Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 9

Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 9
MÁLFRÍÐUR  Í þessari grein ætla ég að kynna nokkrar helstu nið­ urstöður rannsóknar minnar á viðhorfum dönsku­ kennara til þjálfunar munnlegrar færni í framhalds­ skólum. Ástæðan fyrir því að ég valdi þetta við­ fangsefni fyrir MA ritgerð er sú að á undanförnum áratugum hafa orðið miklar breytingar í umræðu um tungumálakennslu. Breytingarnar felast m.a. í aukinni áherslu á þjálfun munnlegrar færni í krafti þess að tungumál sé lifandi samskiptatæki. Markmið tungumálakennslu er því að gera nemendum fært um að nota málið í samskiptum við þær þjóðir sem það tala (Bygate, 1987; Svendsen Pedersen, 2001). Mér lék forvitni á að vita hvort og á hvaða hátt, umræðan hefur haft áhrif á dönskukennslu á framhaldsskólastigi. Íslenskum nemendum gefst ekki oft tækifæri til þess að tala dönsku í daglegu lífi og eru þess vegna óöruggir þegar að talmál­ inu kemur. Þarna reynir því á kennarann að skapa með kennslu sinni umhverfi og aðstæður sem þjálfa nemendur í að nota tungumálið á sem eðlilegastan hátt. Samkvæmt kenningum hugsmíðahyggju læra nemendur af því að framkvæma (learning by doing) en ekki af því að fylgjast með öðrum (Carvin, 2006; Dale, 1969). Því er mikilvægt að nemendur séu virk­ ir í náminu og að þeir fái tækifæri til þess að læra á þann hátt sem þeim finnst best. Það hvetur til sjálf­ stæðra vinnubragða og um leið aukinnar ábyrgðar á eigin námi. Ósa Knútsdóttir er dönsku­ kennari við Menntaskólann við Sund. Ósa Knútsdóttir Ósa Knútsdóttir „Nu taler vi dansk“ Þjálfun munnlegrar færni í dönsku í framhaldsskólum Rannsóknin Rannsóknin byggir á ítarlegum viðtölum við 5 dönskukennara á framhaldsskólastigi. Þátttakendur í rannsókninni, sem allir eru konur, kenna ýmist í bekkja­ eða fjölbrautaskólum. Ég ákvað að velja kennara með mislanga kennslureynslu til þess að kanna hvort og hvaða áhrif starfsreynsla hefði á viðhorf þeirra og aðferðir. Kennararnir koma fram undir dulnöfnum. Gögnum var safnað á tímabilinu september til nóvember 2005 og frá september til október 2006. Ég fékk strax mjög jákvæð viðbrögð frá kennurunum þegar ég leitaði til þeirra með erindi mitt og voru þær fúsar til þess að tjá sig um kennslu sína, áherslur og aðferðir. Áhugi nemenda er forsenda árangurs í námi Það er mikilvægt í öllu námi að nemendur hafi áhuga á viðfangsefni sínu. Rannsóknir á áhugahvöt nemenda í tungumálanámi hafa sýnt að áhugi nem­ enda er lykilþáttur í því að þeir nái árangri í námi. Fram kemur að ef góða námsmenn skortir áhuga ná þeir alls ekki tilsettum markmiðum í tungumála­ námi þrátt fyrir góða kennslu og vel uppbyggða námskrá. Slakari námsmenn hafa aftur á móti náð mjög góðri færni í námsefninu í krafti áhuga síns þrátt fyrir veikari undirbúning í greininni og jafnvel erfiðari námsaðstæður (Dörnyei:1998). Margir þætt­ ir hjálpast að við að vekja og viðhalda áhuga nem­ enda. Mikilvægt er að byggja upp sjálfstraust þeirra og um leið persónulegan metnað til þess að standa sig vel. Sá metnaður byggist m.a. á jákvæðum vænt­ ingum nemenda gagnvart verkefnum, tilhlökkun til þess að takast á við þau og meðvitund um að námið nýtist í framtíðinni. Að tala dönsku – notkun nemenda og kennara á markmálinu Í upphafi er ekki úr vegi að draga upp mynd af þeim aðstæðum sem viðmælendur mínir búa við hvað varðar vilja og getu nemenda til þess að tjá

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.