Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Page 2
2 Frcttir / Fimmtudagur 8. aprfl 2010 SJÖ AF FJÓRTÁN frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í vor. F.v. Hildur Sólveig, Páll Marvin, Helga Björk, Elliði, Hildur, Gunnlaugur og Páley. Bæjarstjórnarkosningar: Sjálfstæðismenn fyrstir með framboðslistann: Elliði, Páley, Páll Marvin og Gunnlaugur í sömu sætum -Nýtt fólk í flestum sætum þar fyrir neðan - Ungt fólk áber andi Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar 29. maí nk. var sam- þykktur á fundi fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna á miðvikudags- kvöldið. Elliði Vignisson, bæjar- stjóri leiðir listann nú eins og fyrir síðustu kosningar. Bæjarfulltrúarnir Páley Borgþórs- dóttir, Páll Marvin Jónsson og Gunnlaugur Grettisson munu áfram skipa sæti 2. til 4. í sæti fimm, sex og sjö kemur nýtt fólk. Fimmta sætið skipar Helga Björk Ólafs- dóttir, leik- og grunnkólakennari, sjötta sætið skipar Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari og sjöunda sætið Trausti Hjaltason, stjórnmálafræð- ingur og framkvæmdastjóri. I áttunda sæti er Arnar Sigur- mundsson, sem er í fimmta sæti á núverandi lista. Nýtt fólk er í sætum níu til fjórtán. I níunda sæti er Hildur Zöega Stefánsdóttir, fiskverkakona, í tí- unda Þorbjörn Víglundsson stýri- maður, í 11. Drífa Kristjánsdóttir, tryggingaráðgjafi, í 12. sæti Guð- mundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri, í 13. sæti Gígja Óskars- dóttir, framhaldsskólanemi og Leifur Ársælsson, útgerðarmaður skipar heiðurssæti listans, 14. sætið. I frétt frá sjálfstæðisfélögunum segir að aldursbil frambjóðenda dreifist frá tvítugsaldri til áttræðs. „Reyndar má segja að sá yngsti í röðum frambjóðenda á lista sjálf- stæðismanna í Vestmannaeyjum hljóti að vera með yngri frambjóð- endum á landinu, og þótt víðar væri leitað. Það skýrist af því að Hildur Sólveig er barnshafandi," segir í fréttinni. „Sjálfstæðismenn í Vestmanna- eyjum hafa nú leitt starf Vestmanna- eyjabæjar í fjögur ár í góðu sam- starfi við aðra bæjarfulltrúa. Sá tími hefur verið Vestmannaeyingum gæfuríkur. I upphafi kjörtímabils logaði samfélagið í pólitískum deilum. Rekstur sveitarfélagsins var erfiður, samgöngur óviðunandi og viðvarandi íbúafækkun. Núna við lok þess er Vestmannaeyjabær eitt best setta sveitarfélag á landinu, samgöngur sterkar og bylting fram- undan þegar Landeyjahöfn verður tekin í notkun. íbúum hefur nú fjölgað í þrjú ár í röð. Dyggur vörður hefur verið staðinn um grundvallar atvinnugreinina um leið og sótt hefur verið fram á nýjum sviðum. Atvinnuleysi er hverfandi og fyrirtæki í Vestmannaeyjum standa flest vel. Skuldir Vestmanna- eyjabæjar hafa verið greiddar niður fyrir 2200 milljónir og ráðgert er að framkvæma fyrir 1700 milljónir á næstu þremur árum. Allt þetta hefur verið gert án þess að ganga á eignasafn Vestmannaeyjabæjar. Sjálfstæðismenn ganga því keikir til leiks og leggja verk sín í dóm kjósenda. Á næstu vikum munu frambjóðendur kynna verk sín og áherslur til næstu fjögurra ára. Von þeirra og trú er að sem flestir bæjar- búar taki þátt í þeirri vinnu og leggi sín lóð á þær vogarskálar sem sveiflað hafa gæfu Eyjamanna til betri vegar,“ segir í frétt af fund- inum þar sem fullyrt er að mikill áhugi sé fyrir framboðslistanum og að á fimmta tug sjálfstæðismanna hafi mætt þegar hann var kynntur. I dag eru