Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 20

Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 20
0 MÁLFRÍÐUR þekkist t.d. hjá annarri kynslóð innflytjenda eins og í Bretlandi og Bandaríkjunum (Birna Arnbjörnsdóttir 2007b). Munurinn er hins vegar sá að íslensku nem­ endurnir, sem tala ensku, hafa góða undirstöðu í móðurmáli og læsi. Slíkt er ekki alltaf hægt að segja um börn sem verða fyrir málskiptum við að flytjast milli landa, t.d. börn sem læra íslensku sem annað mál á Íslandi og eru á sama tíma að tileinka sér aðrar námsgreinar á íslensku. Án sérstakrar aðstoðar og aðlögunar kennslu og námsefnis, verða tvítyngdir nemendur því oft á eftir í námi meðan þeir eru að tileinka sér nýja málið. Mikilvægt er því að lestr­ arkennsla haldi áfram á móðurmáli og að skólinn sjái til þess að tvítyngdir nemendur haldi í við jafnaldra í öðrum námsgreinum. Nýjar kennsluaðferðir svo sem „tungumálakennsla gegnum námsgreinarnar“ (Birna Arnbjörnsdóttir 2000, Aðalnámskrá grunn­ skóla 1999 og 2007) leitast við að taka á þessum vanda. Annað aðalmarkmið kennsluaðferða eins og TGN er að þjálfa nemendur í skólamáli á þeirri for­ sendu að þeir læri talmál í umhverfinu. En nægilegt ílag þýðir ekki endilega að næg tæki­ færi séu til notkunar málsins. Einangrun, bæði félagsleg og sálfræðileg (Schu­ mann 1977) getur komið í veg fyrir að fólk læri málið. Rannsókn Kolbrúnar Vigfúsdóttur (2004) sýnir að þrátt fyrir góðan vilja kennara og almennt gott fjölmenningarlegt starf í íslenskum leikskólum höfðu sum barnanna sem hún fylgdist með í tveim­ ur skólum, fremur lítil yrt samskipti við kennara og önnur börn. Niðurstöður Kolbrúnar benda til þess að hér á Íslandi, eins og annars staðar, þurfi sérstak­ lega að örva mál þessara barna. Efla þarf menntun kennara og þjálfa jafnvel leikskólabörn sérstaklega í hvernig efla megi munnlegt tjáskipti við þá sem hafa annað móðurmál en íslensku (Tabors og Snow 1994, Kolbrún Vigfúsdóttir 2004). Ef við snúum okkur að kennslu erlendra tungu­ mála í skólum er ljóst að kennsla í erlendu tungu­ máli í 2–4 tíma á viku skilar ekki miklum árangri. Til þess er ílagið einfaldlega of lítið. Flest bendir til þess að nemendur á aldrinum 9–11 ára séu skil­ virkustu nemendur erlendra tungumála (Snow og Hoefnagel­Höhle 1978). Þá eru þeir orðnir læsir á móðurmálið, en búa ennþá yfir meðfæddum eigin­ leikum til tungumálanáms og hafa jafnframt vits­ munaþroska til að takast á við námið á markvissan hátt. Sennilega er kennsla erlendra tungumála á hverjum degi í 3.–4. bekk skilvirkari og líklegri til betri árangurs en þegar kennsla erlendra tungumála í 2–4 tíma á viku er hafin meðal ennþá yngri barna. Reglan um að því yngri sem börn eru, þeim mun auðveldara eigi þau með að læra tungumál er rétt en á betur við þegar aðgengi að tungumálinu, þ.e. ílagið, er nægt. Hvatinn til námsins – málumhverfið Síðasti áhrifavaldurinn, sem fjallað verður um hér, er það málumhverfi sem tvítyngdir einstaklingar alast upp í og þau áhrif sem það hefur á málfærni þeirra. Hér er annars vegar átt við menningar­ og stéttbundna málnotkun innan fjölskyldunnar, í skóla og á atvinnumarkaði, og hins vegar menningarlegt, félagslegt og pólitískt gildi móðurmálsins og mark­ málsins. Aðgengi sem innflytjandinn telur sig hafa að máli, menningu og samfélagi meirihlutans. Heath (1989) og fleiri hafa sýnt fram á mikilvægi menningartengdrar málnotkunar og máluppeldis, á námsframvindu og félagslega stöðu innflytjenda og annarra þjóðfélagshópa. Heath bendir m.a. á að mál­ hefðir í skólum eru beint framhald málhefða innan miðstéttarfjölskylda á Vesturlöndum. Rannsóknir Grabe (1995) og fleiri hafa sýnt að miðstéttarbörn á Vesturlöndum koma í skóla betur undirbúnin í lestri en börn sem alast upp við aðrar hefðir, t.d. þau sem koma frá samfélögum þar sem áhersla er lögð á munnlegar frásagnir. Hér er átt við hversu mikið foreldrar lesa fyrir og með börnum sínum, magn bóka og dagblaða á heimilinu og þá áherslu sem lögð er á lestur almennt. Börn, sem koma af menningarsvæðum þar sem minni áhersla er lögð á læsi í máluppeldi, standa því höllum fæti í námi um leið og þau setjast á skólabekk á Vesturlöndum sem kemur niður á getu þeirra til að tileinka sér náms­ efnið (Grabe og Stoller 2002). Hvatinn til að læra tungumálið er tengdur því að hversu mikið innflytjandinn telur sig geta nýtt málið sér til framdráttar. Innflytjandinn þarf að trúa því að hagur hans muni batna læri hann tungumálið. Bent hefur verið á að börnum af kóreskum uppruna hefur gengið mun betur í skólum í Bandaríkjunum en í Japan. Skýringin er talin vera sú að Kóreumenn eigi betra aðgengi að bandarísku samfélagi en jap­ önsku vegna sögulegra ástæðna (Ogbu og Matute­ Bianchi 1986; McKeon 1994 og Pease ­Alvarez 2005). Skortur á aðgengi að námi og atvinnu endurspeglast í óánægju, vonleysi og óeirðum ungra innflytjenda af annarri kynslóð í Frakklandi og í Danmörku. (Birna Arnbjörnsdóttir 2007a) Unnur Dís Skaptadóttir (2005) og Þóra Björk Hjartardóttir (2004) hafa fjallað óbeint um hvata inn­ flytjenda til að læra íslensku. Í rannsóknum Unnar Dísar kemur fram að innflytjendur telja afar mikil­ vægt að læra tungumálið, en kvarta undan því að íslenskunámskeið séu ekki fyrir hendi og að inn­ fæddir kjósi fremur að tala ensku við þá. Rannsókn, spice up your English and make your writing worth reading 40THESPOA4A08 ThesaurusPoster1a_A4.indd 1 29/4/08 08:07:26

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.