Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 9
Ffgttir / Fimmtudagur 8. apríl 2010 9 em félagsforingi eftir 24 ár - Alma Eðvaldsdóttir tekur við af honum Eg held áfram að vera skáti, því eitt sinn skáti ávalt skáti - segir Páll sem segir stöðu félagsins sterka )á tók Páll Zóphoníasson við og var félagsforingi til ársins í ár. Alma Eðvaldsdóttir tók svo við af Páli fyrir skömmu.. BRAGI BJÖRNSSON, skátahöfðingi, sæmdi Pál æðstu orðu skáta- hreyfingarinnar á Islandi sem er Skátakveðjan í gulli. Páll Zóphoníasson hættir nú sem félagsforingi í Skátafélaginu Faxa en hann hefur sinnt því embætti í 24 ár. Fjölmargir hafa farið í gegnum skátastarfið undir hans stjórn og heilu kynslóðirnar þekkja Skátafélagið Faxa ekki öðruvísi en með Pál við stjómvölinn. Júlíus G. Ingason, blaðamaður, er einn þeirra en hann settist niður með Páli og ræddi við hann um skátastarfið við þessi tímamót. Byrjaði fyrir sextíu árum „Eg byrjaði fyrir sextíu ámm í skátunum," svarar Páll þegar hann var spurður út í það hvemig hann kynntist skátastarfmu. „Það var vegna þess að pabbi hafði verið skáti. Ég byrjaði sem ylfingur í Skátafélagi Reykjavíkur við Snorrabraut og sveitarforingi minn var Höskuldur Jónsson, sem seinna varð forstjóri ATVR en hann varð svo seinna flokksforingi minn. Þá varð sveitarforingi minn Hörður Sigurgeirsson, sem seinna varð forstjóri Eimskips. Þetta vom þeir menn sem ég byrjaði hjá í Reykja- vík. Það má segja að ég hafi verið óslitið í skátunum eftir þetta eða þar til ég fór í nám erlendis 1962. Arið 1972 kem ég svo hingað til Eyja og vann hjá bænum til 1982. Skömmu síðar höfðu þeir samband við mig frá Skátafélaginu Faxa og Hjálparsveit Skáta, því þau ætluðu að fara að byggja sér hús. Ég hjálpaði til með það og því verki lauk 1986 þegar núverandi félagsheimili var vígt. En þá var ég kominn inn í félagsstarfið hjá skát- unum og var beðinn um að hjálpa til meira, sem ég og gerði. Arið 1986 tók ég við sem félagsforingi og sinnti því starfi þar til nú fyrir stuttu að ég hætti sem félagsforingi. Ég hafði auðvitað vitað af skáta- starfmu hér áður en kom að hús- byggingunni og þekkti fólkið sem þar var þannig að það var auðvelt fyrir mig að koma til starfa." Það hefur vœntanlega margt breyst á þessum 24 árum? „Það hefur margt breyst á þessum sextíu árum. Ég byrjaði í Reykja- vík og þá var eitt skátafélag, sem síðar var fært út í hverfin. Þær greinar urðu svo undanfarar nýrra skátafélaga en ég var einmitt í forsvari fyrir skátadeild sem síðar varð að Skátafélaginu Ægisbúar. Þetta var mitt líf og yndi og síðasta árið sem ég var heima á Islandi, var ég sveitarforingi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Þá var enn meiri tenging milli Hjálparsveitar skáta og skátafélaganna. En svo þróaðist þetta út í það sem það er í dag, skátafélögin eru sér og Landsbjörg sér alveg um björgunarfélögin. Þegar ég byrjaði hér í Eyjum, var þetta orðinn aðskilinn félagsskapur þótt samstarfið hafi alltaf verið gott.“ Ekki sami kraftur og áður Páll segir að í nokkur ár hafi hann viðrað þá hugmynd að annar tæki við kyndlinum en á það hafi ekki verið hlustað. „En nú er ég kominn á löglegan ellilífeyrisaldur og einhvers staðar þarf maður nú að draga saman. Ég hef haft orð á því í töluverðan tíma að fá að hætta en menn hafa kannski ekki tekið mig alvarlega fyrr en nú. En núna get ég skreytt mig með þessum titli, að vera orðinn löglegt gamalmenni þannig að þá fékk ég að hætta. Svo er hitt að ég er alveg meðvitaður um það að það er ekki jafn mikill kraftur í mér og fyrir 20 árum síðan. Það er auk þess ekki hollt fyrir svona félagskap að einn maður sé svona lengi í forsvari fyrir félagið. Bæði er gott að fá nýja strauma og svo er öllum félögum hollt að skipta reglulega um leiðtoga.“ Páll segir að starfið, sem félags- foringi, hafi verið afar gefandi en hann sé þó helst þakklátur fyrir það að enginn skyldi slasast alvarlega. „Fyrir mér er eftirminnilegast að þessi 24 ár eru slysalaus. Maður hafði auðvitað alltaf áhyggjur af því ef einhver skyldi slasast alvar- lega en það gerðist sem betur fer aldrei. Ætli það hafi ekki verið að meðaltali um 100 krakkar á hverju ári í skátunum, stundum fleiri og stundum færri en ég er afor þakk- látur fyrir að engin slys iLpu á meðan ég var félagsforingi. Ég þakka Guði fyrir það.