleitt, að Þóroddur er nefndur „iðróttarmaðr", í staðinn fyrir blátt áfram íþróttamaður? Nokkru neðar á sömu síðu stendur þetta (tek- ið upp úr Hungurvöku): „Árni, er kallaðr var höfutsmiðr--------“. Svo nákvæmlega verður að vitna í hið „framandi" mál, að prentvillu verður að taka með. Mér er sagt, að hér sé um „sam- ræmda" stafsetningu að ræða, en svo einkenni- lega vill til, einmitt í þessu riti, þar sem vitnað er í forn rit, að einn útgefandinn hefur þetta „samræmi", annar hitt. Sjálfur norrænuprófess- orinn við Háskóla íslands, Sigurður Nordal (og raunar fleiri fræðimenn) leyfir sér að „íslenzka" tilvitnanir sínar í fornritin. Ég hélt, satt að segja, að ritstjóri Iðnsögunnar, dr. Guðmundur Finnbogason, léti sér sæma að gefa hana út á íslenzku. Nokkuð er af prentvillum í ritinu, þar sem þó á að vera ,,íslenzka“, ekki til meins, en til óþrifnaðar þó. Það skiptir t. d. ekki miklu máli, þó að ég sé þar nefndur ,,bókbandari“. Máske er það aðeins ..samræmd stafsetning**? Ársœll Árna8on. Fimm Ijóðasöfn Ekki er að sjá, að íslendingar yrki minna en áður, þótt lítið beri á ljóðasöfnum í öllu bóka- flóðinu. Flestar þær bækur, sem hér verður minnzt á, eru eftir byrjendur og lítt kunna höf- unda. — Ungur maður, Kristinn Pétursson, kall- ar fyrsta ljóðasafn sitt, „Suður með sjó". Er það lítil bók með 32 smákvæðum og hafa sum þeirra birzt áður í blöðum og tímaritum. Þetta er lagleg byrjandabók, mörg kvæði og vísur eru þar smekkleg og snotur (Ljúfi lognsœr o. fl.). Höfundur hefur þegar allmikla leikni í meðferð bundins máls og fer ekki alltaf troðnar götur í bragarháttum. En sumar rímtilraunir hans eru misheppnaðar. Það er t. d. ekki smekklegt að lata „barn á“ ríma við „Tjarná" eða „hnar- reist" við „var reist“. Þó er eitthvað í Ijóðum Kristins, sem ýtir undir þær vonir, að hann geti náð meiri þroska í kveðskap sínum með aldri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.