Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 22

Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 22
 MÁLFRÍÐUR sem unnin var á vegum Fjölmenningarsetursins á Ísafirði og Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, leiddi í ljós að innflytjendur töldu íslensku vera bæði helsta hindrun og lykill að þátttöku í íslensku samfélagi (2004). Þóra Björk lýsir íslensku samfélagi sem lokuðu fyrir flestum útlendingum og mælir með því að inn­ flytjendum verði hleypt inn í „klúbbinn“. (Sömu við­ horf koma fram aftur og aftur í könnunum Gallups og fleiri sbr. www.ahus.is). Því er ljóst er að farsælt tungumálanám og menntun tvítyngdra barna er undir því komið hvernig hópurinn sér stöðu sína og aðgengi að íslensku samfélagi. Ef innflytjandi telur litlar líkur á að hann fái aðgang að samfélaginu, minnka líkurnar á að hann eyði tíma og orku í að læra tungumál og hefðir hóps sem hann telur sig ekki geta orðið hlut af. (Siegel 2003:191) Niðurlag Þættir sem stuðla að tvítyngi eru góð færni í móð­ urmáli og nægilegt ílag sem felur í sér greiðan aðgang að nýja málinu og nýja samfélaginu. Þættir sem vinna gegn tvítyngi eru m.a. truflun á mál­ þroska við málskipti (ekki málviðbót) og lítill hvati til að læra tungumálið, vegna félagslegrar einangr­ unar eða takmarkaðs aðgengis að tungumálinu og málsamfélaginu. Forsenda tvítyngis er gott ílag í báðum tungumálunum. Spurningin hvort Íslendingar eigi að skilgreina sig sem tvítyngda þjóð fer eftir því hvort þeir telji að nægilegt ílag sé til staðar til að bæði málin þ.e. enska og íslenska, geti þróast hjá einstaklingum. Jákvæðar afleiðingar tvítyngis eru ótvíræðar eins og greint hefur verið frá áður. En vert er að huga að þeim ókostum sem gætu fylgt tvítyngi sam­ félagsins í heild. Á t.d. að þýða öll opinber skjöl á tvö tungumál? Verður öll menntun þá á tveimur tungumálum? Ef hitt móðurmálið á að vera enska mætti spyrja: Hversu góðir eru Íslendingar í reynd í ensku? Margir framhaldsskóla­ og háskólakenn­ arar segja enskukunnáttu Íslendinga ofmetna.(Birna Arnbjörnsdóttir 2007b). Þá verður ekki litið fram hjá þeim afleiðingum sem almennt tvítyngi Íslendinga gæti haft á þróun íslenskunnar. Hvernig á að við­ halda báðum tungumálum? Raunhæfara væri kannski að stefna að því að Íslendingar hefðu góða færni í ensku sem erlendu máli. Að sama skapi þyrftu Íslendingar og inn­ flytjendur snúa bökum saman til að þróa tvítyngi hjá börnum sem hafa alla burði til að ná málfærni innfæddra á fleiru en einu tungumáli. Lykillinn að hvoru tveggja er öflug móðurmálskennsla allra nemenda, óháð því hvaða móðurmál þeir hafa. Heimildir Aðalnámskrá grunnskóla 1999. Menntamálaráðuneyti, Reykjavík. Berman, Ruth A., Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Sven Strömqvist 2002 „Discourse stance: Written and spoken language.“ Cross-Linguistic Perspectives on the Development of Text-Production Abilities in Speech and Writing. Part 2, Berman, Ruth A. og Ludo Verhoeven (ritstj.) bls. 255–289. Bialystok, E. 1992. Metalinguistic dimensions of bilingual language proficiency. Í E. Bialystok (ed.), Language Processing in Bilingual Children. Cambridge: CUP, bls. 113–140 Bialystok, E. 1994, „Analysis and control in the development of second language proficiency.“ Studies in Second Language Acquisition,bls. 157– 168 „Bilingualism, Aging, and Cognitive Control“.2004 Psychology and Aging, vol. 19 no.2, bls. 290–303. Birna Arnbjörnsdóttir. 