Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 10

Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 10
10 MÁLFRÍÐUR sig á dönsku. Kennurunum sem ég ræddi við ber öllum saman um að áhersla á talað mál hafi auk­ ist mjög í kennslu þeirra á undanförnum árum. Munnleg færni er þjálfuð á margvíslegan hátt og hefur auk þess fengið töluvert vægi í formlegum prófum. Kennurunum finnst þó flestum frekar erf­ itt að fá nemendur til að ræða við sig á dönsku. Steinunn lýsir kannski stöðunni almennt af mestu raunsæi þegar hún segir: „Markmiðið er að það sé alltaf töluð danska alveg stöðugt en það markmið næst aldrei! Það eru sárafáir tímar sem hægt er að segja að það náist.“ Hún telur það skjóta skökku við að nemendur séu svona tregir til þess að tala því þeir eru sér þess alveg meðvitaðir um að í talmáli sé þeim helst ábótavant. Hún útskýrir vandamálið á eftirfarandi hátt: Ég held nú alltaf að það sé fyrst og fremst af því að danska er svo lítill þáttur, þ.e. heyrist svo lítið í daglegu lífi að þetta er þeim svo framandlegt. Þetta er fyrir þeim eitthvað sem gerist í dönsku­ tímum og hvergi annars staðar, þannig að það er eins og þau skynji það ekki að þetta er alvöru lif­ andi tungumál. Kolbrún hefur aðra skýringu á vandamálinu. Hún segir að um leið og nemendur komist að því að kennarinn sé ekki danskur finnist þeim það uppgerð að tala við hann á dönsku og vilji heldur tjá sig á móðurmálinu þar sem þau eru örugg. Henni finnst nemendur heftir í að svara og segir að þeir vilji helst ekki tala nema í einhvers konar leik, þ.e. þegar þeir fara í hlutverk einhvers annars, t.d. í tilbúnum sam­ tölum og hlutverkaleikjum. Viðmælendur mínir eru allir sammála um mik­ ilvægi þess að tala dönsku við nemendur í tímum. Elín segir: „Það skiptir ofboðslega miklu máli að kenna á dönsku og læra að temja sér að útskýra orð á dönsku [...] ég tala alltaf dönsku í tímum [...] ég er svo sannfærð um að þetta er það besta að gera[...] þau skilja mig, þó svo að þau fari kannski ekki endilega að tala meira.“ Það kemur þó í ljós að vegna þess hve misjafn undirbúningur nemenda er hvað varðar skilning á töluðu máli og talfærni eiga kennararnir það allir sameiginlegt að tala ekki alltaf og einungis dönsku í kennslustundum, sérstaklega ekki í grunnáföngum. Reynslan hefur sýnt þeim að það að tala ein­ göngu dönsku í tímum hjá þeim nemendum sem eru slakastir dragi úr kjarki þeirra svo að þeir missa áhuga á náminu. En hvenær á kennarinn þá að tala dönsku? Kolbrún segir mikilvægt að nemendur í grunnáföngum geti skilið öll almenn samskipti sem fram fari í kennslustofunni. Hennar skoðun er sú að „tungumálakennarinn, hann er sérfræðingurinn. Hann á að meta hvenær er raunhæft að ætlast til að þau skilji og hvenær ekki.“ Allar leggja þær áherslu á að þær tali alltaf um innihald texta á dönsku, en að málfræðikennsla og útskýringar á vinnuaðferð­ um og heimavinnu fari fram á íslensku. Flestar taka það fram að í góðum hópum fari oft heilar kennslu­ stundir fram á dönsku. Í framhalds­ og valáföngum tala kennararnir jafnan dönsku við nemendur. Að vekja áhuga og þor Til þess að tryggja góðan árangur í talmáli verður að gera nemendum grein fyrir mikilvægi þess að geta tjáð sig munnlega og kenna þeim fjölbreyttar aðferðir til að þjálfa sig. Viðmælendum mínum er tíðrætt um að „selja nemendum“skilning á mik­ ilvægi þess að geta tjáð sig munnlega á dönsku. Þær telja mikilvægt að gera námið lifandi og hagnýtt og ítreka mikilvægi þess að nemendur skilji að þeir séu að læra sér til gagns í lífinu. Þegar nemendur hafa verið sannfærðir um nauðsyn þess að tala dönsku er mikilvægt að fá þá til að yfirstíga þann þröskuld sem talmálið er fyrir þeim. Kennararnir taka fram að mikilvægt er að skapa rétt andrúmsloft í kennslu­ stofunni þannig að nemendur finni ákveðið öryggi og séu óhræddir við að tjá sig. Einnig er miklivægt að hvetja nemendur áfram með jákvæðum athuga­ semdum og hrósi. Það tekur á að tala dönsku Það getur verið erfitt að tala aðeins á dönsku í tímum, þegar fátt er um svör og kennarinn veit að nemendur geta ekki allir fylgst með. Styrkur kenn­ arans og einbeittur vilji hefur áhrif á hversu vel tekst til í talmálsþjálfuninni. Viðmælendur mínir segja allir að það taki verulega á að tala einungis dönsku í tímum. Katrín segir að þetta byggi á sjálfsaga og því að hafa taumhald á bekknum. Steinunn tekur í sama streng og segir: „Sérstaklega ef ég er eitthvað þreytt eða illa fyrir kölluð eða þegar líða tekur á veturinn þá dett ég frekar í að tala íslensku, ég þarf að setja mér það að ætla að tala dönsku og halda mig við það.“ Þær benda einnig á að samband við nemendur verði ekki eins náið ef einungis er töluð danska. Viðhorf kennaranna til starfsins og kennslugreinarinnar Viðmælendur mínir eru á einu máli um að góður árangur í dönskukennslu sé að stórum hluta undir

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.