Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 8
8 Frcttir / Fimmtudagur 8. apríl 2010 Kynslóðaskipti hjá Skátafélaginu Faxa - Páll Zóphoníasson hættir S' Eg held að skátastarfið eigi eftir að blómstra -segir Alma, nýr félagsforingi Skátafélagsins Faxa Alma Eðvaldsdóttir er nýr félags- foringi Skátafélagsins Faxa og tekur við af Páli Zóphóníassyni sem hefur gengt stöðunni í 24 ár. Alma gekk til liðs við skátahreyf- nguna þegar hún var níu ára gömul og bjó þá í Hafnarfirði en ári seinna flutti fjölskyldan til Vestmannaeyja. „Ég gekk í skátana 1986, var fyrst í Hraunbúum í Hafnarfirði og ári seinna gekk ég til liðs við Skáta- félagið Faxa. Ég starfaði með Faxa frá 1987 til 1995 en þá fór ég til Svíþjóðar og vann þar sem au pair í níu mánuði. Ég staldraði stutt við heima því eftir tvo mánuði lá leiðin til Noregs þar sem ég var í átta mánuði. Eftir það lá leið mín til Reykjavíkur þar sem ég bjó til ársins 2002 og fór að vinna á skemmtiferðaskipi sem sigldi víða um heim. Ég var þar í þrjá mánuði og flutti aftur til Éyja í framhald- inu.“ segir Alma þegar hún er spurð út í skátastarfið og aðdraganda þess að hún er nú félagsforingi skáta- hreyfingarinnar í Eyjum. Gengur út á að gera krakkana sjálfstæða Eftir ævintýrið á skemmtiferða- skipinu heillaði Leikfélag Vest- mannaeyja og kom Alma að starf- semi félagsins með afgerandi hætti. Hún hefur sjálf staðið á sviðinu í uppfærslum, tók að sér stjórnarsetu í félaginu, leikstýrði og skrifaði leikritið Rokkubusku sem vakti mikla athygli á síðasta ári. „Ég verð eitthvað við leikhúsið áfram og ætla t.d. að starfa með Sólar- geislum Ægis sem er sjálfstæður leikhópur og starfar innan íþrótta- félagsins Ægis. Ég mun hins vegar fyrst og fremst einbeita mér að skátastarfinu sem er bæði skemmtilegt og gefandi. Ég var í skátastarfi öll mín unglingsár og kom aftur til starfa í skátahreyfingunni 2003 en varð þá að hætta vegna veikinda. Ég hef gaman að starfi með börn- um og ungu fólki, útiveran er heillandi og allt sem tengist skáta- starfi," segir Alma og bætir því við að hún sé aldeilis ekki ein um að stjórna starfinu því fimm manna stjórn skipuleggi skátastarfið hjá Faxa. „Skátastarfið gengur út á að gera krakkana sjálfstæða og kenna þeim að bjarga sér hvort sem er úti í nátt- úrunni eða í lífmu sjálfu. Þannig byggir sá sem starfar með skát- unum upp sjálfstraust sem nýtist á öðrum veltvangi. Skátastarf er í raun svolítið hefðbundið, verk- efnavinna, útivera, fjallgöngur og útilegur eru okkar aðalsmerki." Aðalstarfið er á veturna Hvernig gengur aðfá fólk til þess að leiða starfið? „Við eigum mikið af reynslumiklu fólki sem við getum alltaf kallað í ef eitthvað er um að vera og á þarf að halda. Enda eru einkunnarorð skátahreyfingarinnar: Ávallt við- búin. Nú eru um 45 krakkar í skátunum og svo erum við með þrjá sveitarforingja með mikla reynslu sem hafa verið öflugir og haldið starfmu gangandi. Tveir af þessum foringjum flytja til Reykja- víkur næsta haust og nú vinnum við að því að fá eldri skáta til liðs við okkur og það gengur ágætlega. Aðalstarfið er á veturna, og eru fundir einu sinni í viku, á fundum eru ýmis verkefni leyst, farið er í alls kyns leiki og krökkunum kennt margt, t.d. að binda hnúta, skyndi- hjálp, rötun og ýmislegt sem getur nýst í framtíðinni. Síðan erum við mjög heppin að eiga Skátastykkið sem hefur verið nýtt fyrir útilegur og aðra skemmtilega viðburði, og svo förum við á skátamót á sumrin. Það eru mörg mót haldin á hverju sumri og þá er að velja og hafna. Mér fannst alltaf jafn gaman að skátastarfi sem barn og unglingur og ég held að stundum hafi ég verið meira uppi í skátaheimili en heima hjá mér. Ég kynntist krökk- um sem voru í starfinu með mér og svo fórum við á Ulfljótsvatn þar sem við hittum krakka víðs vegar af landinu. Við fórum líka á skáta- mót og þar kynntumst við líka fólki þannig að starfið er mjög mikilvægt enda er því ætlað að auka skilning og efla félagsleg tengsl milli fólks.“ Vil virkja eldri skáta Er þetta fólk ennþá starfandi með hreyfingunni? „Já, það er fullt af fólki sem ég kynntist hér áður og er ennþá starf- andi. Ég var á skátaþingi um miðjan mars og þar var fólk á öllum aldri, alveg upp í áttrætt og allt á fullu í skátastarfi. Eitt sinn skáti ávallt skáti,“ segir Alma hressilega og heldur áfram. „Ég hef mikinn áhuga á að virkja eldri skáta og fá þá inn í starfið. Það getur verið gaman fyrir þá að hittast reglulega, t.d. einu sinni mánuði. Það væri heldur ekki ónýtt ef ein- hver þeirra vildi koma inn sem sveitarforingi enda afar mikilvægt að fá inn fólk með reynslu og þekkingu.“ Alma hefur mikla trú á öllu sem tengist skátastarfi og sjálf er hún að bæta við sig þekkingu. „Ég er að fara í Gilwell námskeið sem er æðsta foringjaþjálfun innan skáta- hreyfingarinnar og tekur eitt ár að vinna. Ég byrja í ágúsl og skátar sem sækja þetta námskeið eru á öllum aldri. Við vinnum mikla verkefnavinnu heima og skráum dagbók yfir heilt starfsár ásamt helgamámskeiðum sem við þurfum að sækja. Gilwell námskeiðið er hálfgerð endastöð í foringjaþjálfun skáta, þeir sem sitja það hafa sótt öll önnur námskeið sem eru í boði og allir sem ljúka náminu fá sérstakan klút sem sýnir að þeir hafa lokið því.“ Ertu bjartsýn fyrir hönd Faxa? „Ég held að skátastarfið eigi eftir að blómstra.Við ætlum að leggja meiri áherslu á göngur, útilegur og útiveru en verið hefur. Þetta verður skemmtilegt starf sem ég hlakka til að takast á við,“ sagði Alma og verður örugglega með góða skapið í farteskinu eins og endranær. Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. SKÁTAHÖFÐINGINN og félags- foringinn ásamt sveitarforingjum hjá Faxa. Frá vinstri: Guðrún María Guðbjörnsdóttir, sveitar- foringi, Bragi Björnsson, ská- tahöfðingi, Páli Zóphoníasson, fráfarandi félagsforingi og Sigurleif Kristmannsdóttir, sveitarforingi. . í FÉLAGSFORINGJAR fyrr og nú. Vigdís Rafnsdóttir, sem var félagsforingi frá 1976 til 1986 en |

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.