sjálfstæðismenn með fjóra bæjarfulltrúa og V-listi þrjá. Umhverfis- og skipu- lagsráð - Breyting á skipulagi við Hástein: Tjaldsvæði í sátt við íbúana? -Meirihluti ráðs á þeirri skoðun - Einn vildi bíða eftir fundi með íbúum Á fundi umhverfis og skipu- lagsráðs á miðvikudaginn lá fyrir breytingartillaga á deiliskipulagi íþrótta- og útvistasvæðis við Hástein. Tillagan felur í sér að svæðið sunnan við Þórsheimili og austur að Iþróttamiðstöð verði nýtt fyrir tjaldsvæði. Hún hafði verið auglýst og var lögð fram á fundinum til samþykktar. Eitt bréf með athugasemdum hafði borist og undir það hafði 61 skrifað. Ráðið samþykkti erindið með þeim breytingum að syðstu hlutar tjaldsvæðisins, þau sem liggja næst íbúðum, verði færð fjær byggð. Taldi ráðið að með þessu væri verið að taka tillit til ábendinga íbúa. „Þá leggur ráðið ríka áherslu á að reynt verði að nota þau tjald- stæði sem hugsanlega valda ónæði aðeins í þeim tilfellum sem önnur tjaldstæði eru þegar í notkun," segir f fundargerð og er bent á að vegslóði, sem lagður verður um tjaldsvæðið, tekur mið af því að valda sem minnstu raski á landslagi skipulagssvæðisins. Ráðið leggur einnig mikla áherslu á að á tjaldsvæðinu verði útbúnar umgengnisreglur og góð gæsla verði á svæðinu. Að lokum er það vilji ráðsins að áhersla verði strax lögð á að trjágróðri, sem gert er ráð fyrir milli tjald- svæðis og íbúabyggðar, verði plantað og hann nýtist til að að- greina tjaldstæði frá íbúabyggð. Skipulags-og byggingafulltrúa var falin framganga málsins, að undirbúa og boða til fundar með íbúum í nálægð við tjaldsvæði þar sem tjaldsvæðisreglur verða kynntar. Erindið var samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu. Friðbjöm Valtýsson lét bóka að hann óskaði eftir að afgreiðslu yrði frestað þar til að loknum fyrirhuguðum fundi með íbúum í nágrenni við tjaldsvæðið. Á fundinum verði þess freistað að ná sáttum við íbúa um breyt- ingar á fyrirliggjandi deiliskipu- lagi. Gunnlaugur Grettisson, Hörður Óskarsson og Kristín Jóhanns- dóttir létu bóka að þau teldu að með afgreiðslunni sé verið að koma til móts við óskir íbúa á svæðinu enda alltaf staðið til að vinna að málinu í eins mikilli sátt við íbúa á svæðinu eins og unnt er. Á föstudaginn langa var lcsið upp úr Passíusálmunum í Hvítasunnukirkjunni þar sem Gídeonsfélagar og safnaðarfólk sáu um lesturinn. Upplesturinn á þessum sálmum Hallgríms Péturssonar tók um tvo tíma og upplesarar voru um 15. Var þetta notaleg stund í Hvítasunnukirkjunni. Hér erAnna Jónsdóttir að lesa. tltgefandi; Eyjasýn chf. 480278-054(1 - Vestmannaoyjnm. Bitstjóri; Ómar Gaiðarsson. Blaðamenn; Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og JuÍitis Ingason. Ábyrgdarmenn; Omar Gai-dars- son & Gísli Valtýsson. Prentrinna; Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjnm. Aðsetnr ritstjómar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. MyndritL 481-1293. Netfang/rafpóstnr. frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http/Avww.eyjafrettir.is ERÉ'i'i'iK kóma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Ivletti, Tristinum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónnnni, Ísjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu í Friðarhöfn.. FJtÉÍTiK eru prentaðar í 3000 eintöknm. FRÉiiiK eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentnn, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.