Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 20

Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 20
402 HELGAFELL samband Islands og Danmerkur á gagnkvæmum hagsmunum. Danir ábötuð- ust að vísu lengi á einokunarverzlun sinni og síðar, — á nítjándu öld — á sel- stöðuverzluninni og ýmsu öðru. En á fyrstu áratugum þessarar aldar misstu þeir allan meginhluta hinnar íslenzku verzlunar úr sínum höndum. Og aðrar stórbreytingar urðu þá á samskiptum Islendinga og Dana. Hið pólitíska sam- band þeirra við Island var þá orðið þeim einskis virði og fastheldni þeirra við það ekkert annað en hégómamál í raun og veru. Danir tóku og nú að átta sig á þessum bersýnilega sannleika. Þá er að stríðslokum dró 1918, komst og annað mál á dagskrá í Danmörku, sem mun hafa átt sinn þátt í að glæða skilning þeirra á hinu íslenzka sambandsmáli. Sambandslögin bera þess ljóst vitni, að Danir voru þá þegar algerlega horfnir frá öllum draumórum um framtíðaryfirráð yfir íslandi, því að 18. gr. þeirra heimilar hvorum samningsaðila sem er að slíta sambandinu með öllu. Is- lendingar fengu að vísu ekki rétt til þess að segja konung sér af höndum, því að konungur stendur fyrir utan, eða ofan, sambandslögin. En lítið vit virðist í því og engum til gagns, að sami maður beri konungsnafn í báðum löndun- um, eftir að allt annað samband þeirra á meðal er slitið. II. £g man, að mjög var rætt um það manna á meðal vorið 1940, að nú loks- ins væri öllu pólitísku sambandi milli Islands og Danmerkur slitið og hefðu þó þau tíðindi gerzt með hörmulegum hætti, — hernámi beggja landanna. Að vísu var öllum Ijóst, að ennþá væri ekki gengið frá þeim formsatriðum, er að sambandsslitum lytu. Hitt fannst mönnum með öllu óhugsandi, að sam- bandið yrði endurnýjað eftir ófriðarlok, og bar einkum tvennt til þess. Það hið fyrsta, að einmitt hið næsta ár, 1941, gátu Islendingar krafizt endurskoð- unar á sambandslögunum og síðan gátu þeir rofið sambandið með öllu á þriggja ára fresti samkvæmt þeim fyrirmælum, sem gerð eru um sambandsslit í lögunum sjálfum. Til þess höfðu þeir ótvíræðan og ugglausan rétt og sömu- leiðis ótvíræðan og ugglausan vilja. En þar að auki hafði Island nú borizt fyrir óðri rás viðburðanna inn á hagsmunasvæði Englendinga. Málum vorum er nú svo komið, að Englendingar telja því ríki eða þeim ríkjum, er ráða vilja yfir norðurhluta Atlantshafs, lífsnauðsyn að ráða yfir landvörnum Is- lands. Nefna þeir nú Island oft eyvirl^iÖ í norÖur-höfum eða Möltu NorSur- Atlantshafs, og má öllum vera ljóst, í hverja átt þau nöfn benda. Er þess og skemmst að minnast, að Stimson hermálaráðherra Bandaríkjanna taldi Island hafa orðið Bandamönnum til mikilla hernaðarnytja, þá er hann átti hér viðdvöl fyrir nokkru. Það má vera, að Engilsaxar láti okkur lausa að ófriðarlokum, svo sem þeir hafa lofað. En það munu þeir þó því aðeins gera, ef sigur þeirra yfir Þjóðverjum verður svo fullkominn, að þeir uggi ekki um sig úr þeirri átt fyrst um sinn. Hvenær sem ófriðarbliku dregur á loft aftur,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.