Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 45

Helgafell - 02.12.1943, Qupperneq 45
SKÁLDIÐ Á LITLU-STRÖND 427 Stefánssonar til málleysingjanna, þeirra lífsfélaga okkar, sem við tök- um okkur alvald yfir og sviptum varn- arrétti. Þar þótti honum sem enn kenndi mannsins þrælahald. Jón Stefánsson viðurkenndi það læknisráð hlutsæisstefnunnar, að mein þyrfti að finna, ef það ætti brott að taka. Og mein var að finna, þegar að var gætt. 1 fari manns og í mannfélagi hafði Jón mesta andúð á því, sem sagðist vera annað en það var, reynd- ist mein, þótt það sýndi sig sem heil- brigt. Hann vildi ekki ,,ljúga fyrir altarinu“, og þá mátti ekki heldur ,,þegja við öllu röngu“. Undir þessum áhrifum vaknaði með Jóni Stefánssyni þráin til ritstarfa. Lét hann fyrst á þessu brydda í sveitarblaði og við hlið þeirra Jóns Jónssonar frænda síns (síðar í Múla), Péturs á Gautlöndum og fárra annarra fylgis- manna nýmæla í sveitinni. Þótti Jón Stefánsson berorðastur í gagnrýni sinni á hefð og erfðavenjur í kennidómi og sveitarháttum. Sætti það frjálslyndi andmælum og nokkurri þykkju hinnar eldri kynslóðar. En það hlaut innan skamms skilning og fylgi yngri manna. Jón Stefánsson mat að jafnaði mest og skildi bezt sögulega meðferð mál- efnis. Sú ástæða í sambandi við með- fædda listhneigð hans réð því, að hann valdi ádeilum sínum smásagnaform. Fyrstu tilraunir um sagnagerð til birt- ingar á prenti bar hann undir dóm þeirra, sem hann treysti bezt um skiln- ing á viðleitni sinni og heilindi við sig. Næstur honum þeirra manna var þá Pétur á Gautlöndum. Og á Gaut- löndum urðu svo kynnin við Bene- dikt á Auðnum, þegar kaupfélags- stjórn sat þar að störfum. Nú var að vaxa upp bókasafn það, er síðar varð Sýslubókasafn. Voru þeir Benedikt og Pétur öruggastir forgöngu- menn og Jón hið næsta þeim um á- hugann. Benedikt réð mestu um bóka- val, en í sambandi við það fóru vax- andi kynni þeirra Jóns og Benedikts. Áttu þeir samræður og bréfaskipti um bækur og önnur hugðarefni. Mun eng- inn samtíðarmanna hafa haft með kynning sinni jafn mikil áhrif á hug- sjónir og ritstarfaþróun Jóns Stefáns- sonar og Benedikt Jónsson. Jón Stefánsson tók við hreppstjórn í Mývatnssveit eftir Jón Sigurðsson á Gautlöndum, um 1890. Hreppstjóra- störfin rækti hann með fyllstu reglu- semi, og var skýrslugerð öll prýðileg. Að öðru leyti beitti Jón sér ekki mikið að sveitarstjórnarstörfum. Undi hann því vel, að aðrir gengi framar um flutning þeirra málefna á sveitar- fundum og manna meðal. En á skemmtifundum í sveit sinni og í héraði hin síðari ár átti hann fast hlutverk. Brást varla, að hann flytti þar erindi, ræðu eða sögu, frumsamið eða þýtt. Flutti hann jafnan af blöð- um, las skýrt og jafnhratt og breytti lítt um róm, þótt efni skipti. Hreim- ur var í röddinni og barst vel (,,Gjall- andahreimur í hlíðunum dó“). Jón hneigðist alla tíð til fylgdar með yngri mönnum og þeir til fylgdar við hann. Hann var á síðustu árum heið- ursfélagi í ungmennafélagi sveitarinn- ar og sótti félagsfundi. Þar var hann áhorfandi og unnandi kapprauna æskunnar, og jafnframt hinn fróði þulur, sem beindi huga unga fólksins að sögu og fortíð. — Fríður, styrkur, starfandi hópur æsk- unnar, komandi kynslóðar, leiddur af viti og mannúð, — þar var fyrirheitna landið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.