Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 8

Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 8
 MÁLFRÍÐUR alls ekki að vera miðpunktur athyglinnar og stjórna leiknum. Hann þarf bara að útskýra hvernig borðs­ pilin virka og svo keppa nemendur í litlum hópum. Kennarinn þarf kannski að ganga um og skera úr um vafamál, en að öðru leyti njóta nemendur þess að vera í litlum hópum og keppa sín á milli, hvort sem það er í pörum eða einstaklingskeppni. En aðal­ atriðið er að kennarinn leggi sig fram við að gera leikinn skemmtilegan, að hann hafi raunverulegan áhuga á því að fara í þessa leiki í kennslustundum. Internetið er endalaus uppspretta af hugmyndum þannig að ef kennari treystir ekki eigin hugviti er um að gera að fara á netið og finna leiki sem henta best stað og stund. Niðurstaða Leikir eru skemmtilegir, eins og orðið sjálft bendir til. Áhugi nemenda vaknar oft svo um munar þegar minnst er á leiki, meiri samskipti eiga sér stað innan nemendahópsins þegar leikur er í gangi og nem­ endahópurinn verður gjarnan nánari fyrir vikið. Leikir eru ekki bara til þess að fylla upp í tímann því að þeir bæta einnig tungumálakunnáttu nemenda. Í hita leiksins eru þeir líklegri til þess að gleyma því að þeir eru „bara í kennslustund” – þeir fara að nota málið á eðlilegri hátt. Að okkar mati eru því leikir í tungumálakennslu bráðnauðsynlegir. Þeir létta and­ rúmsloftið, auka áhuga nemenda, hjálpa nemendum að tileinka sér nýjan orðaforða, hvetja þá til þess að tjá sig á tungumálinu og gera einfaldlega tungu­ málanámið skemmtilegra. Í raun má útfæra þessa leiki á alla aldurshópa og við höfum prófað marga þeirra við ýmis tilefni. Svo virðist sem þeir henti jafn vel fyrir grunnskólanema og eldri borgara. Við erum aldrei of gömul til að leika okkur. Við verðum gömul ef við hættum að leika okkur.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.