Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 19
MÁLFRÍÐUR 1 við matarborðið heima. (sjá t.d. verk Hrafnhildar Ragnarsdóttur 2002) Ritmál er öðruvísi uppbyggt en talmál og stíll texta getur verið mismunandi eftir innihaldi og tilgangi, t.d er ritstíll teiknimynda­ sögu frábrugðinn stíl bókar um samfélagsfræði. Framsetning upplýsinga er líka breytileg eftir tungu­ málum. (Connor 1999) Með máltöku lærir barnið smám saman að nota mismunandi málsnið, þar á meðal ritmálið. Barnið er fullgildur málhafi í sínu málsamfélagi, þegar það hefur tileinkað sér móður­ málið eins og „innfæddur.“ Þegar barnið flyst úr móðurmálssamfélaginu, t.d. við flutning til útlanda, fækkar tækifærum til að nota og læra öll málsnið móðurmálsins. Barnið fer smám saman að nota nýja málið (markmálið) við öll önnur tækifæri en heima við. Foreldrar, samfélög innflytjenda og skólinn í nýja landinu verða að skapa börnum tækifæri til að tileinka sér allt notkunarsvið tungumálsins, sem það annars mundi læra sjálfkrafa í heimalandinu. Skólakerfið þarf að bregðast við breyttum nem­ endahópi, en menntakerfi Vesturlanda hafa verið sein að aðlagast fjölmenningarlegri nemendahópi. Fyrir nokkru hélt félagsmálfræðingurinn Tove Skutnabb­ Kangas erindi í Norræna húsinu, þar sem hún tal­ aði fyrir umbyltingu í menntun á Vesturlöndum. Í fyrirspurnartímanum á eftir kvaddi maður nokkur sér hljóðs, sagðist vera frá Vínarborg og að í sumum skólaumdæmum þar væru allt að 90% barna með annað móðurmál en þýsku. Hann spurði hvernig í ósköpunum skólakerfið ætti að laga sig að þessu. Skutnabb­Kangas svaraði: „Vegna þess að 90% nem­ enda í skólakerfinu hafa annað móðurmál en þýsku, verður að gerbreyta því!“ (Skutnabb­Kangas 2004). Skólinn gegnir mikilvægu hlutverki bæði í að tryggja að máltaka truflist ekki þegar barnið skiptir um tungu­ mál og sjá til þess að barnið fái tækifæri til að læra og þjálfa það málsnið sem einkennir texta námsbóka. En það er fleira sem hangir á spýtunni en ófull­ nægjandi menntakerfi. Allt fram á sjöunda áratug síðustu aldar var tvítyngi talið hindra eðlilegan málþroska og jafnvel vitsmunaþroska og náms­ framvindu. (Smith 1939). Þetta breyttist árið 1962 með útgáfu niðurstaðna Kanadamannanna Peal og Lambert, sem sýndu fyrst fram á kosti þess að hafa vald á fleiri en einu tungumáli. Þó að réttilega hafi verið bent á síðar að viðföng Peals og Lamberts voru miðstéttarbörn, sem höfðu allar bjargir til að þróa með sér tvítyngi, rýrir það á engan hátt niðurstöð­ ur þeirra. Núna eru fræðimenn sammála um að vandamál sem tengjast menntun tvítyngdra barna eru ekki mállegs eðlis. Nærtækt dæmi eru nem­ endur í Landakotsskóla. Í Landakotsskóla er um 40% nemenda tvítyngdir. Landakotsskóli er yfirleitt meðal þriggja efstu skóla á samræmdum prófum. Þarna er greinleg hliðstæða við viðföng Lamberts og Peels í Kanada á sjöunda áratugnum. Erfið staða tvítyngdra barna í námi, hvort sem er á Íslandi eða erlendis (sbr. Brynja Grétarsdóttir 2007, Kolbrún Vigfúsdóttir 2004, Thomas og Collier 1997, Birna Arnbjörnsdóttir 2000) stafar því ekki alfarið af tví­ tyngi heldur tengist það fremur þeim björgum sem nemendur, foreldrar og skólakerfið ráða yfir og varið er til menntunar tvítyngdra barna. Þar ber fyrst að nefna aðgengi að nýja málinu, aðstoð for­ eldra við að viðhalda móðurmáli og áframhaldandi kennslu í móðurmáli, aðgerðir sem miðast að því að börn dragist ekki aftur úr í námi meðan þau eru að læra nýja tungumálið (Birna Arnbjörnsdóttir 2000.) Þegar báðum tungumálunum er haldið við eru kost­ ir tvítyngis ótvírætt: •   Móðurmálsfærni í tveimur eða fleiri tungumálum •   Innsýn í tvo menningarheima. •   Skilningur á tengslum máls og menningar með tilliti til   °  málhegðunar   °  viðhorfa til annarra menningarheima. •   Gott innsæi í eðli tungumála sem auðveldar nám fleiri tungumála. •   Fjölþætt hugsun (divergent thinking). •   Vitsmunalegur sveigjanleiki. •   Þroskuð málvitund. (Hamers og Blanc 2003). • Jákvæða áhrifa sem gætir allt æviskeiðið (Bialystok 2005). Ílag og aðgengi að öðru og erlendu tungumáli Þó að barn hafi meðfædda eiginleika til máltöku margra tungumála í einu (Chomsky 1972), getur máltaka ekki átt sér stað án ílags, m.ö.o. þarf að vera nægilegt ílag í umhverfinu svo barnið geti tileinkað sér allt notkunarsvið tungumálsins. Hvar tungu­ málið er lært, hversu mikið ílag er í umhverfinu og hvernig tungumálið er notað ræður miklu um hversu vel barnið er búið til að takast á við nám á nýju máli (Heath 1986). Þegar læra á erlent tungu­ mál skiptir magn ílagsins í umhverfinu líka máli, þ.e. hversu mikið barnið heyrir tungumálið. Talað er um að nemendur læri erlend tungumál þegar námið fer fram í skóla í heimalandi nemandans. Þetta á t.d við um nám í ensku á Íslandi. Hins vegar er talað um að börn læri annað mál þegar þau búa og stunda nám í landinu þar sem nýja tungumálið er talað. Ljóst er að allt aðrar kröfur eru gerðar til málfærni barna í síðara tilfellinu. Börn sem læra ensku eða dönsku í skóla á Íslandi þurfa alla jafna ekki að læra sögu eða líffræði á ensku eða dönsku, a.m.k.ekki á grunn­ og fram­ haldsskólastigi. Þó mætti færa rök fyrir því að þegar á síðari skólastig sé komið fari að reyna á enskukunn­ áttu og málaðstæður verða fyrir vikið líkari því sem

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.