Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 11

Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 11
MÁLFRÍÐUR 11 kennaranum kominn. Allar leggja þær áherslu á að kennarinn verði að hafa gaman af því sem hann er að gera og smita þannig nemendur með áhuga sínum. Katrín lýsir afstöðu sinni á eftirfarandi hátt: „Fyrst og síðast að hafa gaman af þessu. Um leið og mér er farið að finnast leiðinlegt í kennslustundum sem þýðir að þá leiðist nemendum mínum líka þá verð ég að gera eitthvað ...“ Elín tekur fram að hún sé fyrirmynd nemendanna. Hún telur að hún „sé mjög öguð inni í kennslustund­ inni“ og að hún geti ekki farið fram á að nemend­ urnir séu það nema að hún sé það sjálf. Hún leggur einnig mikið upp úr því að vera skipulögð í starfi og segir það mikilvægt að kennarar venji sig á að hugsa um hvað þeir séu að gera í tímum og hverju þeir vilji ná fram. Nemendur verði að sjá tilgang með með vinnu sinni, annars nenni þeir ekki að vera með. Viðhorf viðmælenda minna í garð nemenda ein­ kennist af umhyggju og virðingu. Eins og fram hefur komið leitast þær við að skapa gott andrúmsloft í tímum þannig að nemendum líði vel og þori að tjá sig. Þær hvetja nemendur óspart áfram og hafa mik­ inn metnað fyrir þeirra hönd. Að sama skapi leitast þær við að efla sjálfstraust nemenda með því að leggja fyrir þá fjölbreytt verkefni þannig að allir geti notið sín. Þær leggja áherslu á að þekking í kennslu­ fræði og skilningur á því hvernig tungumálanám fer fram sé forsenda þess að vel takist til í kennslunni. Skortur á kennsluefni eykur vinnuálag á kennara Skortur á kennsluefni til talþjálfunar skapar aukið álag á kennara sem þurfa að eyða ómældum tíma og orku í gerð talæfinga, auk hefðbundins kennslu­ undirbúnings. Elín gerir þetta að sérstöku umræðu­ efni og er greinilegt að henni er þetta mjög hugleik­ ið. Hún segir: „Það er ekkert talkennsluefni til [...] það vantar efni, það eru ekki allir sem geta búið það til.“ Aðspurð telur hún sig nota mjög mikinn tíma í námsefnisgerð: „Ég hugsa að ég geri það, ég hugsa að ég eyði stundum of miklum tíma í það, ég held að ég gefi of mikið af mér.“ Hún bendir einnig á að til þess að halda athygli nemenda þurfi að vera með „spennandi efni og þegar upp er staðið er það efni sem er spennandi í dag ekki spennandi á morgun.“ Þess vegna þurfi kennarar alltaf að hafa augun opin fyrir nýju efni og það kosti sitt. Þær hinar taka í sama streng og ummæli þeirra benda til gríðarmik­ illar vinnu kennarans sem engan enda tekur svo og metnað til þess að gera sífellt betur. Baráttan fyrir dönskukennslu Þrátt fyrir að viðmælendur mínir hafi allir mikla ánægju af starfi sínu, kemur í ljós að dönskukennsla hefur einnig dökkar hliðar. Þær eru allar sammála um að á undanförnum árum hafi dönskukennarar þurft að standa vörð um dönskukennsluna sem hefur átt undir högg að sækja að þeirra mati. Steinunn segir reyndar: „Mér finnst ég alltaf hafa þurft að berjast mjög mikið fyrir tilveru fagsins og það er farið að lýja mig mjög mikið.“ Fyrirhuguð breyting á dönsku­ kennslu í framhaldsskólum í kjölfar styttingar náms til stúdentsprófs, leggst þungt á alla viðmælendur mína. Steinunn og Elín taka þar dýpst í árinni þegar þær segja að þeim þyki dönskukennarastarfið ekki spennandi kostur fyrir ungt fólk í dag. Lokaorð Hér að framan hef ég dregið fram nokkrar helstu niðurstöður rannsóknarinnar. Það er ljóst af frá­ sögnum kennaranna að þær telja að íslenskir nem­ endur eigi töluvert langt í land með að ná þeirri talfærni í dönsku sem æskileg væri. Að þeirra mati er mikilvægt að leggja aukna áherslu á þjálfun tal­ aðs máls í dönskukennslunni. Einstaklingsþjálfun er ekki auðveld í framkvæmd í stórum hópum og því er nauðsynlegt að þjálfa nemendur bæði í pörum og hópum. Þær leiðir sem kennarar telja árangurs­ ríkastar eru: Að nota dönsku sem samskiptamál í kennslustundum, leggja áherslu á samvinnu nem­ enda í námi, að munnleg verkefni höfði til nemenda og að námsefni sé áhugavert. Greinin er byggð á MA­ritgerð í kennslufræði frá félagsvísindadeild Háskóla Íslands 2007. Leið­ beinandi var Hafdís Ingvarsdóttir. Ég færi kennurunum sérstakar þakkir fyrir að gefa sér tíma til að taka þátt í rannsókninni og miðla af reynslu sinni og þekkingu. Heimildaskrá Bygate, M. (1987). Speaking. Oxford: Oxford University Press. Carvin, A. (2006). „Constructivism Basics.“ Sótt 8. september 2006 af http://www.edwebproject.org/constructivism.basics.html Dale, E. (1969). Audio-Visual Methods in Teaching (3. útgáfa). New York: Holt, Rinehart and Winston. Dörnyei, Z. (1998). „Motivation in second and foreign language learn­ ing.” Language Teaching Research, 31, bls. 117­135. Pedersen, S. (2001). Task Force. Et bud på kommunikativ sprogunder­ visning. Sprogforum. Tidsskrift for sprog- og kulturpædagogik, 20, bls. 7–19.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.