Helgafell - 02.12.1943, Side 29

Helgafell - 02.12.1943, Side 29
LÖGSKILNAÐUR EÐA HRAÐSKILNAÐUR ? 411 Dani ?“ er það eitt að segja, að hún felur í sér meiri heimsku og gorgeir, en allt það, sem enn hefur komið fram af hendi hraðskilnaðarmannaíþessumáli. að vanefndakenningunni einni undanskilinni. Við eigum að tala við þá til þess að sýna, að við höfum enga tilhneigingu til þess að fótum troða al- þjóðasiðvenjur. Við eigum að tala við þá til þess að sýna, að við, ein hin máttarminnsta þjóð á jarðríki, teljum það fráleitt og okkur með öllu ósæmi- legt, og þar að auki skaðlegt, að beita oflátungshætti, hrottaskap og ofbeldi gagnvart annarri þjóð, þótt við e/ til vill höfum komizt í færi um að geta það. Við þurfum að tala við þá um framtíðarsambúð þjóðanna — á hvern hátt þær geti orðið hvor annarri að beztu liði. Um margt annað þurfum við við Dani að tala, svo sem við hinar Norðurlandaþjóðirnar, því að nú eru ber- sýnilega þeir tímar í aðsigi, að allar friðsamar þjóðir, og þó einkum smá- þjóðir, þurfa að sameina krafta sína svo sem bezt þær kunna. En sérstaklega þurfum við þó við Dani að tala um hinn dýrasta fjársjóð, sem við eigum, fornbókmenntirnar. Meginhluti þeirra er í vörzlu Dana, — en Islendingar hafa samið þær, hafa safnað þeim, hafa flutt þær til Danmerkur og unnið manna mest að því að gefa þær út. Engin þjóð á rétt til þeirra nema við. En Danir hafa eignarhaldið á þeim, og ef hraðskilnaðurinn hefst fram, sem vitað er, að Danir telja sér fjandsamlegan, þá er lítil von til, að þeir verði allfúsir á að selja oss þær í hendur. Eg óttast, að hvenær sem Islend- ingar leita hófanna við Dani um handritin, fái þeir þetta svar: ,,Um hvað þurfið þið að tala við okkur?“ Því að setningin er þeirrar náttúru, að hún ei líkleg til þess að verða víðfræg að endemum um öll Norðurlönd og jafnvel miklu víðar. Ég veit, að til einskis er að minnast á það við hraðskilnaðarmenn, hve hörmulega Danmörk er leikin nú um þessar mundir. 1 haust, þá er fregnir tóku að berast um hinn nýja píslarþátt í þjáningarsögu Danmerkur, sem þá hófst, kviknaði einhver vonarneisti hjá mér, — þótt heimskulegt væri, — um að nú mundu hraðskilnaðarmenn e. t. v. tilleiðanlegir til þess að lækka seglin eitthvað. En hamingjan hjálpi okkur! Menn, sem hafa ,,leyfis“-bréf frá Bandaríkjunum upp á vasann, gefa ekki slíkum smámunum gaum. Kon- ungur var í varðhaldi, stjómin sagði af sér, og hafa engir danskir menn feng- izt til að ganga í stjórn síðan, víða urðu götubardagar og danskir menn skotn- n niður hópum saman, aðrir voru hnepptir í fangelsi eða sendir í hinar ill- ræmdu fangabúðir Þýzkalands. Þá blossaði og upp djöfulæði nazista gegn Gyðingum. Það er sagt, að einn nazistaforingi hafi tjáð Kristjáni konungi, að allir Gyðingar í Danmörku ættu að hafa merki á búnaði sínum, er segði til um þjóðerni þeirra, en konungur á þá að hafa svarað, svo sem góðum manni og miklum konungi sæmdi, að það merki mundi þá hann og allt hans ættlið bera. Ég veit ekki, hvernig farið hefur um þetta merkis-mál, en hitt er víst, að nazistar hafa handtekið danska Gyðinga hópum saman og

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.