Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 12

Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 12
1 MÁLFRÍÐUR Á námskeiðinu voru kennarar frá níu Evrópulöndum sem allir hlutu Comeniusar­styrk til ferðarinn­ ar. Kennarar á námskeiðinu voru frá Lettlandi og Englandi og má þar nefna Dr. Diane Higgs sem er sérfræðingur í þjálfun kennara í CLIL kennslu­ fræðum. Í ágúst 2007 lögðu undirritaðar land undir fót og var ferðinni heitið til Exeter á Englandi. Þar kynnt­ um við okkur nýja nálgun í tungumálakennslu en aðferðin byggir á að innihald námsefnisins sé jafn mikilvægt og tungumálið sem verið er að kenna. CLIL stendur fyrir Content and Language Intergraded Learning. Með nýjum kennsluaðferð­ um er átt við að kenna alla fjóra færniþættina í einu, lestur, skrift, hlustun og talmál. Mikilvægt er að allir nemendur séu virkir og er nemandinn, umhverfi hans og reynsla höfð að leiðarljósi. Í hvert sinn sem nýtt viðfangsefni er kynnt fyrir nemendum er það gert á móðurmálinu og hugstormun nem­ enda í tengslum við það fer einnig fram á þeirra móðurmáli til að vekja áhuga þeirra. Meiri líkur eru á að ef hugstormunin fer fram á erlendu tungu­ máli heftir það hugarstarfsemina og kemur í veg fyrir að nemendur leggi sitt af mörkum. Skipulag kennslustundarinnar er með spirallöguðum hætti. Þá eru sömu þættirnir endurteknir í kennslunni og smám saman byggt ofan á fyrri þekkingu. Börnin hafa síðan valmöguleika við úrvinnslu verkefnanna þannig að þau geta fundið þá vinnuaðferð sem hentar þeim hverju sinni, s.s. leikræn tjáning, ritun, myndræn úrvinnsla o.s.frv. Hluti af námskeiðinu var skoðunarferð á nátt­ úrusetrið „Eden Project” sem staðsett er í Cornwall­ sýslu. Garðurinn er manngerður og byggist á tveimur risastórum kúlulaga gróðurhúsum og gróð­ ursælum garði allt um kring. Sérstök bygging er móttökumiðstöð fyrir gesti, eins konar fræðslusetur þar sem m.a. er tekið á móti skólahópum. Mikið er lagt upp úr verndun gróðurs og náttúru ásamt end­ urvinnslu. Fyrra gróðurhúsið sem við skoðuðum samanstóð af Miðjarðarhafsgróðri og plöntum sem lifa í tempr­ uðu loftslagi (Outdoor Biome og Mediterranean) og það seinna sýndi gróður sem þrífst í regnskógum en það er jafnframt stærsta gróðurhús í heimi. Yfir ein milljón plantna eru til sýnis í Eden Project. Garðurinn var byggður í því skyni að sýna fram á mikilvægi jafnvægis í samspili manna og náttúru. Námskeiðið var mjög fróðlegt í alla staði og frábært að fá tækifæri að eiga samskipti við kennara frá öðrum Evrópulöndum. Þar deildum við hug­ myndum og kynntumst nýrri nálgun í tungumála­ kennslu og síðast en ekki síst fengum við innsýn í mismunandi kennsluheim þessara þjóða og þann aðbúnað sem er í löndunum. Í framhaldi af þessu námskeiði erum við að öllum líkindum á leið í evrópskt samstarf með 6 þjóðum þar sem unnið verður að þróun CLIL­ kennsluað­ ferðarinnar næstu tvö árin. Bjarnheiður J. Guðmundsdóttir, María Aðalsteinsdóttir og Sigurborg H. Sævaldsdóttir Námskeið í Exeter Íslenskir þáttakendur námskeiðsins ásamt kennurum frá Lettlandi. Dagana 5.–18. ágúst 2007 sóttu grunn­ s k ó l a k e n n a r n i r Bjarnheiður J. Guð­ mundsdótir, María A ð a l s t e i n s d ó t t i r og Sigurborg H. Sævaldsdóttir nám­ skeið í Exeter fyrir enskukennara sem kenna á yngri barna sviði með áherslu á CLIL (Content and Language Intergraded Learning). Hér staddar á Dartmoor heið- inni, í baksýn er „Big Foot“

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.