Helgafell - 02.12.1943, Page 69

Helgafell - 02.12.1943, Page 69
BÓKMENNTIR 451 og komma var sett á eftir fyrsta vísuorði. í síðari útgáfunni stendur: Gott mun vera í grafarreit. Gleymdir eiga friSinn. Þetta kann aS vera jafngóSur skáldskapur. En vísan hefur enn fjarlægzt upphaflega mynd sína. Og eg efast um, aS Jóhann hefSi kært sig um þessa ,,lagfæringu“. Þá hefur Helgi Sæmundsson samiS nýja rit- gerS um Jóhann Gunnar framan viS þessa út- gáfu. Eins og þegar er sagt, mátti ýmislegt finna aS ritgerS Benedikts Bjarnarsonar. En hún bar þaS samt meS sér, aS hann var nákunnugur Jóhanni, svo aS vafasamt er, þótt ekki sé lengra liSiS, aS nokkur maSur sé nú á lífi, sem hefur þekkt Jóhann eins vel. Mér hefSi fundizt þaS falleg ræktarsemi viS þá báSa, aS ritgerS Bene- dikts hefSi veriS. endurprentuS. Ef til vill hefSi mátt fella úr henni dálítiS af óþörfum hugleiS- ingum. AnnaS mál var samt, ef önnur mun betri hefSi komiS í staSinn. En hvaS er þá um ritgerS Helga? Hvert einasta atriSi í henni, sem nokkuru máli skiptir um ævi og einkenni Jó- hanns, er sótt í ritgerS Benedikts, stundum nær orSrétt, samt stundum vikiS svo viS, aS ókunn- ugleiki eftirritarans leynir sér ekki. Eitt dæmi: Benedikt segir: „Félag skójapilta, ,.FramtíSin", gaf þá út tvö blöS; annaS þeirra hét „Skin- faxi", og flutti hann allt, sem til féllst í ó- bundnu máli; hitt nefndist „Kolbrún", og í henni birtu þeir kvæSi sín.--------Jóhann lagSi drjúgan skerf til þessara blaSa; einkum lét hann sér annt um „Kolbrún" og orti mikiS í hana". En Helgi skrifar svo: „Latínuskólapiltar héjdu úti tveim blöSum um þessar mundir. Nefndist annaS þeirra „Skinfaxi" og flutti allt, er til féllst í óbundnu máli. Hitt nefndist „Kolbrún", og þar voru kvæSin birt. LagSi Jóhann drjúgan skerf til þeirra, einkum þó „Kolbrúnar"”. Svo vandlega sem hér virSist þrædd frásögn og orSa- lag Benedikts, tekst þó aS fara rangt meS eitt smáatriSi, því aS skólapiltar gáfu út fleiri blöS um þe6sar mundir en þau tvö, sem voru á veg- um FramtíSarinnar. Hins vegar sleppir Helgi ýmsum atriSum úr ritgerS Benedikts, sem betra var aS hafa en missa, enda er ritgerS Helga drjúgum styttri og samt talsvert af gagnslausu efni í ekki lengra máli. Vel má virSa viS Helga, aS hann talar um Jóhann meS hlýleik og af aSdáun. En stundum er seinheppilega aS orSi komizt, t. d.: „Fyrir sköpun orSsins listar gat hann sér mik- iS frægSarorS". Jóhann tamdi sér orSsins list og iSkaSi hana meS sóma, en aS eigna honum „sköpun orSsins listar" væri enn meiri öfgar en aS tejja Helga skapara ritgerSarinnar, — enda á Helgi vafalaust ekki viS neitt annaS en aS Jóhann hafi ort kvæSi og samiS sögur. List og listaverk eru ekki samrar merkingar á íslenzku fremur en t. d. hagleikur og smíSis- gripur — og ekkert unniS viS aS grauta merk- ingum þeirra svo hroSalega saman, þótt stuncl- um sé gert eitthvaS því líkt f samsettum orSum eftir erlendum fyrirmyndum. En eg mundi ekki hafa fundiS mig tilknúinn aS benda á þau missmfSi þessarar útgáfu, sem nú hafa veriS sýnd (því aS yfir mörg illa unn- in útgáfustörf leggja ritdómarar hér blessun sína án nokkurrar athugunar), — ef í henni væri ekki aS auki gengiS svo í berhögg viS bók- menntalegt velsæmi, aS þaS má ekki láta óátal- iS. ÞaS er auSvitaS slæmt, bæSi vegna íslenzkra lesenda og minningar Jóhanns Gunnars, aS út- gáfan skuli ekki vera betur vönduS og vanrækt skyldi vera þaS tækifæri, sem bauSst, aS at- huga vandlega handrit skáldsins, hinn sjálfsagSa grundvöll nýrrar útgáfu bókar, sem höfundur hafSi ekki gengiS sjálfur frá, En út yfir tekur þó annaS. Starf Helga Sæmundssonar hefur (auk prófarkalestrar og algjörlega ónýts efnisyfir- lits) veriS í því fólgiS, aS hann lætur endur- prenta úrvaliS, eins og Benedikt Bjarnarson gekk frá því, jafnvel úrval af prentvillum þeim, sem komizt höfSu inn í fyrri útgáfuna, — og hann stySst fast viS ritgerS Benedikts í rit- gerS sinni, aflar sér nauSalítillar annarrar vitneskju um Jóhann og ævi hans, tekur upp lítt breyttar setningar, eins og þegar var sýnt meS einu dæmi. En frá því er alls ekki boriS viS aS skýra, hver sé afstaSa þessarar útgáfu til hinnar fyrri. Helgi Sœmundsson lœtur ekk‘ stío lítiS aS nejna najn Benedikjs Bjarnarsonar, huaS þá aS geta þess meS einu orSi, aS neitt sé til hans sótt. Þeir lesendur annarrar útgáfu, sem þekkja ekki hina eldri, mega gera sér eins mikilfenglegar hugmyndir og þeir vilja um vinnu Helga aS því aS búa bókina til prent- unar, safna efni í ævisögu Jóhanns o. s. frv. Slíkt athæfi sem þetta ber ekki aSeins vitni um hirSuleysi aS vinna verk sitt samvizkusamlega, heldur um einhvers konar siSferSilegt skyn- leysi, sem vel má vera, aS leiSi til góSs gengis á sumum sviSum þjóSlífsins, en ætti aS sporna viS, áSur en þaS nær aS gagnsýkja bókmennta- lífiS. AS minnsta kosti má reyna aS vara viS því. í hverju öSru siSuSu landi en á íslandi

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.