2007a „Samfélag málnotenda: Íslendingar, innflytjendur og íslenskan.“ Ritið 7. árg., 1/2007. Reykjavík: Hugvísindastofnun, bls. 63–83. Teaching and Learning English in Iceland. 2007b. Ritsj. ásamt Hafdísi Ingvarsdóttur. Reykjavík. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur/ Háskólaútgáfan Islandsk som andet sprog – et forskningsfelt under udvikling. 2007 NORAND. Nordisk tidskrift for andrespraksforskning. North American Icelandic: The Life of a Language. 2006 University of Manitoba Press. Íslenska sem annað mál: Handbók fyrir kennara. 2000 Reykjavík: Námsgagnastofnun. Bourdieu, P. 1977. The Economis of Linguistic Exchanges. Social Science Information. 16:645–668. Collier, V.P. 1995. Acquiring second language for school. Washington, DC: National Clearinghouse for Bilingual Education. Collier, V.P., & Thomas, W.P. 2004. „The astounding effectiveness of dual language education for all“. NABE Journal of Research and Practice, 2(1), 1–20. http://njrp.tamu.edu/2004.htm http://njrp.tamu.edu/2004/PDFs/Collier.pdf Connor, Ulla. 1996. Contrastive Rhetoric: Cross-Cultural Aspects of Second- Language Writing. New York: CUP. Cummins, J. 1981. Bilingualism and Minority Language Children. Ontario: Ontario Institute for Studies in Education. Cummins, J. og K. Nakajima. 1987 „Age of arrival, length of residence, and interdependence of literacy skills among Japanese immigr­ ant students.“ Birgit Harley B., P.Allen, J. Cummins og M. Swain (ritstj.). The Development of Bilingual Proficiency: Final Report. Volume III Social context and age. Toronto: Modern Language Centre. O.I.S.E (ED 291248) Dörnyei, Z., og P. Skehan. 2003. „Individual differences in second lang­ uage learning.“ The Handbook of Second Language Acquisition. C. J. Doughty og M. H. Long (ritstj). Oxford: Blackwell. bls. 589–630. Dörneyi, Z. 2004. „Motivational dynamics, language attitude and lan­ guage globalization.“ Fyrirlestur haldinn á ráðstefnu EURSLA í San Sebastian 8. – 11. september. Gardner, R. og W. Lambert. 1972. Attitudes and motivation in second-lang- uage learning. MA: Newbury House. Grabe, W. 1995. Erindi flutt á ráðstefnu AAAL í Long Beach í Kaliforníu. Grabe, W. og F. Stoller. 2002. Teaching and Researching Reading. Harlow: Longman. Hamers, J. og M.H.A. Blanc. 2003. Bilingualism and Bilinguality. 2. útg. Cambridge: CUP. Harley, B., P. Allen, J. Cummins og M. Swain (ritstj.) 1990. The develop- ment of second language proficiency, Cambridge: CUP Heath, S. B. 1986. „Sociocultural Contexts of Language Development.“ Í Beyond Language: Social and Cultural Factors in Schooling Language Minority Children. California: California State Department of Education. Helga Guðrún Loftsdóttir. 1999. Mat á kennslu tvítyngdra barna í efri bekkj- um grunnskóla. Óprentuð M.A.­ritgerð. Háskóli Íslands. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, M. Aparici, D. Cahana­Amitay, J.G. van Hell og A. Viguié­Simon 2002. „Verbal structure and content in written discourse: Expository and narrative texts.“ Cross-Linguistic Perspectives on the Development of Text-Production Abilities in Speech and Writing. Part 1, Berman, A. Ruth and Ludo Verhoeven (ritstj.), 95–126. Kolbrún Vigfúsdóttir. 2002. Því læra börnin málið að það er fyrir þeim

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.