Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 8. aprfl 2010 Höllin - Góð heimsókn: Dikta sækir Eyjamenn heim Þann 21. apríl, síðasta vetrardag, mun vinsælasta band Islands í dag mæta í Höllina og halda magnaða tónleika fyrir Eyja- menn. Þetta er bandið DIKTA sem hefur slegið heldur betur í gegn í ljósvakamiðlum, á þar tvö topp- lög og er að gera allt villaust í bænum. DIKTA hélt magnaða tónleika á NASA um daginn og komust færri að þar en vildu og svo sló sveitin gjörsamlega í gegn á „Aldrei fór ég suður“ á Isafirði um páskahelgina. Það má því búast við magnaðri upplifun þann 21. apríl forsala hefst á fimmtudaginn kl 12:00 á Vol- cano Café. Verð á tónleikana er 2000 kr í forsölu og 3000 við hurð. Höllin Vestmannaeyjum Sveitarstjórnar- kosningarnar 2010: Hægt að kjósa utan kjörfundar - en hvað ætlarðu að kjósa? Framboðslistar liggja ekki fyrir Frá og með 6. apríl verður hægt að kjósa utan kjörfundar í sveit- arstjórnarkosningum. Kosið verður 29. maí næstkomandi en frestur til að skila inn framboðs- lista rennur út 8. maí næstkom- andi. Og þá vandast málið. Hvað á að kjósa? Eins og staðan er í dag liggur ekki Ijóst fyrir hvaða framboð hægt verður að kjósa um 29. maí næstkomandi. Þó er ljóst að Framsóknar- flokkur, Sjálfstæðisflokkur og Vestmannaeyjalistinn muni bjóða fram en þessir tveir listar mynda bæjarstjóm í dag þar sem Sjálf- stæðismenn eru með íjóra bæjar- fulltrúa en Vestmannaeyjalistinn þrjá. Samfylkingin, Vinstri- Grænir og óháðir standa að Vestmannaeyjalistanum. Þeir sem kjósa utankjörfundar áður en framboðslistar liggja fyrir, verða því í raun að giska á hvaða framboð verða í boði. Kosningin fer þannig fram að kjósandi stimplar eða skrifar bókstaf þess lista sem hann ætlar að kjósa. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Sýslumannsemb- ættinu í Vestmannaeyjum getur kjósandi, sem kosið hefur fram- boð sem ekki býður fram, breytt atkvæði sínu og kosið upp á nýtt. Eins og áður sagði rennur frestur til að skila inn framboðslista út 8. maí næstkomandi. Hægt er að kjósa utankjörfundar hjá öllum sýslumönnum á landinu. Hún varð nokkuð dýr soðn- ingin í humar og skötusel -Dæmdur í 600 þús. kr. sekt fyrir að taka of mikið í soðið af afla BROTIÐ fólst m.a. í því að hinn ákærði hefði Iandað framhjá vigt 243 kg af slitnum humri og 20 kg af slægðum skötusel. í vikunni var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Suðurlands sem ákæru- valdið, sýslumaðurinn í Vestmanna- eyjum, höfðaði gegn skipstjóra og útgerðarmanni humarbáts í Vest- mannaeyjum, vegna brota á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar. Brotið var framið í júní 2008, í lok humarúthalds skipsins og fólst í því að hinn ákærði hefði landað framhjá vigt 243 kg af slitnum humri og 20 kg af slægðum skötusel, sem fund- ust í bifreið útgerðarinnar. Fram kom að þetta hefði verið umframafli úr síðasta togi úthaldsins og hefði áhöfnin hirt hann í stað þess að kasta honum í sjóinn. Að auki fund- ust í frystigeymslu útgerðarinnar 256 kg af slitnum humri sem samkvæmt framburði hins ákærða var meðafli er hefði fengist við veiðar í fiskitroll, fyrr á árinu. Hvorki humarinn né skötuselurinn höfðu verið skráð í afladagbók skipsins og laut ákæran því bæði að löndun framhjá vigt og þeirri van- skráningu. Réttur til að taka í soðið? Akærði hélt því fram að humarinn og skötuselurinn væri hluti af hinum venjuhelgaða rétti áhafnar, að