Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 8. aprfl 2010 Styrktarkvöld sem kætti sálina og bragðlaukana Styrktarkvöld karlaliðs IBV var haldið á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi síðasta iniðvikudag. Kvöldið þótti heppnast einstak- lega vel en um 100 manns sóttu kvöldið og skemmtu sér hið besta. Hljómsveilin Tríkot sá svo um að skemmta viðstöddum þegar lfða tók á nóttina og var dansað fram undir morgun. Styrktarkvöldið fór þannig fram að kokkateymið, þeir Einsi kaldi, Grímur kokkur, Siggi Gísla, Kári Fúsa og Palli Grétars töfruðu fram fjögurra rétta máltíð sem lék við bragð- laukana. I forrélt var boðið upp á Grfms humarsúpu með sér- bökuðum brauðum að hætti Davíðs Arnórs, í millirétt var skötuselur í tempura, með græn- metissalsa og soyjoa-limegljáa A-la Siggi í Turninum. í aðal- rétt var svo nauta rib-eye að hætti Einsa kalda, með fondant kartöflum, fylltum með stein- seljurót, baconkáli og púrtvíns- sósu. 1 eftirrétt var svo eftirlæti sjókokka Eyjanna, súkkulaði- bomba, súkkulaðitart með exótískum ávöxtum og vanillu- sýrópi, súkkulaðimús og hvít- súkkulaðikremi. Boðið var upp á fjölmörg skemmtiatriði. Páll Magnússon, úlvarpsstjóri, var veislustjóri og leysli það verkefni vel af hendi eins og honum er einum lagið. Annar fjölmiðlamaður Irá Eyjum, Edda Andrésdóttir, rifj- aði upp æskuárin í Vestmanna- eyjum við mikla kátínu við- sladdra. Gói skemmtikrafturtók lélta syrpu úr Eurovision og Ingó Idol tók nokkur lög á gílarinn af sinni alkunnu snilld. Stuðbandið Buffið tók einnig nokkur lög, Bjartmar Guðlaugs mætti á svæðið og skemmti og það var svo Eyjarokksveitin Hoffman sem endaði kvöldið ineð ÍBV-laginu Slor og skítur. Kvöldið var einstaklega vel heppnað og vilja leikmenn og stjórn IBV koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem að- stoðuðu við það. ÞÉTT SETINN BEKKURINN. Ásgeir Sigurvinsson og félagar skemmtu sér vel á Styrktarkvöldinu LETU EKKI SITT EFTIR LIGGJA. Leikmennirnir Anton og Guðjón stóðu fyrir sínu. BRÁÐFYNDIN. Edda Andrésdóttir kitlaði hlátur- taugar viðstaddra með endurminningum sínum, ÞJÁLFARARNIR Magnús Gylfason og Heimir Hallgnmsson, ásamt systur Heimis, Jónu. EYJAMENNIRNIR Jón Oskar Þórhallsson og Freyr Friðriksson voru sáttir. SÆTAR SAMAN. Ágústa og Þórunn stilltu sér upp fyrir Ijósmyndara. AÐALFUNDUR FIMLEIKAFÉLAGIÐ RÁN Aðalfundur hjá Fimleikafélaginu Rán verður haldinn fimmtudaginn lð.apríl nk. Hefst hann kl. 20.00 í fundar- sal Iþróttamiðstöðvar (gengið inn að austan). A dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Fimleikafélagsins Ránar Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 Nudd er heilsurækt! Nudd er lífsstíll! Erla Gísladóttir n u d d a r i Faxastíg 2a Sími: 481 1612 AA fundir AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: sun. kl. 11.00 / þri. kl. 18.00 mið. kl. 20.30 / fim. kl. 20.30 fös. kl. 18.00 fös. kl. 21.30 / Opinn 11. spors hugleiðslufundur lau. kl. 20.30 Opinn fundur Athugið, allir fundir reyklausir Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath. símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 /æatSs* ■ r—v Smáar Hvolpur fæst gefins Er að leita að nýju heimili fyrir rúmlega 3 mánaða gamlan Border collie hvolp vegna of- næmis. Áhugasamir vinsamleg- ast hafið samband í s. 663-3493 Skellinaðra til sölu Til sölu er þessi skellinaðra Peugeot RX 6 2004 módel. Uppl. gefur Hallgrímur í síma 897-1150. Óskum eftir íbúð um þjóðhátíð Óska eftir íbúð á leigu fyrir fimm manna fjölskyldu yfir verslunar- mannahelgi, má vera allt að vika Erum reyklaus og heitum góðri umgengni. Upplýsingar gefur Anna í síma 899-4768 eða annaes@simnet.is íbúð óskast á þjóðhátíð Óskum eftir íbúð eða húsi til leigu um verslunarmannahelgina. Erum tvær barnafjölskyldur, 4 fullorðnir og 4 börn. Góðri umgengni heitið. Vinsamlega hafið samband í eva@valfoss.is eða í s. 862-8503. íbúð óskast Óska eftir 2-3ja herbergja íbúð tii leigu sem fyrst. Bergur bakari, sími 898-2466. íbúðaskipti !! Þjálfari hjá Þór Ak. og fjölskylda hans óska eftir íbúðaskiptum dagana 22.-27. júní (yfir Shell- mótið), eða eftir nánari samkomu- lagi. Um er að ræða 5 herb. íbúð á besta stað á Akureyri. Áhuga- samir hafi samband við Hlyn Eiríksson í s. 822-5201/461-1518 eða á hlynurs@akmennt.is íbúð á þjóðhátíð Óskum eftir íbúð/húsi til leigu yfir verslunarmannahelgi, snyrti- mennsku heitið. Uppl. í s. 771- 8787 eða á gths9@hi.is Tapað - fundið Handprjónaðir vettlingar, brúnir með hvítu munstri, fundust í Höfðavík á páskadag. Eigandinn getur vitjað þeirra á ritstjórn Frétta. íbúð óskast í Rvk Óskum eftir fbúð á leigu í ágúst í Reykjavík, erum að fara í nám. Erna og Sindri Georgs. sími 770- 2311. Herbalife Vorið er komið og allt gengur betur með Herbalife. Sími 481- 1920 og 896-3438. Auglýsingasími Frétta er 481-1300 Tónfundir Tónlistarskólans Haldnir í skólanum alla miðvikudaga kl. 17.30. Allir velkomnir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.