Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 17

Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 17
MÁLFRÍÐUR 1 Tvítyngi barna Hvatinn að þessum skrifum eru vangaveltur sem heyrst hafa í íslenskri dægurumræðu nýverið um tvítyngi. Annars vegar hefur verið bent á slæma námsstöðu tvítyngdra barna og í framhaldi af því hvort að nálganir í íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál skili tilætluðum árangri. Hins vegar færist kennsla erlendra tungumála fyrir íslensk börn sífellt neðar í íslenskum skólum á þeirri for­ sendu að því fyrr sem kennsla hefjist því betri verði árangurinn. Þá spyrja sumir hvort ekki sé tímabært að Íslendingar skilgreini sig sem tvítyngda þjóð. Í umræðunni gætir tvíbents viðhorfs. Við Íslendingar leggjum mikið upp úr því að kenna börnum okkar erlend tungumál (með misjöfnum árangri!) og hug­ leiðum í framhaldi af því hvort við séum ekki í raun tvítyngd þjóð. Aftur á móti gerum við allt of lítið til að viðhalda málfærni þeirra barna sem til landsins koma með móðurmálsfærni í erlendum tungumál­ um. Börnum sem í raun hafa alla burði til þess að verða tvítyngd. Hvers vegna virðist það vera kostur að börn læri erlend tungumál í skóla en talið ókost­ ur að hafa móðurmálsfærni í erlendu tungumáli að heiman? Er hægt að gera nemendur tvítyngda ein­ ungis með því að kenna erlend tungumál í skólum? Getur þjóð skilgreint sig tvítyngda upp úr þurru? Hvað þýðir það að vera tvítyngdur? Sambúð tveggja eða fleiri tungumála er byggð á samspili fjölmargra þátta. Stundum eru þættirnir í jafnvægi kynslóðum saman en ef þetta jafnvægi raskast, þó ekki nema þegar einn þátturinn breytist, getur annað tungumálið farið að sækja á á kostnað hins. (Hamers og Blanc –2003). Þetta líkan á hvort sem er við um tvítyngi einstaklinga eða samfélaga. Margir þættir hvetja eða letja tvítyngi. Hér verður aðallega beint sjónum að þeim breytum sem stuðla að tvítyngi, sérstaklega virku tvítyngi barna. Vegna stuttrar innflytjendasögu hafa Íslendingar tækifæri til að sneiða hjá mistökum sem aðrir hafa gert. Það er á okkar valdi hvort tvítyngi barna hér á landi verði þeim og samfélaginu öllu til framdráttar eða til trafala. Því er vert að spyrja: Ef við viljum ekki fara að hætti nágranna okkar í menntun tvítyngdra barna, hvað gerum við þá? Væri ekki vert að skoða þá þætti sem við vitum að hafa jákvæð áhrif á þróun tvítyngis og byggja á þeim fræðilega grunni stefnu í móttöku og menntun innflytjenda sem líklegri er til að gefa betri raun en stefna nágrannalanda okkar? Er ekki tímabært að skoða nánar hvers eðlis tvítyngi er og hvað það hefði í för með sér ef við lýstum okkur tvítyngda þjóð? Mjög margir þættir hafa áhrif á þróun tvítyngis en hér verður stiklað á stóru og fjallað um: Bjargir (resources) sem foreldrar og skólar hafa aðgang að til að stuðla að tvítyngi, kennslunálgun, sjálfsmynd einstaklinga og hópa sem barnið tilheyrir, aðgengi að tungumálinu (ílaginu) mikilvægi mismunandi málaumdæma tungumálsins, hvatanum til að læra eða nota tungumálið og gildi tungumálanna, bæði móðurmáls og seinni mála fyrir málsamfélagið sem barnið elst upp í. Þetta á við bæði um innflytjendur sem læra íslensku en einnig ef Íslendingar ætla að verða tvítyngdir á íslensku og ensku. Hvað er tvítyngi? Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um hvernig skil­ greina eigi tvítyngi (sjá t.d. Romaine 1989, Hamers og Blanc 2003). Raunin er reyndar sú að það er ógerlegt að skilgreina tvítyngi út frá máltöku, mál­ færni eða málnotkun, því ekki hafa allir tvítyngdir lært málin samtímis né heldur er málnotkun stöðug og jafndreifð. Mörg málsamfélög nota að jafnaði tvö eða fleiri tungumál í daglegu lífi. Skiptingin getur verið landfræðileg eins og þekkist í Belgíu, Sviss, Kanada og fjölmörgum ríkjum Afríku og Asíu þar sem nýlendur og síðar þjóðríki voru stofnuð án tillits til etnískra hópa eða málsamfélaga sem fyrir voru. Þá geta meirihlutamál og minnihlutamál lifað Birna Arnbjörnsdóttir, dós­ ent, enskuskor Háskóla Íslands. Birna Arnbjörnsdóttir Birna Arnbjörnsdóttir Tvítyngi, annað mál, erlent mál

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.