taka sér í soðið. Dómkvaddur matsmað- ur tók undir það en taldi að eðlilegt væri að slík soðning skipverja á humarbát væri eitt til tvö kíló af humri í veiðiferð. Aftur á móti þætti heill innkaupapoki yfir viðmiðunar- mörkum. í dómsorði er kveðið á um að það magn af humri sem þarna var um að ræða, eða rétt um hálft tonn af slitn- um humri, sé langt yfir þeim við- miðunarmörkum sem eðlilegt sé að miða við þegar skipverjar taka sér í soðið og var ákærði, skipstjóri og útgerðarmaður skipsins, dæmdur til sektarureiðslu að upphæð 600 þúsund kr. og til greiðslu helmings sakarkostnaðar, þar með talin laun verjanda hans, kr. 350 þúsund kr. Hjörtur O. Aðalsteinsson, héraðs- dómari, kvað upp dóminn. Sam- kvæmt honum er Ijóst að þama er um að ræða einhverja dýrkeyptustu soðningu sem tekin hefur verið á fískiskipi á Islandi. Huginn VE með mestan kvóta í makríl Sjávarútvegsráðherra hefur heimilað íslenskum skipum að veiða 130 þús- und tonn af makrfl í sumar. Aflareynsla þriggja ára er lögð til grundvallar við veiðar á 112.000 tonnum, 3000 tonn fá skip sem hyggja á veiðar á línu eða handfæri, í net eða gildrur og loks er 15.000 tonnum úthlutað til skipa án veiðireynslu. Skip Isfélags og Vinnslustöðvar og Huginn VE fá úthlutað kvóta í makrfl. Fiskistofa hefur enn ekki gefið út kvóta í makríl en samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins fær Huginn VE hæsta kvótann yfir landið, 7,42% af heildaraflanum og koma samkvæmt því um 8.300 tonn í hlut Huginsmanna. Viðmiðunarárin eru þrjú og á þeim kom Margrét EA með um 16.600 tonn af makrfl að landi, sem gera 6,93% eða um 7.760 lestir. Börkur NK fær samkvæmt þessum útreikn- ingum 6,47% af makrílkvóta upp- sjávarskipa eða um 7.250 tonn, Ingunn fær 5,96% eða um 6.575 tonn og Jón Kjartansson um 5,41% eða 6.060 tonn. Þegar litið er á einstök ár má sjá að 2007 var Júpiter með mestan makrflafla eða tæplega 4.400 tonn, Margrét var með 3.914 tonn og Huginn með 3.573 tonn. Árið 2008 var Ingunn aflahæst með 9.400 tonn, Huginn var með 9.300 tonn og Margrét með 7.773 tonn að því er kemur fram í Morgunblaðinu. Þrír Eyjamenn á íslandsmótinu í vaxtarrækt og fit-ness: ívar Örn náðí þriðja sætinu Þrír Vestmannaeyingar kepptu á íslandsmótinu í vaxtarrækt og fit-ness sem fór fram á Akureyri um síðustu helgi. Bestum áran- gri náði Ivar Orn Bergsson sem náði þriðja sæti í sínum flokki. Auk ívars Arnar tóku Eyjakonurnar Sigurlína Guðjónsdóttir og Jóhanna Björk Gylfadóttir þátt í mótinu. ÖIl stóðu þau sig með prýði og Ivar Örn komst á verðlaunapall því hann varð í þriðja sæti í vaxtar- rækt karla í plús 90 kílóa flokki. Sigurvegari í þeim flokki var Magnús Bess Júlíusson margfaldur Islandsmcistari f vaxtarrækt og heildarsigurveg- ari í vaxtarrækt karla á mótinu. „Eg er mjög sáttur og það er mjög gaman að taka þátt í þessu. Þetta er þriðja mótið í vaxtarrækt sem ég keppi á,“ sagði ívar Örn og neitaði því ekki að það kostaði mikla vinnu að æfa fyrir slíkt mót. Keppendur þurfa að huga að mataræði 10 vikum fyrir mót og þá borða þeir oftar og öðruvísi fæði en venjulega. „Jú, ég stefni á að keppa í nóvember,“ sagði Ivar þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að halda áfram. „Eg fæ ótrúlegan stuðn- ing frá fjölskyldunni og æfi og stefni á að keppa áfram,“ sagði Ivar sem má líka vera ánægður með árangurinn. Hrikalegur Mynd Jónas Hallgrímsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.