“ Festa og venjur riaKil- væg Eins og annað félagsstarf, gengur skátastarfið í gegnum hæðir og lægðir. Páll segir að það séu ekki endilega aðstæður sem hægt sé að stjórna. „Ég býst við að þú getir séð það sjálfur í bæjarfélaginu af hverju sumir velja að fara í skátana og af hverju ekki. Stundum eru þetta tveir eða þrír einstaklingar sem taka sig saman, ganga í skát- ana og taka kannski tvo til þrjá með sér. Þessir einstaklingar finna sig vel í þessum félagsskap og hann vindur upp á sig. En svo kannski tvístrast vinahópurinn og þá fækkar um leið í skátahreyfingunni. Mikilvægast í svona félagsstarfi er hins vegar festa og venjur. Að menn gangi að því sem nokkru vísu að þama sé starfið svipað ári til árs. Eitt af þvf sem setti strik í reikn- inginn í skátastarfinu í Eyjum var þegar skátaheimilið var leigt til þeirra sem sáu um Keikó. Þegar það var gert, var skátastarfið blóm- legt og þeir sem tilheyrðu skáta- félaginu Faxa notuðu skátaheimilið sem nokkums konar félagsheimili. Þau komu þangað, bæði til að sinna skátastarfinu og líka til að hittast og spjalla. En þegar þau misstu fé- lagsheimili sitt, þá hættu þau í skát- unum og það fækkaði í félaginu. Við fengum aðstöðu í kjallara Félagsheimilisins við Heiðarveg og þau sem unnu fyrir félagið stóðu sig vel við þær aðstæður. En þarna rofnuðu tengslin milli eldri skáta og þeirra yngri og það hefur ekki tekist ennþá að koma þessu félags- starfi á aftur. Ég hefði þess vegna gjaman viljað vera laus við Keikó,“ sagði Páll. Stoltur af skátastykkinu Hann segir einnig að hann sé þakk- látur öllu því góða fólki sem hefur lagt hönd á plóg við starf félagsins í þau 24 ár sem hann stýrði félag- inu. „Ef það er eitthvað eitt sem ég ætti að nefna þá er það Skáta- stykkið okkar suður á Eyju. Aður fyrr vorum við að nota gamla golf- skálann fyrir útilegur á veturna en hann hentaði ekki nógu vel í það og við gátum ekki haft svæðið þarna í kring eins og við vildum. En í Skátastykkinu er flott húsnæði og fjögurra hektara land, þar af um það bil einn hektari sléttlendi fyrir tjaldstæði og því hægt að halda þarna 500 manna skátamót með lítilli fyrirhöfn. Með því að koma upp þessu svæði höfum við skapað mjög góða umgjörð um skátastarfið og í raun eru ekki mörg félög á landinu sem hafa svona góða aðstöðu. Það er helst á Akureyri sem mætti finna álíka aðstöðu en önnur félög horfa öfundaraugum á þessa aðstöðu okkar. Skátastykkið er umfram þetta venjulega sem ég upplifði í þessi 24 ár og er afar stoltur af þessu svæði. Við Marinó Sigur- steinsson vorum mikið saman í þessu og höfum rætt að fá að halda þessu við.“ Þannig að þú ert ekki alveg hœttur? „Nei alls ekki. Eitt sinn skáti, ávallt skáti,“ svaraði Páll. Félagið stendur vel Ertu sáttur við stöðu skátafélagsins í dag? „Já ég er það. Skátafélagið Faxi stendur ágætlega fjárhagslega, það skuldar ekki og á það sem það á. Okkur var stundum legið á hálsi að eyða of miklum peningum í hús og annað slíkt en að mínu mati er nauðsynlegt að hafa góða umgjörð um félagsstarfið svo það þrífist. Það er allt til staðar í dag og von- andi er til fólk sem er tilbúið að starfa með félaginu í dag. Það sem hefur kannski verið akkilesarhæll félagsstarfsins er að nú er gerð krafa um að foringjar séu 18 ára eða eldri. Þetta er sá aldur þegar ungt fólk stundar nám og fer jafn- vel frá Eyjum til að mennta sig. Þess vegna hefur okkur stundum vantað þennan aldurshóp inn í starfið. Svona var þetta ekki áður fyrr og sjálfur var ég í forsvari fyrir skátadeild áður en ég varð 18 ára og mér fannst það bara allt í lagi.“ En hvernig líst þér á þá sem taka við kyndlinum? „Mér líst mjög vel á þennan hóp og ég er viss um að Alma á eftir að standa sig vel sem félagsforingi. Ég á ekki von á öðru en að þetta eigi eftir að ganga vel,“ sagði Páll að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.