Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 4

Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 4
 MÁLFRÍÐUR Þegar þessi pistill kemur fyrir ykkar sjónir er vonandi komið vor og grös tekin að grænka. En á hlaupársdeg­ inum 29. febrúar var aðalfundur STIL haldinn í Skólabæ að venju. Auk venjulegra aðalfundarstarfa fór mest fyrir umræðum um lagabreytingar sem voru nokkrar samkvæmt tillögum laga­ nefndar. Í laganefnd sátu Valgerður Þ Guðjónsdóttir, Þórhildur Oddsdóttir og Ragnhildur Pálsdóttir. Kunnum við þeim miklar þakkir fyrir. Fyrsta breyt­ ing sem menn taka eftir, er að lögin heita nú samþykktir. Þær má sjá í heild inni á heimasíðunni www.ki.is/stil. Helstu breytingar lúta að samsetningu stjórnar og hve lengi hægt er að sitja í hverju embætti. Formaður sem fagfélögin skiptast á um að tilnefna getur lengst setið í fjögur ár. Önnur embætti sem stjórnarmenn skipta með sér og hægt er að gegna í 4 ár lengst, eru varaformaður, ritari og gjaldkeri. Önnur breyting til að létta stjórnarstörfin var sú að þau fag­ félög með fleiri en 20 félaga tilnefna einn í stjórn í stað tveggja áður, en fámennari félög hafa áheyrnarfulltrúa. Þar sem aðal­ fundur tekur allar meiriháttar ákvarðanir, töldum við það ekki rýra rödd neins félags. Það félag sem á formann hverju sinni skal tilnefna einn að auki til setu í stjórn. Annað málefni sem nokkuð var rætt snýr að Málfríði okkar. Lagnefnd lagði til að STIL væri ekki skylt að gefa út málgagn og vildi þar með víkka birtingarmöguleika efnis og nýtingu fjármuna sem við höfum til útgáfu / birtingar á efni um kennslu erlendra tungumála. Þó nokkur og fjörleg umræða var um þessa tillögu en vilji fundar­ manna var að halda Málfríði áfram sem málgagni tungumála­ kennara en taldi jafnframt nauðsynlegt að styðja eftir megni við að koma áhugaverðu efni á framfæri á sem flestum stöðum. Það er hreint ekki einfalt að halda úti Málfríði og vinnur rit­ stjórn mikið og gott starf við að finna áhugavert efni og birta okkur. Eins birtist Málfríður á netinu www.malfridur.ismennt.is . Tengil á netútgáfuna er líka að finna á heimasíðu STIL. Sumarnámskeið STIL verður haldið 4.­5. júní. Salvör Giss­ urardóttir lektor við KHÍ ætlar að kynna okkur bæði fræði­ lega og eins verklega fyrir Wikiverkfærum í tungumálanámi. Þátttakendur vinna verkefni í wiki og kynnast möguleikum sem það veitir í kennslu. Eftirfylgni eða framhald verður með haust­ inu í formi fjarnáms. Endurmenntun HÍ heldur utan um skrán­ inguna og er námskeiðið framhaldsskólakennurum að kostn­ aðarlausu. Það er opið grunnskólakennurum, en þeir verða því miður að greiða námskeiðið úr eigin vasa. Þó sumarnámskeiðið sé ekki afstaðið vil ég nota tækifæri og auglýsa eftir hugmyndum að næsta námskeiði. Hvers konar námskeið langar tungumálakennnara á? Senda má póst til mín: sj@bhs.is Látið endilega í ykkur heyra. Sigurborg Jónsdóttir Sigurborg Jónsdóttir Breytingar á lögum STÍL og sumarnámskeiðið Komdu á rétta staðinn B R A U T A R H O L T I 8 • 1 0 5 R E Y K J AV Í K •   S Í M I 5 6 2 3 3 7 0 •   w w w . i d n u . i s BÓKABÚÐ og gerðu góð kaup! Hlemmur IÐNÚ bókabúð Laugavegur N óa tú n Brautarholt Þ ve rh ol t

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.