Helgafell - 02.12.1943, Page 49

Helgafell - 02.12.1943, Page 49
Elskhugi minn! Hér ertu velkominn. Og þótt þú stökkvir upp í ótta og fáti, þá á ég hérna innar annan sal. Kom! Vertu rór! — Þú einn veizt öllum betur, að eitt sinn kemur það, er verða skal. Hér bíður, vinur, öndvegi undurmjúkt, og alla þögn, sem alls þú hefur þráð, ég geri hér að helgum blæjutjöldum um huga þinn og sál. Og hérna hef ég búið þér þann beð, sem beztur er á jörðu: Spurn þinna augna, er sparnstu í vöggugafl ég spenni eins og tjald um þessa rekkju og fyrsta ma-ma-va-va vara þinna ég vef um þenna hvíta, mjúka beð. Elskhugi minn! Hví ertu horfinn, flúinn og höll mín auð og tóm? Sal á ég enn, þótt áður væri ei talinn, innstan og beztan. — Þar er dauðinn þjónn og þvær um fætur þeim, sem vilja gista. Og vittu, vinur, þar er þögnin hljóðust, og þar er voðin mýkst, sem ieggst að limum, og værðin lengst, sem lengst þú hefur þráð. Elskhugi minn! Æ, nú er höll mín hljóð. Ó, hjartans vinur, kemurðu aldrei aftur? Elskhugi minn!

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.