Helgafell - 02.12.1943, Side 38

Helgafell - 02.12.1943, Side 38
420 HELGAFELL að nokkru leyti við Mývatn, í Vogum og Reykjahlíð. Og þar var hún fermd. Við þá athöfn kom kirkjufólki óvart, að presturinn, sr. Jón Þorsteinsson í Reykjahlíð, nefndi Guðrúnu Jónsdótt- ur, þegar hann staðfesti hana. Eftir messu vakti granni prestsins og vinur máls á því í eintali þeirra, að presti hefði mismæli á orðið við ferminguna. En hann svaraði: ,,Átti eg að ljúga fyrir altarinu ?“ Á æskuárum var Guðrún í vist hjá Gísla skáldi Gíslasyni, bónda í Skörð- um. Varð Guðrún barnshafandi og í vanda stödd þar á heimili. Þá varð til þess bróðir hennar, Pétur Jónsson 1 Reykjahlíð, að sækja systur sína og flytja heim til sín. Dvaldist Guðrún upp frá því í Mývatnssveit. Barn þeirra Gísla í Skörðum og Guð- rúnar var Marja, kona Jóns Jónssonar á Skútustöðum, Helgasonar, Marja var tápmikil og hæfileikum búin, og er mikill ættstofn af þeim hjónum kominn. Elztur barna þeirra var snilld- arbóndinn og fjárræktarmaðurinn Sig- fús á Halldórsstöðum í Reykjadal, fað- ir Sigurðar Bjarklind og þeirra syst- kina. — Guðrún giftist Jóni Jónssyni bónda á Arnarvatni. En hann lézt eftir stutta sambúð þeirra. Þau eignuðust eina dóttur, Sigríði að nafni. Hún varð síðasta kona Jóns skálds Hinrikssonar og móðir Sigurðar skálds á Arnarvatni og alsystkina hans. Fám árum eftir lát Jóns á Arnar- vatni giftist Guðrún Stefáni á Skútu- stöðum, og fluttust þau innan skamms að Geirastöðum og bjuggu þar. Farn- aðist þeim vel búskapur og voru vin- sæl og mikilsvirt í sveitinni. En Guð- rún dó á miðjum aldri af ,,innvortis- sjúkdómi'*. Var Jón sonur hennar þá 9 ára. Jón saknaði móður sinnar mjög, missti með henni það, sem aldrei varð aftur fundið. Þess minntist hann um móður sína, að hún var stjórnsöm á heimili og þó hóglát, guðhrædd og bókfróð, að minnsta kosti um það, sem þar að laut. Lét móðir hans hann lesa í ritningunni, svo að hann varð fróður um hin sögulegu atriðin. Þá kenndi hún honum sálma og bænir og inn- rætti svo, að hann sagðist hafa verið ,,heittrúað barn, þó að fjörvilltur væri“. Kunnað hafði hún og kvæði og kviðlinga samtíðar sinnar. Stefán faðir Jóns var þrekmaður, greindur og dagfarsprúður, smiður góð- ur og afkastamaður í verki. Smíðaði hann ljái og dengdi fyrir sveitunga sína. En sjálfum sér gerði hann ljá nokkru lengri en öðrum, og þótti hann slá að því skapi meira en samtíðar- menn. En jafnframt var Stefán tals- verður bókamaður, átti rímur og forn- sögur, Snorra-Eddu þá, sem Lestrar- félag Mývetninga eignaðist síðan, o. fl. Jón minntist þess, að faðir sinn hefði verið einkennilegur og skörulegur kvæðamaður, kunnað mikið af sögn- um og rímum, verið kenningafróður og skilningsglöggur. Ungur að aldri las Jón Eddu með skýringum föður síns, þegar þurfti. Honum skildist, að þetta var frásögn um trúarbrögð heið- ingjanna. Og barnið vissi, að þau voru ,,ósönn“. En hann sagðist ekki hafa getað að því gert, að þetta leitaði í hug hans og festist í minni við hlið- ina á því, sem hann trúði og vissi, að hann mátti trúa. Jón Stefánsson sagðist í bernsku hafa ,,drukkið eins og þyrstur maður allar sögur“, sem hann náði til þess að lesa. ,,En foreldrarnir kunnu bæði að greina sögur eftir efni og meðferð þess“. Því lærðist honum þegar í æsku að skipa trölla- og riddarasögum ann-

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.